Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 42

Skólablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 42
- 134 - - Það varð þögn. Allt, sem hann hafði sagt, hafði hann sagt lágri röddu. - En samt læsti hvert orð hans sig um mig, líkt og kaldur stormur. Eg fann sannleikann í sumum orða hans. - 1 öðrum hryllingslegan ótta við eitthvað, sem ég vissi ekki hvað var. - - - Ég hafði næstum gleymt því, að ég sat með heyrnartækið í höndinni, og rankaði ekki við mér, fyrr en sagt var : "Ertu þarna enn? Fyrirgefðu, ef ég hef gert þig hrædda. Ég ætti að halda betur á taumi sjálfsstjórnar minnar. " "Það var allt í lagi. Mér brá aðeins örlítið. " - Ég sagði þetta eins vingjarn- lega og mér var unnt. - Var maðurinn vitskertur, eða frávita af harmi? - - - - "Hefurðu aldrei hrópað hátt, til að fá útrás fyrir reiði, sorg eða gleði? Það er það, sem ég er núna að gera. " - "Já, en þú hrópar ekki. " - Undrun mín átti sér engin takmörk. - "Nei, ég hrópa ekki með raddböndunum, því þau eru aðeins strengir, sem sveiflast. Nei, sál mín hrópar. Hún hrópar hátt, af sársauka, og kallar á þig ókunna stúlka, og biður um skilning. Aðeins örlítinn vott þess, að þú skiljir mannlegan sársauka. " - Hann talaði með rödd þess manns, sem langar til að gráta, en hefur engann kodda, til að grúfa sig niður í. "Hefurðu aldrei orðið ástfangin? " Hann svaraði spurningu sinni sjálfur. "Jú, auðvitað. Og hefurðu þá ekki fundið hjarta þitt hrópa á þann, sem þú elskar, en ekkert svar fengið? - Þá veiztu hvað það er, að hringja í númer, og enginn svarar. Enginn. Það getur lika verið sárt að komast að raun um, að númerið sé upptekið. - Ef til vill hefurðu séð einhverja aðra stúlku hringja á sama stað örstuttu seinna, og fá svar. Ef svo er, þá veiztu hvað sorgin og sársaukinn eru, sem halda nú helköldum járngreipum um hjarta mitt. " - "Já, hvíslaði ég, fann tárin brjótast fram í augum mér. "Og hefurðu aldrei fundið andlegan rýting rekinn svo djúpt í hjarta þitt, að blóðið fossi um sálina?" - "Jú, " svar- aði ég lágt. - Það varð stutt þögn. - "Hryggði ég þig, ókunna vinkona?" spurði þessi undarlegi maður skyndilega. - En ég gat engu svarað, því ég barðist við grátinn. "Ef ég hef hryggt þig, þá bið ég þig fyrirgefninar. - Græturðu ?" Hann spurði hikandi og vandræðalega. Ég harkaði af mér. "Nei, en þú minnir mig á atburð, sem ég helzt vildi gleyma. " "Þá skal ég ekki lengur særa þig með fánýtu tali. - Vertu sæl. " - Rödd hans var hlý, sem sunnangola. "Vertu sæl, og þakka þér fyrir, að þú leyfðir mér að hrópa. " Hann rauf sambandið. Ég lagði á. - Því næst gekk ég inn 1 svefnherbergið mitt. Ég lagðist niður í rúmið, og hugs- aði um þetta undarlega samtal. ______ Og enn, þegar ég sit ein við arininn í stofunni og horfi á eldtung- urnar sleikja þurran viðinn, verður mér hugsað til þessa undarlega vinar míns, því minningin um hann og það samtal sem við áttum, er greypt afmáanlegum stöfum innst í huga mér. Helga Agústsdóttir FRA SJONARHOLI BUSANS,frh. af bls. 132. þurfa að gera skurk 'í kvenfólkinu. Það þarf að hrista upp í því og lífga það við ! Ég minntist hér að framan örlítið á hvað ræðumönnum hættir við að fara út fyrir um- ræðuefni sitt. Þetta er hvimleiður ávani og ætti ekki að eiga sér stað. Einn góður mað- ur sagði við mig í þessu sambandi, að eina efnið, sem hægt væri að taka fyrir, væri um "daginn og veginn", því að þá þyrfti enginn að óttast að fara út fyrir efnið. En hér skal látið staðar numið. Ég hef stiklað á stóru, aðeins drepið á fáein atriði, sem ég tel, að fara mættu betur. Ef svo færi, að einhver virti þetta greinarkorn svars, þá verð ég manna fegnastur. Þá e.r takmarkinu náð, þegar menn telja þetta umræðuvert. Ritað í öndverðum desembermán. 1962. Hallgrimur Snorrason NEMANDINN, SKOLINN, LlFIÐ,frh.af bls. ------—TU---------------------- 109. En þu, sem undan æyistraumi flýtur sofandi að feigðarósi lastaðu ei laxinn, sem leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa. - B. Th. Guðlaugur Tryggvi Karl.eson

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.