Skólablaðið - 01.12.1962, Side 15
-107 -
I
VERJUM manni er gefið í
vöggugjöf þekkingarþrá og
starfsgleði. Starfsgleðin
veitir kjark til þess að lifa
lífinu, en þekkingin er afleið-
ing lífsbaráttunnar, afleiðing, sem geym-
ifet og notast til nýrra átaka og nýrra
sigra. Manninum er eiginlegt að heyja
baráttu. Náttúran sér um samkeppni ,
og ef einhver stendur sig ekki, hlytur
hann að dragast aftur úr. Mannfélagið
er þó svo fjölbreytt, að hæfi einhverjum
ekki þessi staða, þá finnur hann vafa-
laust aðra sér betur hæfa og reynist
duglegur og nýtur maður þar. Það er
þvi mjög áríðandi fyrir hvern einstakl-
ing að finna fyrir hvað hann er náttúr-
aður og hafa síðan kjark og festu til að
ná árangri í þeirri grein. Geri maður-
inn þetta, fær hann tljótt undirtökin og
verður öruggur og heilsteyptur, heldur
fast við sfna sannfæringu, en fæst
minna um tröllasögur og dægurþras.
En sú skylda fylgir þessu sjálfstæði
að fræðast og kanna hvern hlut til hlýt-
ar, annars verður hver dómur út í hött,
og maðurinn óverður sjálfs sín. Maður-
inn ber því einn ábyrgð á sjálfum sér.
Enginn stendur honum nær en hann
sjálfur, og því aðeins getur hann veitt
Öðrum, eigi hann gnótt sjálfur.
Allt tal um það, að allir eiga að vera
jafnir og eins, er þess vegna tómt
kjaftæði út í bláinn. Það eina, sem
allir eiga jafnt, er rétturinn til lífsins,
þroska o^ namingju. Hverjum er eigin-
legt að sá með smu lagi og uppsker í
réttu hlutfalli við það.
Mennirnir eru þjóðfélagið. Þjóðfélag
með réttindum sínum og skyldum á því
aðeins rétt á sér, sé það sniðið eftir
þörfum þegna sinna allra. Þjóðfélagið
má þannig hjálpa hverjum einstakling
til þroska og jafnvel skerða frelsi hans
litillega við það. Það er svo hvers og
eins að kvarta, sé hann misrétti beittur
eða óhóflega þrengt að honum. En þó
hlýtur hver heilbrigt hugsandi maður að
finna þörf heildarinnar til takmörkunar
persónufrelsis og sætta sig við það.
A þessum grundvelli hlýtur skólinn sem
ríkisstofnun og skólaskylda að hvíla.
Takmark skólans hlýtur að vera að
þroska nemandann, auka honum skilning
á sjálfum sér og umhverfi sinu og skila
honum sem betri og þroskaðri mannL
Þvi miður mistekst skólum okkar þetta
að nokkru leyti og í sumum tilfellum að
öllu leyti og kem ég þá að meginmáli
þessarar greinar.
Það sem einkennir æðri skóla lands-
ins og þá ekki sízt menntaskóla, er, að
þeir tileinka sér meira hið ytra borð
námsefnisins, en siður hið lífræna og
mannlega í þvi. Til þess,að nemandi,
sem mottekur einhverja vizku, fái áhuga
og skilning á gildi hennar, hlýtur hún
að þurfa að snerta hann og reynslu hans
persónulega. Fræðslan ma þvi alls ekki
vera slitin í sundurlausa mola, sem eru
óháðir hver öðrum, heldur verður að
vera byggð á einhverju orsakasambandi,
sem hverjum er eðlilegt að fást við,
sem manni og tilfinningum gæddri veru,
en ekki sem einskisnýtu íláti, sem ekk-
ert mannlegt fagurt og háleitt hrærist
með. Hver þekking, sem maðurinn öðl-
ast, hvort sem hún er komin úr mennta-
skóla eða skóla lífsins, verður hluti af
honum sjálfum og leitast við að breyta
honum. Ef þekkingin er lifandi, starf-
ræn og eðlileg, verður nemandinn þetta
allt sjálfur með tímanum, en ef þekk-
ingin er uppskroppin, innihaldslaus
fræði, sem ekkert eiga skylt við lifið,
er hvorki hagkvæm til líkama eða sálar,
þá hættir nemandinn að skilja tilgang-
inn, verður örvæntingarfullur og svart-
sýnn og þekkingarþrain og starfsgleðin
eru liðinn draumur.