Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1962, Side 16

Skólablaðið - 01.12.1962, Side 16
- 108 - Því miður fyrir skólana finnast of mörg dæmi um áhugaleysi og andlega leti meðal nemenda og ekki bendir drykkjuskapurinn heldur í rétta átt. Eitt gott dæmi um fræðslulöggjöf, sem metur meira form en innihald, er sá hluti kennslunnar, sem nefnist is- lenzkur still, en þar á nemandinn að fá tækifæri til þess að leggja eitthvað sjálf- ur til málanna, eitthvað, sem byggist á hans eigin þroska og hugmyndaflugi. Þess er skemmst að minnast, sem al- kunna er, hvernig þessum þætti er varið. Það eina, sem er lögð áherzla á, er punktur, komma og orðaval. Hugmynd nemandans um viðfangsefnLð er gersam- lega hundsuð og þannig öll viðleitni til listrænnar sköpunar. Vissulega á að vera komma og punktur í ritgerðunum, en þau ágætu tákn eru bara aukaatriði, og þegar kennslan er byggð á aukaatrið- um, þá verður nemandinn sinnulaus fyrir náminu, missir tök á þvf og gefst upp. Sú skoðun ríkir, að kennarar megi ekki hafa persónuleg áhrif á nemendur. Það er fjarstæða. Það er óþarflega verið að gera lítið ur okkar ágætu kennurum, ef þeir mega ekkert segja og ekkert aðhafast nema það, sem stendur úreltum stöfum hjá fræðslumálastjórn. Kennarar eiga einmitt að gera meira. Þeir eiga að veita frjálsum, lífrænum og persónu- legum straumum inn x kennsluna. Það er ekki eingöngu bundið við vizku kenn- arans í hverri grein, hvort hann nær árangri eða ekki. Mannvitið, hlýhugur og ótal aðrir þættir, sem gera persón- una frjálsa og glaða, ráða þar meiru um. Kennarar eiga því að leggja sitt til mál- anna og í íslenzkum stíl, sem hér var tekinn sem dæmi, á að gjörbreyta kennsluháttum. r fyrsta lagi á hver nemandi að lesa sína ritgjörð fyrir bekkjarsystkin sín og kennara. í öðru lagi á hann að gera grein fyrir öllum þeim skekkjum, sem kennarinn hefur leiðrétt. Og í þriðja lagi eiga bekkjarsystkin og kenn- ari að gagnrýna ritgjörðina i samein- ingu frá öllum hugsanlegum sjónarmiðum og höfundur að gera grein fyrir sínu máli. Hér yrði öllu gert jafnhátt undir höfði, punktum sem stíl ritgjörðarinnar, frágangi sem hugkvæmni. En umfram allt fyndi nemandi til ánægju og verk- gleði vegna þess, að hann þarf sjálfur að standa fyrir sínu máli og gera grein fyrir því, sem annars félli niður í til — gangsleysi gleymskunnar. Það tekur tíma að fræðast og þrosk- ast, hjá þvi verður ekki komist, ef á annað borð reynt er. En eitt er víst, að sá nemandi, sem gengur glaður og bjartsýnn til verks, öðlast allt, meðan hinn svartsýni sér ekkert nema tilgangs- leysi. Hver sá kennari, sem ann sinni grein og er heils hugar í starfi, verður að gera upp á milli sparðatínslu og sam- felldra öruggra vinnubragða. Hann hefur kost á því að drepa ævilangt áhuga nem- anda á grein sinni með stagli og smá- munasemi, en hefur líka tækifæri til þess að vekja endalausa uppsprettu fróðleiks og gleði í huga nemanda síns, sá er munurinn á dauðu og lífrænu starfi, þröngsýni og víðsýni. Annar þáttur skólalífsins er félags- lífið. Þar eiga nemendur kost á að kynnast hver öðrum og þroskast þannig félagslega. Stór hluti félagslífsins í M.R. er á vegum málfundafélagsins Framtxðarinnar, og mestur hluti starf- semi hennar er málfunda- og umræðu- starfsemi. Þetta hlutverk Framtíðar- innar, að æfa nemendur x rökfimi og ræðuhaldi, er stórt og veglegt. Sá mað- ur, sem hefur bæði lært að hafa skoðan- ir og verja þær, ásamt því að taka tillit til skoðana annarra, á mikinn fjársjóð, sem seint mun af honum tekinn. Og að öllu jöfnu ættu menntaskólanemar ekki sízt að hafa áhuga á umræðum, þar sem þeir eru að læra í skóla, sem á að veita alhliða menntun, sem vekur til um- hugsunar og frekari þörf til lærdóms. Málfundastarfsemi Framtíðarinnar á að vera vettvangur frjálsra umræðna menntlinga um þau málefni, sem efst eru á baugi eða önnur þau, sem fróðleg eru. Við höfum ekki síður kost á því en aðr- ir að kynna okkur orsök hlutanna og skilja gang þeirra, því hlýtur það að vera sanngjörn krafa til hvers mennta- skólanema, sem vill kalla sig verðandi menntamann, að hann sjálfur leggi sitt eigið mat á málin og útkoman verði ávöxtur hans eigin fræðslu og skynsemi, en ekki, að hann gerist auvirðilegur lepjari annarra manna og hagsmunahópa,

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.