Skólablaðið - 10.11.1962, Blaðsíða 20
- 84 -
verið ritað en svo, að nokkrar blekslett-
ur úr penna mmum fái getð því við-
unandi skil. Ég vil þó með örfáum orð-
um minna á, hversu brýnt erindi esper-
antó á til þeirra kynslóða, er byggja
þessa jörð í nútíð og framtíð.
Það er nefnilega löngu komið á dag-
inn, að hinir æðstu valdamenn þjóðanna
eru ekki þeim vanda vaxnir að semja
um frið. Því verður alþýða manna um
allan heim að ríða á vaðið, meðan svo-
kallaðir stjórnmálamenn standa enn hvor-
ir á sínum bakka þess hrikalega fljóts,
er virðist skipta öllum þjóðum í tvær
fylkingar. Hún verður að útrýma hatri
og tortryggni og koma af stað þeirri
friðaröldu, er engir stjórnmálamenn fá
risið undir_. Enginn þyrnir er kalda-
stríðsmönnum stærri í augum en sá, að
almenningur ''óvinveittra" þjóða auki
með sér kynni, eyði misskilningi og
knýti þau vináttubönd, er liggja ofar öll-
um landamærum. í þessari baráttu al-
þýðu gegn misvitrum stjórnmálaspekúlönt-
um er ekkert vopn beittara en einmitt
ersperantó.
Tilefni þessara skrifa er fyrst og
fremst það, að algert sinnuleysi virðist
ríkja hér í skólanum um esperantó.
Ég veit ekki til þess, að af skólans
hálfu hafi esperantó verið sýndur nokkur
áhugi, en hins vegar hef ég sannspurt,
að a.m.k. tveir úr hópi nemenda hafi
sýnt þá framtakssemi að veita skóla-
systkinum sinum tilsögn í esperantó.
Svo er þess að geta, að í embættis-
mannatali 1960-1961 eru nöfn þriggja
kvenna, er sagðar eru í stjórn
Esperantófélags, en síðan hefur embætt-
ismannatal þagað um þetta ágæta félag.
Þar eð ráða má af embættismannatali,
að konur þessar séu enn í skólanum,
þætti mér vænt um, ef þær vildu skýra
frá í Skólablaðinu afdrifum þessa ágæta
félags.
í nóvember Í962. - þ -
LEIÐRÉTTING:
1 greininni "Herranótt" í síðasta blaði
stendur (síða 59): "Leiksýningar mennta-
skólanema hafa farið fram árlega síðan
1922, að undanteknum árunum 1926-1941"
Þar á að standa: . . . að undanteknum árun-
um 1926 og 1941. Er höfundur beðinn
velvirðingar á þessum mistökum.
SA SÍÐASTI, frh. af bls. 75.
flissa. Þórður skilur ekki alveg, hvað
er svona skemmtilegt, en hlær samt og
spyr um líðan manna í höfuðstaðnum og
ræðir síðan fram og aftur um veðurfar,
heyskap og fleira.
Að lokum stendur Steini upp og segir,
að það sé hollast að fara að hypja sig.
Þetta hafi bara verið smá bíltúr, og bezt
að pilla sig í bæinn. Síðan standa döm-
urnar upp og þakka agalega vel fyrir sig.
Þórður tekur þétt í hendurnar á þeim
og biður guð að fylgja þeim. Þá verða
stúlkurnar skrítnar a svipinn, og segjast
vona, að hann reyni að hafa það huggu-
legt.
Um leið og píurnar eru horfnar fram
göngin, vindur Steini sér að föður sínum
og spyr, hvort hann sé klikkaður, að
vísa dömunum á kamarinn, að gefa þeim
bleksvart kaffi og kandís úr skítugum,
haldalausum bollum, að rausa um veður-
far, töðu og helvítis húmbúkk, að káfa
á höndunum á þeim með drulluskítugum
lúkunum, síðan segir hann ljótt og geng-
ur út. Bíllinn rennur úr hlaði á fleygi-
ferð, og þyrlar gráum reykskýjum yfir
grænt tunið.
VIII.
Litlu síðar stendur Þórður aftur á
hlaðvarpanum, lotinn í herðum. Hann
snýtir sér með fingrunum og þurrkar í
buxna skálmina.
Hann er að fara að moka fjósið,
I júlí 1962 - nB.
NV KENNSLUBÖK
í Tslandssögu, gefin út
í New York árið 25 00
Ein var þjóð við yzta haf,
sem áður þoldi nauð,
við hokur bjó og harðsm kost,
hlekk og myglað brauð;
seinna varð hún sæl 0£( rík,
af sálargáfum full,
trylltist þó og sökk í svall
og seldi sig fyrir gull.
Jón Si.gurðsson