Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 10.11.1962, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 10.11.1962, Blaðsíða 6
- 70 - N9KKUH 9t> UM JON SIGURÐSSON FORSETA, ISLENZKA MENNINGU, ÍSLENZKA ÞJÖÐARHEFÐ, rSLENZKT FRELSI OG AMERlSKT TWIST VERSU lengi grétu Islendingar ekki eymd sína, unz nokkrir hugsjónamenn með dug og kjark stefndu ákveðnir að takmarki sxnu og hófu landið upp úr volæði og aumingjahætti. Við hírðumst í hálfhrundum moldar- hreysum og gat varla heitið, að almúg- inn ætti bót fyrir rassinn á sér, Við norpuðum eftir örfáum beindrjólum úti á hafi, fluttum heim og átum. Fiskurinn var eini maturinn óskemmdur á þessu landi. Við vorum heilsulausir af fæðu- skorti, og ein hitasótt megnaði að drepa okkur alla saman á einu sumri. Við áttum skáld, sem höfðu varla pappír til að skrifa á og gátu tæplega haldið fjöðurstaf vegna kulda og illrar aðbúð- ar... Ut í Kaupmannahöfn sat kóngur vor að ölteiti dag hvern. íslendingar sendu kónginum blessunarorð og smjaðurljóð, þar sem honum var þakkað fyrir hungr- ið, skortinn og kúgunina. Við skriðum auðmjúkir fyrir höfðingjunum og sleikt- um fotspor þeirra. Það er ekki þjóð, sem gengur hálf- nakin og soltin fyrir kúgara sinn og krýpur á kné í undirgegni og lotningu! ! ! En ísland átti menn, sem krepptu hnefann og áttu óskir, sem þeir duldu ekki í brjósti sér. Með þrautseigju og baráttuhug tólcst þeim að vinna landið úr höndum drottnarans í Kaupmannahöfn. Almúginn rankaði við sér, týndi lýsnar úr lörfum sxnum, skóf af sér skítinn og fór að vinna fyrir föðurlandið. Hann meitlaði þjóðfelag, sem kom íslandi í tölu siðmenntaðra landa. Arin lxða, okkar ríki verður sjálfstætt ríki og að lokum lýðveldi. Moldarhreysin hverfa, skáldin fá pappír og þjóðin fær mat. Kynslóð tuttugustu aldarinnar vex upp. hraust og fi'amtaksmikið fólk-------en, hvers virði er okkur frelsið og landið, ef við getum ekki borið virðingu fyrir þeim mönnum, er ruddu veginn, ef við getum ekki gengið sómasamlega um húsa- kynni, sem hafa tekið þátt í sjálfstæðis- baráttunni. Húsakynni, sem bergmála enn af fyrstu setningunni, sem íslend- ingar sögðu af viti fram eftir 500 ára súrsun á íslenzkri menningu : Vér mót- mælum allir. Halda mætti, að frelsið væri punt- dúkka, sem við tækjum ofan af háalofti, gerðum allsherjahreingerningu á og syngjum fyrir 0 guð vörs lands einn dag ársins, sautjánda júnx. Við ísléndingar eigum ótal bletti til að stíga á nokkur dansspor, valllendis- bakka, réttir, götur, bílskúra, pakkhús og svo opinber samkomuhús. En þegar við erum farin að skaka okkur eins og gyðingar með ofsakláða í gömlum alþihg- issal, í þeim stað, þar sem hin kúgaða þjóð reis af aldagömlum svefni og mót- mælti ofbeldi og niðurlægingu, þá er of langt gengið. Fyrir eitthvað um hálfum mánuði eða svo, gekkst fimmti bekkur fyrir dansleik á Sal. Ein mest virta menntastofnun á landinu, Menntaskólinn í Reykjavxk:, leyf- ir skrokksveiflur, mjaðmahnikk, trompet- öskur og trommubarsmíðar í helgasta herbergi þessarar þjóðar. Nokkrir hljómsveitarsnápar, íslenzk- amerískir kynblendingar, stíga á pall með Sveinbjörn Egilsson í baksýn, og gefa frá sér alls konar stunur og búk- hljóð. Jón Sigurðsson forseti sér^ upp- vaxandi kynsloð landsins steypa sér kollhnís og taka tvöföld heljarstökk aftur á bak og syngja : Twisting down, twist- ing up and twistin'all the riight, twist my love and kiss me, I love you my

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.