Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1962, Side 11

Skólablaðið - 01.12.1962, Side 11
- 103 - * Afturför ? SM.R. hafa mörg, ef ekki flest íslenzk andans stórmenni set- ið skóla, og mörg þeirra hafa einmitt byrjað að gefa sig að andlegum hugðarefnum sínum hér. Þykir þess vegna ekki undrun sæta, þótt í 6. bekk megi finna efni í skáld, listamenn, ræðuskörunga o. þ. h. Má nefna mörg dæmi síðan í fyrra : Böðvar Guðmundsson, Einar Már Jóns- son, Olafur R. Grímsson o.m.fl. Nú bregður hins vegar svo við, að trúa nemenda,vita svo sárt af vanmætti sínum, að það brýzt út í nokkurs konar stórmennskubrjálæði og lítilsvirðingu fyrir öðrum nemendum skólans. A ég þar við menn, sem standa dauðadrukkn- ir og röflandi niðri á "Skalla" og reyna að auglýsa yfirburði sína yfir öðrum með því að ausa óspart úr brunnum sálarinnar andlegri speki, með því að vitna 1 kvæði og skáldsögur, sem þeir segjast hafa lesið. Vill því miður stundum brenna við, að ein og ein ljóð- lína skolist til í höndum þessara andans stórmenna og er mér ekki grunlaust ekki einn einasti maður í 6. bekk kemst í hálfkvisti við þessa fornu kappa. Hvað er að? Er áhugi á listum og öðr- um andans efnum að þverra? Eða er þetta aðeins óvenju þunnur árgangur, sem nú situr 6. bekk? "Rassia" Kennarar hófu nýlega allsherjar sókn gegn skrópasýki, sem töluvert hefur gætt hér í vetur. Sagt er, að söngtím- ar falli nú aldrei niður. Félagsheimilið Hagur félagsheimilisins íþöku tekur nú að blómgast undir dugmikilli stjórn Helga Jónssonar. Hefur Helga tekizt, með hörku, að uppræta smástuldi með öllu. Megum við vera honum þakklát fyrir, hve föstum tökum hann tók mál- inu. Heyrzt hefur, að gróði af heimil- inu sé orðinn yfir 20 þusund kr. , það sem af er vetri. Yfirborðsmennska Yfirborðsmennskamargra mennta- skólanema keyrir nú úr hófi fram. Margir þeir, sem telja sig andlega full- um, að þekking þeirra á bókmenntunum, sé lítið annað en titill bókar, höfundar- nafn og ritdómar um hana. Þessir menn ættu að taka það að sér að safna ritdómum og úrdráttum úr bókum til þess að dreifa meðal lýðsins, svo að hann geti talist samkvæmishæfur meðal þess- arra spekinga. Jólagle ði Jólagleði mun verða haldin hinn 28. þessa mánaðar. Mun mikið verða vandað til þeirrar skemmtunar eins og venjulega. Verður hátíðin haldin bæði í skólanum sjálfum og í íþöku, og munu valinkunnar hljómsveitir leika fyrir dansi. Heyrzt hefur, að öl, gosdrykkir og þessháttar, muni hækka í verði, til þess að standa straum af kostnaði við skemmtunina. Einnig mun verð að- göngumiða hækka eitthvað frá fyrra ári. Kjartan Thors Notið j ólaleyfið til þess að skrifa { Skólabla ðið .

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.