Skólablaðið - 10.11.1962, Síða 17
81 -
Um þá göfugu íþrótt.......:
Af drykkju þegar dómgreind þver,
dauðinn miskunn veitir þér.
Þegar vitið uppleyst er,
í einum potti'af genever.
Sig. R.
Um Véstein:
Ein er plantan eigi góð,
ungfrúm veldur meini.
Otal hafa fallið fljóð
að fótunum á Steini.
Þráinn
Bibendo discimus!
Vínið freyðir vörum að,
vermir, nærir, gleður.
Hugi vora hressir það,
heillar, fræðir, seður.
H. P. Þ.
Beinakerlingin á Kaldadal:
Flækist ég um fjallasal,
feigðarbirta dvínar.
Kerlingunni á Kaldadal
kveðjur berðu míhar.
Kjaftaskúmur:
Lestir þjaka leiðan raft,
látlaust þarf að gapa.
Mun hann oní eiginn kjaft,
einhvern daginn hrapa.
J.K.
Orkt fyrir munn vinar :
Allt mér finnst nú illa sett,
allt á leið til fjandans.
Kærastan er kasólétt,
kviksett fjörið andans.
J.S.
Mannlýsing:
Svikahrappur sómarýr,
sá mun tappi blauður.
Drellir krappur dumbi ýr,
dauðans lappi og sauður.
J. S.
Um skólafélaga:
Kirtlar sora og syndar
svella'i loðnum kroppnum.
Minnislaus hausinn myndar
massiva kúlu á toppnum.
G.K.
H. J.
Heimur versnandi fer :
Þar sem áður alla tíð
uxu fróðleiksviðir.
Eru/að verki ár og síð
axaskaptasmiðir.
Skammdegi :
Skammdegið er skratti svart
skuggar leilca um húmið,
ef kuldinn vex þá kemst ég vart
kvenmannslaus í rúmið.
Sig. R.
J.K.