Skólablaðið - 10.11.1962, Side 10
- 74
I.
ALSAKOT er ekki aðeins innsti
bærinn í dalnum, heldur eini
bærinn.
Sá, sem gaf bænum nafn,
hefur annaðhvort verið maður
með mjög sérstæða kýmnigáfu, eða
heimslcur eins og kapítalisti.
Enginn staður á íslandi verðskuldar
siður nafnið Hálsakot en þessi kaldrana-
legi og hrjóstrugi útkjálki, sem ber hið
fegursta nafn í heimi.
II.
Hálsakot heyrir ekki til hinna gömlu
rómantísku torfbæja, þar sem kveðnar
eru rímur í hlýrri baðstofu og akfeitar
heimasætur renna hýru auga til stúdenta
og sýslumannssona.
Fljótt á litið virðist sjálfur bærinn
vera ólögulegur fjóshaugur, sem rignt
hefur niður um langan tíma. I þessum
saggafulla og draugalega torfkumbalda,
langt í burtu frá skarki lífsins, búa
ógrynni af köngurlóm og pöddum, nokkr-
ar hagamýs, gamall maður, tveir kettir
og einn hundur, sem sjaldan er heima
við.
III.
Eiginlega á þessi saga að fjalla um
karlinn. Ekki vegna þess,að hann má
bæta titlinum "óðalsbóndi" aftan við nafn
sitt, né heldur vegna þess, að hann er
sagður eiga kistil fullan af peningum
grafinn í jörð. Ekki er ástæðan heldur
sú, að karlinn er sagður hálfgeggjaður
sérvitringur, sem flytja ætti til höfuð-
borgarinnar. Ef til vill er ástæðan sú,
að hann er sá síðasti.
IV.
Karlinn heitir Þórður í Hálsakoti, og
er venjulega nefndur : Fíflið í kotinu,
karlskrattinn eða þegar bezt lætur karl-
bjálfinn, eða einhverju álíka nafni, sem
lýsir hjartagæzku almennings.
Hversu lengi hann hefur búið í Hálsa-
koti veit enginn. Hann hefur eins lengi
og menn muna verið þar á sinum stað
rétt eins og tunglið og stjörnurnar.
Hver hann er, hvaðan hann er og hvert
hann fer, hugsar enginn lengur.
Hann hefur lifað sína kynslóð og stend-
ur nú einn uppi í heimi, sem er honum
framandi.
Reyndar á Þórður vin, sem hann get-
ur sagt allt. Þessi vinur er hundur,
sem að vísu er tröllheimskur, en hann
er skilningsríkari en heil þjóð.
Annars er þessi hundur hinn mesti
grmisti og væri til með að gera gys að
öllu saman, en að minnsta kosti hlustar
hann ætíð með athygli og lætur sér ekki
detta í hug að glotta eins og maður.
V.
Venjulega gengur lífið x Hálsakoti sinn
vanagang, en stundum drekkur Þórður
sig fullan í brennivini og kveður rímur
eftir sigurðbreiðfjörð, svo að undir tek-
ur í hreysinu.
Þegar Þórður er fullur gleymast all-
ar erjur. Og hundurinn - ef hann er þá
ekki að snöltra út um sveitir - situr
kyrr og lætur vera að gelta að köttunum.
En kattaskrattarnir lygna geispandi aftur
augunum gersneiddir öllum. áhuga á
þjoðlegheitum.
Þegar Þórður hefur fengið nóg af
sigurðibreiðfjörð , kallar hann á hundinn
og ræðir við hann um kvenfólk og nautnr
ir. Skilningsleysi sitt bætxr hundurinn
fullkomlega upp með áhuga:num.
Að lokum fær kallinn nóg af því að
hlusta á sjálfan sig. Þá gjerist. hainn
fúll og þögull og hugsar. Þá Ifður bæði
Þórði og hinum skepnunum. bölvanlega.