Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 9

Skólablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 9
o 1 INU sinni enn undirbúum við afmæli manns eins, sem fæddist austur í Gyðinga- landi endur fyrir löngu. Þetta er í 963, sinni, sem íslenzka þjóðin gerir sér dagamun í tilefni þessarar fæðingar. Um þennan löngu liðna hugsjónamann og uppreisnarsegg má segja. flestum öðrum mönnum fremur, að "orðstir deyr aldrigi hvern sér góðan getr. " Hugsjón hans, kærleikshugsjónin eða kærleikskenningin, á sér geysimarga játendur og það hugarfar og þær hugsan- ir, sem henni hljóta að fylgja, hafa kom- ið til leiðar mörgum þeim hugmyndum, sem mannkyninu skyldu til mestrar blessunar verða. Jesú var hann nefndur þessi maður og átti að móður konu, sem María hét. Um faðerni hans hefur aldrei neitt upp- lýstst og gerir það vart til héðan af. Ekki ætla ég að rekja sögu hans öllu lengra, hana þekkið þið jafn vel mér og flest betur. En Jesú gerði fleira en að flytja ná- grönnum sínum og samlöndum nýjan sið- fræðiboðskap, hann flutti þeim jafnframt nýja trú. Þar kemur faðernismál hans til sögunnar og er alkunnugt, hvernig hann leysti þann vanda. Þessa stór- snjöllu lausn.ásamt velgrundaðri kenn- ingu og því, sem kalla má guðlegan inn- blastur til þess að gefa því eitthvert nafn, má nefna sem skýringar á þeim viðtökum, sem erindi hans fékk. Krists hefur öldum saman við minnzt sem trúarleiðtoga, hann og hinn ímynd- aði faðir hans hafa verið lofsungnir og 1 þeirra nafni og trúarinnar á þá, verið unnin mestu kærleiksverk og mestu grimmdarverk, sem mannkynssagan kann frá að greina. Miklir listamenn hafa fundið kristilegum hugleiðingum sínum útrás við myndun fegurstu listaverka orða, tóna og myndlistar. A sömu tím- um og mörg þessara listaverka voru sköpuð, stóðu framámenn kristninnar, þeir, sem töldu sig þessa heims um- boðsmenn þeirra feðga í fjarveru þeirra, fyrir miskunnarlausum ofsóknum gegn þeim mönnum, sem létu á sér heyra, að þeir veittu sér munað, sem nú á tímum er nefndur frjáls hugsun. Ég gat þess, að nú héldi íslenzka þjóðin afmæli Krists hátíðlegt í 963. sinn. Engin ástæða er þó fyrir okkur að þakka frelsaranum beinlínis jólafríið vegna þess, að jólahald er miklu eldra allri kristni á Islandi, orðið jól merkti til forna veizla, drykkjuveizla, eða aðeins drykkur. Þó að uppruni orðsins sé með þessum hætti, eijja jólin samt að heita kristileg trúarhátið. öllum er þó löngu ljóst orð- ið, að það er blekking tóm, aðeins yfir- varp og afsökun fyrir ofáti og vöruskipt- um innan og milli heimila. Kristilegi blærinn er orðinn æði óljós á hátíðinni og víðast svo til horfinn. Ekki sé ég ástæðu til að sakna hans, ég held raunar, að hann hafi aldrei verið ýkja sterkur. Jólin gegna því hlutverki að gera okkur skammdegið bærilegt með tímabundinni breytingu á lífsháttum okk- ar. Með kristnitökunni komst Jesús Kristur x spilið og við það hefur blær hátiðarinnar breytzt talsvert, en eltki hið raunverulega eðli hennar. Hvort mundi fjármanni, sem votnefjað- ur hímdi yfir sauðum sínum á jólaföstu hafa verið rikara í huga guðsorðið, sem innan skamms yrði yfir honum lesið, ellegar feitmetið, sem honum yrði með því borið? Ég held að jarðneska næring- in hafi staðið honum nær hjarta, jafnvel þó að hann hafi talið sig sæmilega krist- inn. Eftir á að hyggja, er nokkur ástæða fyrir þá, sem í raun og sannleika trúa Frh. á bls. 111.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.