Skólablaðið - 01.02.1972, Qupperneq 7
91
honum fannst hann sitja á fúnum trjábol og
horfa niður i djúpa grasi vaxna laut. þar lágu
tveir unglingar, drengur og stúlka, á 'nlið, og
horfðu hvort á annað, öðru hverju lék vindurinn
sér f hári þeirra. hann fann til ónota, svip-
aðra og þegar hann horfði i spegil, stóð upp og
leit undan. þegar hann leit aftur niður f laut-
ina voru þau horfin og hann sá hendur sfnar,
aftur ungar og hvftar eins og þá. þær héldu á
sendibréfi og hann var að lesa. hann mundi enn
þegar hann vaknaði :
Vertu eins og ég. Lifðu ekki Itfum annarra.
Lifðu cigin ICfi.... heldurðu ekki við yrðum
hrædd ?......ég hugsa um hann dag sem nótt,
ég er einungis hamingjusöm með honum - ég
elska hann...... ókunna manninn, blóð lifs
mfns, innan heims, sem ég þekki ekki.......
ég sagði ekki neitt.
nann vaknaói hægt og rólega, þurrkaði tár af
kinnunum og settist upp. skápurinn var opinn
upp á gátt og herbergið var þrungið einkenni-
legri lykt, lykt af grasi, lykt af vindi, hárum,
tárum. hann stóð á fætur, gekk fáein skref,
staðnæmdist við enda rúmsins frammi fyrir
skápnum. hann settist hálfboginn niður. skáp-
urinn var stærri að innan en utan. hillurnar
voru fjórar og þar að auki eitt stórt gímald,
ofan úr þvf héngu raðir herðatr jáa. f hillunum
og á herðatrjánum voru föt, hrúgur. hann stóð
upp, þreifaði á þeim og fann þægilega mýktina
strjúkast um hendur sér, lokaði augunum,
reyndi að sjá. myrkur. hann tók fangið fullt
af fötum og þrýsti þeim að sér, lyfti þeim svo
upp og hellti þeim yfir sig eins og vami.
hann gerði þetta aftur og afmr unz skápurinn
var tómur og fötin lágu f hrúgum f kringum
hann. hann lét sig sfga niður f benduna og velti
sér upp úr fömm, lyktaði og andaði þeim að
sér, beit f þau og heyrði f þeim þytinn. hann
hló, grét og hrópaði, þangað til að hann var
orðinn hás. sfðan stóð hann aftur upp og tróð
á sig fötum, fór f aðrar buxur yfir þær gömlu
og tróð sokkum og nærfötum f alla vasa, fór f
tvær þrjár peysur eða skyrtur og tókst að
troða heilum jakka inn á bringuna. þá var hann
orðinn uppgefinn og byrjaði að mása. hann
hrundi niður á hnén og lagði lófana á gólfið,
höfuðið hékk máttlaust og tungan lafði. hann
róaðist smám saman og hætti að stynja,
skreiddist á fæmr. hann fór út að glugganum,
hnaut einu sinni, staðnæmdist, dró grænu
tjöldin frá. með einu handtaki kippti hann f
spottann á vindutjaldinu, svo að það þeyttist
burt úr augsýn. eitt augnablik sá hann út en
svo tætti birtan sér leið á kaf inn f augu hans,
hann rak upp vein og greip báðum lófum fyrir
augun. hann hörfáði undan eldinum og vogaði
sér ekki að opna augun aftur. hann rak hnakk-
ann f brún skápsins, hneig niður f stólinn, var
ekki seztur fyrr en hann stóð upp aftur. hann
var farinn að anda f stuttum rykkjum og munn-
urinn titraði. hann sneri sér að skápnum og
tók um brún sem sneri að vegg númer fjögur
og tók á, fastar en nokkru sinni áður, herpt
andlitið blóðroðnaði við áreynsluna, blóðdropi
spratt út af enninu og rann niður á kinn.
skápurinn almáttugi varð að fisi f höndumhans,
lyftist upp að aftan, stóð eitt augnablik fkyrru
jafnvægi, riðaði síðan og féll. um leið opnaði
hann augun, sá skápinn þjóta fram hjá sér og
skella með miklum dynki á vegg númer tvö.
hann heyrði brothijóð, mundi eftir glugganum,
greip andann á lofti og hóstaði, þegar útiloftið
flæddi inn og brenndi hann, grét þegar egg-
hvöss birtan skóf augu hans. hann snökti þegar
hann skreið upp á skápinn, áfram og út um
opið á brotinni rúðunni. hann fann hvassan
glerodd rista á skinnið á annarri kinninni, um
leið og hann skreiddist út. það var lykt af
hellirigningu og hann stóð f mold sem var á
jörðinni. jakkinn datt á jörðina, undan fötunum
sem hann hafði klætt sig f, hann beygði sig og
ætlaði að taká hann upp en datt á andlitið f
moldina. vit hans fylltust af hreinni mold og
hann dró til sfn keiminn, fyllti lungun og slef-
aði, hann gróf fingrunum á kaf og það fór um
hann sæluhrollur, þegar komin þrýstust undir
neglurnar. hann sá vatn f rigningarpoLli við
annað augað litast blóði. hann hélt áfram að
gráta og hlæja, hugsaði mold, vissi að fólkið
á götuimi var að horfa á hann og stóð hjartan-
lega á sama.
„Jesus var til”
- fullyrða
8 MILLJÓNIR
TÍEYRINGA
STYTTU
STOLIÐ
Undirbúa stofnun
kommúnistaflokks