Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1972, Page 17

Skólablaðið - 01.02.1972, Page 17
1U1 "Kæru samverkamenn ! Nií f kvöld er upprunninn hinn fyrsti dagur raunverulegrar stjórnarfestu hér á landi. Ekkert mun framar verða háð höppum og glöppum undir forystu okkar, til þess mun ég sjá til með ykkar aðstoð. Við munum gera Mand að fyxirmyndar- rfki.... Sendiboði frá lögregluyfirvaldinu rétti Halla skilaboð. Það var beiðni um yfirlýsingu neyðarástands á Isafirði, Neskaupstað, Akureyri og Vest- mannaeyjum. Æstur og reiður múgurimi hafði gert snarpan aðsúg að stjórnarfulltrúum, bæjarstjórum og öðrum þeim, er voru bundnir hinu opinbera. Rúður höfðu verið brotnar og eggjum hafði verið kastað ásamt öðrum óþverra, bæði f hús og menn. f Vestmannaeyjum hafði múgurinn brennt skrifstofu bæjarstjóra til grunna ásamt innbúi, skatt- skýrslum og öðrum almennum skrifstofugögnum. Reiði almennings var djúpstæð og heiftúðug, svo að þeir, er alla jafna voru manna gæflyndast- ir og prúðastir f umgengni, voru nú bólgnir af innibyrgðum skammar- og fúkyrðum f garð valdhafa. Fáliðuð Lögreglan hafði ekki ráðið við Lýðinn og sumir þeirra höfðu jafnvel brugðist skyldu sinni og ekki heft framsókn fólksins. Þeirra beið agarefsing, dauði fyrir vanræksLu við skyldustörf. ALLan uppreisnaranda almúgans varð að kæfa f fæðingu. HalLur kinkaði kolli hátfðlega til sendiboðans, sem heilsaði á móti. Hann hafði skiia- boð að færa LögregLuyfirvaLdinu. Þau skilaboð voru fyrirfram ákveðin af HalLa, og voru þess efnis að LögregLa aLLs iandsins skyldi hefja hand- tökur á þeim er sýndu mótþróa gegn hinni nýju stjórnskipan. TiL enn frekari áherzlu á reiði hins nýja stjórnarherra var herskipunum skipað að sigla til þeórra kauptúna, er almennar æsingar höfðu geisað og skjóta hiklaust án ábyrgðar á Lffum varnarlausra þorpsbúa. Brosandi og kátur snéri HaLLur aftur til veizlunnar. Hann var öruggur enn um sinn f valdastól fslands, eyjunnar við norðurheimskautsbauginn, sem nú Lá myrkvuð og einangruð frá umheiminum. Skotdrunur herskipanna urðu vart greindar úr fjarska en f skjóli myrkursins mátti þó heyra vængjaþyt lóunnar á Leið út til hafs. Mundi hún segja umheiminum frá örlögum IsLands ? Amór Sigurjónsson

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.