Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 4

Skólablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 4
- 96 x rá L am Rómverja og allar götur fram til okkar daga, hefur aðferð þessi verið í hávegum hjá ágengum stórþjóð- um, þó hafa þær x lengstu lög skirrzt við að beita beinu ofbeldi, heldur kosið fremur að nota lymskuleg skálkabrögð við smáþjóðir, sem þær skjálgra gírug- um ágirndaraugum til. Aðferðin er þessi : Þú skalt etja sam- an hinum fáu og smáu. Sendu asna klyfjaða gulli inn fyrir borgarmúrana. Æstu landslýð upp með lygasökum og rógi. Láttu þá tortíma hvorn öðrum x skammsýni og illgirni heimskingjanna. Láttu blóð renna. Og þegar þér hefur tekizt þetta, gakktu þá á valinn og rændu hræin. Það er þetta, sem felzt í róm- verska máltækinu: divide et impera, dr-ildu og drottnaðu, hráksmánlegustu og illmannlegustu stjórnmálareglu sögunnar. En það er fleira en hin beina íhlutun, sem. er hættulegt í skiptum smáþjóðar við stórveldi. Smáþjóðum er einnig gjarnt að fóstra eigin banamein. Það þarf sterkan þjóðarmeið til þess að þola sífellt óhagstæðan samanburð við ná- grannana, án þess að fyllast vanmeta- kennd. Horfa á grannþjóðirnar fram- kvæma hvert stórvárkið á fætur öðru og öðlast viðurkenningu umheimsins vegna afreka , ' sem i framin eru í krafti mannafla og auðæfa, Enda verður raunin oft sú, að sjálfstraust og sjálfsvirðing smáþjóðarinnar bíður hnekki og vafasam- ar hugsanir fara að gera vart við sig hjá hinum veikgeðjuðustu. En þó er slík vanmetakennd oft byggð á röngum for- sendum og aðdáunin beinist að lognum yfirburðum, þ. e.a.s. yfirburðum, sem i-i.unverulega eru neikvæðir. Þannig er t.d. lotning og auðmýkt fyrir herstyrk og vopnaskaki hinna voldugu eitt fyrsta veik- leikamerkið. Yfirburðir margra stór- þjóða eru mestir á þessu andstyggðar- sviði. Þær eiga ótölulegan grúa stríðs- dáta og drápsvogna, og með þessa hluti spranga þær og derra sig með á rudda- samkundum, sem þær kalla hersýningar, en við gætum kallað jólatrésskemmtanir mannheimskunnar, sem ásamt með bumbuslætti er vinsæl dægravöl stór- velda við ýmis hátíðleg tækifæri, svo sem afmæli misviturra stríðsgarpa og gelddrottninga. En smáþjóðum er hætt til að brjálast, ef þær komast í of nána snertingu við slíkar góðgerðir. Við þurf- um ekki lengi að léita, áður en við finn- um dæmi slíks. Ymsar grannþjóðir okk- ar , svo sem Norðurlandaþjóðirnar, eru ákaflega montnar af her sínum, og þykj- ast geta talað digurbarkalega bak við sma ryðguðu byssustingi - einkum þó, ef ennþá minni þjóðir eiga í hlut. Enda þótt vitað sé, að íiertækni þeirra sé að lang- mestu leyti úrelt orðin og einskis megn- ug, ef til átaka kæmi við stórveldin, er þeim mikið í mun að halda við þeirri stríðsfrægð, sem þær áunnu sér fyrr á öldum,með því að ræna vopnlaus kaup- för á Eystrasalti eða rassskella horaða snærisþjófa upp á Islandi. En það er fleira, sem býr að baki þessarar ónáttúru. Vopnaskak og gikks- háttur núverandi stórvelda, hinir lognu yfirburðir, hafa stráð ryki x augu þeirra, brjálað skynsemina, því þetta hertildur þeirra er ekki annað en hlægilegt og heimskulegt. En ekki nóg með það, að þetta sé skoplegt, heldur leiðir einnig af þessu ranamoski ógurlegur fjáraustur, og það fé er pínt út úr almenningi, sem ekki ber annað úr býtum en falskan ljóma, sem engir aðrir sjá en hálfgeggj- aðir stríðsberserkir. íslendingar hafa sloppið betur við þennan blekkingarvef en aðrar þjóðir. Kannski stafar það af fátækt og umkomu- leysi fyrri' alda, þeir hafa blátt áfram ekki haft efni á þessu, eða ems og við skulum vona, að þjóðarvitundin hafi verið svo heilbrigð og raunsæ, að hin falska gylling hafi léttvæg verið fundin. En eitt er þó víst, að dáti hefur löngum þótt niðrandi orð á íslandi og hér hefur lítt verið gert af því, sem títt er í út- löndum, að skáld og listamenn vefji manndráp og níðingsverk rósrauðum hetjubjarma í grátklökkri mannheimsku. En við skulum ekki vera of örugg með okkur. Nú undanfarið hafa þau ugg- vænlegu tíðindi spurzt, að stríðsdýrkun sé byrjuð að grassera í heilasellum nokkurra "íslendinga", einkum þó sam- vizkusnauðra blaðasnápa og þjóðmála- skúma af verstu tegund. Þessi röskun dómgreindarinnar birtist einkum í uppá- stúngu um stofnun íslenzks herg og mótorhjólasenum íslenzkra lögregluþjóna við komu erlendra þjóðhöfðingja og tign- armanna. Enda þótt þessi rassaköst séu

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.