Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 32

Skólablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 32
- 124 - INN níunda september 1943 gerðist sá atburður í Reykjavík, - án allra teikna að úr móðurkviði skreið fyrirbæri það er síðar hlaut nafnið GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON. __ I fyrst.u bar lítið á því, að um óvenju legan svein væri að ræða, en svo kom hið sanna í ljós, sem raun ber vitni. Fimm ára gömlum var honum komið í læri í menntasetur ísaks Jónssonar - Grænuborg. Lærdómurinn virtist hafa góð áhrif á strákinn, og hann dafnaði vel - sérstaklega líffæri það, er munnur nefnist, - og má segja að þar öðlist Tryggvi kjafta"vit", enda mjög námfús. Ungur stefndi Tryggvi hátt, og þegar hér var komið fluttist hann úr Norðurmýr- inni upp í Hlíðar. Einnig tók hann að stunda skíða- íþróttina af kappi. Dundaði hann við það í skammdeginu að renna sér niður Öskjuhliðina. Hann hóf nú skyldunám sitt við Austurbæjarskólann, en ekki virtist hann sjálfur hafa komið auga á hæfileika sina, þvx að lítið lét hann yfir sér. Tryggvi áiti marglitx tvíhjól, góðan grip af Mifa-gerð, sem hann hafði dálæti á og skildi sjaldnast við sig Minnti hann helzt á kentár úr forngrísku hetj sögunum. Vaxinn úr grasi hélt Tryggvi skyldunámi sínu áfram í eplakassa þeim við Barónsstíg sem nefnist Gagnfræðaskóli Austurbæjar. Gáfur hans munu ekki hafa notið sín við inntökuprófið, og af þeim sökum settist hann aðeins í meðalgóðan bekk. Tryggvi lét þó ekki þar við sitja, heldur hóf námið af kappi og var brátt færður í bezta bekk. í Landsprófi byrjar frægðarferill Tryggva fyrir alvöru. Gerðist hann ræðuskörungur mikill og stóð í pontu margoft á málfundum nemenda. Sló hann öll met í þeirri íþrótt, nema ef vera skyldi met Sveinbjarnar Rafnsson ar, sem flutti 37 ræður á sama fundinum. UtrrrÍRUNNÍ

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.