Skólablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 55
139
smáborgurum eða nokkru þvf hugtaki, sem gæti leitt til skilnings á þjóð-
félagslegri skilgreiningu stöðu miðvikudagsmannsins. Þó Jón sé ekki
jafn skarpur og fyrirrennari hans, gæti hann reynt að komast nær eðli
hlutanna.
Sigurður Helgason - Blekslettur
Auk þess legg eg til að komið verði upp safni þeirra auglýsinga, sem
birzt hafa á veggjum skólans f vetur.
Gylfi Kristins - þögn
Eflaust þörf tillaga, en ekki tfmabær né sanngjörn. Betur væri að
álykta um ritgerðir. Mikill fjöldi fslenzkukennara skólans leitast við að
steypa okkur f sama mót, ef skoðanir okkar eru ekki f krami viðkom-
andi kennara þýðir það lága einkunn. Sömuleiðis ef orðanotkun er kenn-
ara ekki að skapi, lækkar álit hans. Hvergi reynir kennari að setja
sig f spor nemanda, heldur verður nemandinn að setja sig f slóðir
kennarans. Þó alþýða manna og vfðsýnir hugsuðir hallist að jafnaðar-
og lýðræðisstefnunum, þá hefur það ekki dugað hingað til. Og eru ekki
til fleiri stefnur en demókratf og sósfal-demókratf, sem njóta jafnt
fylgis vfðsýnustu hugsuða og alþýðu manna ?
Kjartan Gunnarsson - Um áramót
Það er ánægjulegt að sjá jafn vel á málum tekið og þarna, þetta minnir
mest á greinar Bjama heitins. Kjartan er vel orðhagur : "Lýðræðið
hefur auðvitað sfna galla, en með vaxandi íhygli og framþróun andlegra
verðmæta munu þeir hverfa sem dögg fyrir sólu." Og mikið var hann
góður þessi með forsetann. Eg vona að vænta megi fleiri greina af
svipuðum toga, til dæmis "Á Þorra" eða "A "Góu”, "Um Sumarmál”.
Vettvangur málefnalegra umræðna
Palli Biering - Ritdðmur
Sjall maður Páll. Segulbundinn agi - af ýmsum.
Hannes Giz segir f upphafi, þegar hann er spurður hvað agi sé : "Það
eru þagr reglur, sem við búum við f skólanum, og sú framkoma, sem
búizt er við að nemendur sýni." Aðeins seinna er hann spurður hvort
agi sé ekki bara framfylgni regla. Hann svarar : "Jú, hvernig stjórn-
unaraðilar framfylgja þeim reglum, er hafa verið settar. Það er raun-
verulegur agi. ” Þetta er að vera f mótsögn við sjálfan sig og það strax
f upphafi. Umrasður sem þessar verða að ganga út frá forsendum,
annars teygist úr öllum skilgreiningum og öll umræða þvælist og verður
niðurstöðulaus með öllu. Betur hefði verið að endurprenta frá sfðasta
ári grein eftir starfshóp Byltingar um sama spursmál.
Kjartan Gunnarsson - Skólastjðrnir
Eg hef gaman af langlokum, sem enda f jafn yndislegri hysterfu og
mælgi sem þessi.
Hannes Giz - Próf og einkunnir
Lftið var greinin um einkunnir, en dáldið talar Hannes um prófin. AUt
sem hann segir hefur komið fram áður og er vitað. Hann segir aldrei
af eða á, heldur vafrar milli óljósra lýsingarorða. Það er mikill mis-
skilningur að hlutleysi felist f skoðanaleysi og væri fróðlegt að gera
könnun á þvf, hvort Hannes hefur skoðun yfirleitt á nokkrum sköpuðum
hlut.
Manneskjulegra yfirbragð
Quid novi ?
Það mun vera með erfiðari verkum að skrifa magnaða sögu um náungann
Kvikindisskapur virðist á hröðu undanhaldi f skólanum fyrir kristilegum
náungakærleik og lognmollu. Þeim óæskilegu fyrirbærum verður að út-
rýma með öllu, annars hljóta Hvad nyt ? að leggjast niður. Þessir
pistlar voru harla rýrir f roði. Þess vegna minni ég ykkur á það kæru
skólasystkin að Quid novi ? er orðið til vegna nemenda og fyrir þá og á
tvfmælalaust að vera skrifað af sem flestum nemendum og af þessum
sökum skalt þú nú, lesandi góður, taka þér penna f hönd og hripa blað-
inu fáeinar lihur.
Dandimannaþáttur - G. Thoroddsen
Það er vitað mál, að Tobbi er einn fárra f skólanum, sem á eitthvert
erindi f þennan þátt. Það er bæði það, að hann er einhver kurteisasti
ruddi, sem sögur fara af og jafnframt sjarmant, runninn úr einni merk-
ari ætt þessa lands. Þess vegna var synd hve Gvendi fötuðust tökin á
vini sfnum. Meðfylgjandi mynd var forljót, en hins vegar var fylgiritið
fallegt.
Tillögur - Jón Þór
Þetta var bezti húmorinn f blaðinu, þó að brandaranum um Jónas undan-
skildum, enda voru tillögurnar endurprentaðar f bezta blaði vetrarins,
þriðja tölublaðinu einstaka.
Otlit - Svava
Hverjum sem nálægt skólablaðinu hefur komið er Ijóst hve þröngar
skorður þvf eru settar, bæði útlitslega og efnislega. Enn hefur engin