Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 10.11.1962, Qupperneq 7

Skólablaðið - 10.11.1962, Qupperneq 7
- 71 - twistin'darling. Samkvæmt ofur eðlileg- um náttúrulögmálum getur myndin af Jóni Sigurðssyni ekki talað og sagt álit sitt á þessum barnalátum. En fyrir hálfum mánuði þurfti ekki annað en að sjá' myndina svo að þessi orð heyrðust: Fyrir hverja barðist ég? Og Mennt- skælingar svöruðu um hæl frá "dans- gólfinu 1: Þú, Jón Sigurðsson, gafst okk- ur frelsið., þú gafst okkur brauðið, en Chubby Checker gaf okkur twistið og þvi dönsum við hér. Það var sannarlega ömurleg sjón að horfa upp á svona fimleikasýningu í Menntaskólanum, og á ég þá við bygg- inguna. A sumum stöðum er ekki hægt að leyfa sér allt. Banna á dansleiki í sjálfri skólabyggingunni, og ekki hvað sízt á Sal. Ég er ekki andstæðingur dansins, en Menntaskólabyggingin er ekki athvarf, þar sem hægt er að hleypa inn erlendri skrílmennsku og afkvæmum sið- lausra sveitaballa. Til hvers er íþaka? Er hún einungis stórhýsi fyrir funda — hald félagsheimilisnefndar ? Það á að banna dansleiki á Sal. Frekar nú en aldrei. Gagnslaust er að bíða, þar til myndirnar og helgin ganga af sjálfsdáðum út úr skólanum, hlaupa þá eftir þeim upp á öræfi, hengja allt saman upp aftur, falla á kné, og lofa að gera aldrei neitt ljótt framar. Er engin þjóðarhefð til á íslandi? Er ekkert til, sem heitir stolt einnar þjóðar? Eða erum við orðnir svo mikl- ir stórbokkar, að við viðurkennum aldrei mistök x fari okkar? Ég hef aðeins minnst á helgi og virð- ingu skólans, sem ástæðu fyrir banni á dansleikjum. En það ber fleira til, sem vert er að minnast. Hvað um reyking- ar og þrengsli? A virkum dögum má helzt ekki sjást eldspj^ta á skólagöngunum, hvað þá sígaretta eða pípa, slíkt þykir setja leiðinlegan blæ á skólahaldið-og einnig er eldhætta mikil. Það virtist annað upp á tenginginn þetta umrædda laugar- dagskvöld. Allir reyktu og púuðu, ’ fleygðp frá sér sígarettustubbunum og drápu í þeim glóðina með fætinum. Er elcjhætta síðri á helgum? Þrengslin þekkja allir. Eins og sardírtur í olíu, klöngruðust Menntskæl- ingar gegnum gangana og inn á Sal. Erfitt var að komast áfram vegna troðn- ings og sígarettureyks, sem öðru hverju byrgði allt útsýni. Meira að segja inni á Sal sáust stubbar á gólfinu og inni á Sal varð ekki þverfótað vegna fólks. Salur er of lágur undir loft, og sem all- ir vita, þolir gólfið tæpast leikfimis- æfingar íslenzkra ungmenna. í von um að einhverjir séu mér sam- mála, í von um að fljótlega verði kom- ið í veg fyrir fleiri dansleiki af þessu tagi, skrifa ég nafn mitt hér undir og skammast mín ekki fyrir að hafa sagt skoðun mína. Jón Örn Marinósson í KIRKJU GAR ÐINUM Nú munu dansa draugar í nótt í daufum tunglskinsbjarma á holdlausum leggjunum hoppa þeir ótt í hrollköldum gröfunum er þeim ei rótt, þeir skaka á sér skinin bein og arma. Þeir biða þín einnig sem bærist á fold, að bætist þú líka í flokkinn, sem friðar ei nýtur í frostkaldri mold við fúnaðar spýtur og rotnandi hold, þegar maðkarnir mylja á þér skrokkinn. Sig. R.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.