Skólablaðið - 10.11.1962, Side 25
o
0
- 89 -
e
<7
oo
2. tölublaði Skólablaðsins birtist
meðal annars efnis hugleiðing,
^3 - sem höfundurinn, Jón Sigurðs-
* y- s son að nafni, kallar "Fáeinar
athugasemdir". Höfundur er
margorður og beiðir nokkrum sinnum í
grein sinni, ýmist þess, að menn fyrir-
gefi honum skrifin, eða að þeir hyggi að
kjarna máls síns.
Ekki ætla ég að taka afsökunarbeiðn-
irnar hátíðlega, þar sem augljóst er, að
höfundur tekur ekki nokkurt mark á
þeim sjálfur, en reyna heldur að snúa
mér að kjarnanum.
Að lestri greinarinnar loknum er,
þrátt fyrir dæmalausar málalengingar og
orðagjálfur, ljóst hvað höfundur virðist
telja kjarna orða sinna, honum líkar
ekki "að helztu stöður skólafélags o.s.frv.
eru nefndar latneskum nöfnum".
Höfundur virðist sannfærður um ágæti
eigin málstaðar og það svo mjög, að
hann velur sér stöku sinni orðalag, sem
vart getur hófsamlegt kallazt.
Eftir talsverðar vangaveltur og at-
hyglisverðar rökleiðslur, hefur höfundur
komizt að þeirri niðurstöðu, að fyrr-
nefndar nafngiftir geti aðeins ráðizt af
annarri tveggja, hogværð eða minnimátt-
arkennd. Að hógværðinni eyðir hann
engum orðum, enda ekki trúaðir á hana
þegar tiL kemur, en tekur í þess stað
að álasa. mönnum í nafni þjóðernis, þjóð-
legar menningar og uppruna síns fyrir
að gera minnimáttarkennd sinni hærra
undir höfði en tungu feðranna.
Hafandi gert grein fyrir skilningi mín-
um á orðum Jóns Sigurðssonar, langar
mig til að auka við nokkrum orðum frá
eigin brjósti.
Svo er mál með vexti, að mér hefur
komið í hug, að venja þessi, sem Jón
nefnir svo kurteislega ósið, viðurstyggð
og háðung, kunni að vera í heiðri höfð,
ekki sakir minnimáttarkenndar, heldur
sakir virðingar fyrir því, sem liðið er.
Ég lít svo á, að með því að halda þess-
um grónu latnesku heitum, séum við að
heiðra minningu fyrirrennara okkar hér
í skólanum, og þeirra viðhorfa, er þá
ríktu, þegar fatt þótti lærdómur annað
en latína. í þeim jarðvegi á skólinn
rætur sínar og breyta ríkjandi sjónarmið
nútímans engu um það. Ef við afnæmum
tíðrædd heiti, værum við að lítilsvirða
uppruna skólans og um leið uppruna okk-
ar eigin menntunar.
Ég hygg það sé almenn skoðun hugs-
andi manna, Jóns Sigurðssonar sem
annarra, að vilji menn standa traustum
fótum á líðandi stund, sé ekki rétt að
skera á öll bönd til fortíðarinnar og af-
neita henni.
Þorbjörn Broddason
Minnimáttarkennd
I. Hvers á ég að gjalda :
Drottinn minn ég dýrka þig
djúpt í. hjarta mínu.
Veldur illt að villtu'ei mig
verma 'í skjóli þínu.
Larfur minnar lundar er
lémagna og trauður,
höktandi og hæddur fer
hortitturinn blauður.
Hví má ég nú gjalda Guð
grárra verka þinna,
og ætíð heyra sífellt suð,
sönginn galla minna?
II. Sefjunar ég fáki ríð:
Þó að hreiður heimsku minnar
hrelli mig nú, ár og sið,
nakinn bíð ég náðar þinnar
nepju'í sálu enga líð.
Þ. P. H.