Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1982, Page 16

Skólablaðið - 01.03.1982, Page 16
I. RÍKIS VALDm Þaö er kjarni ríkisvalds, aö tiltekinn hópur manna hefur einokun á ofbeldi. Af einokun á ofbeldi leiðir, aö tiltekinn hóp- -ur manna er undir vopnum, en allur fjöldinn er vopnlaus. Þessi einokun á ofbeldi er forsenda þess, að fámennur hópur manna geti einokað völd innan samfélagsins, sett lög og reglugerðir um hegðun fólks og dæmt það fyrir ranga hegðun. Þetta er kjarni ríkis- valdsins, hvort sem þaö er einveldi kon- unga eða form þess er þingræði, sem grein ist í löggjafarstofnanir, framkvæmdavalds- hafa eöa dómstóla, eins og viö þekkjum innan okkar ríkisvalds. Ávöxtur borgara- byltinga 17. og 18. aldar í Evrópu var einmitt þetta ríkisvald, sem tryggja átti mönnum almenn lýöréttindi: skoöanafrelsi, fundafrelsi, trúfrelsi o.s.frv. Sósíalistar gagnrýndu þetta borgaralega ríkisvald allt frá fyrstu -tíö. Annars vegar var bent á, að ekki væru skilyrði fyrir raunverulegt jafnrétti, meöan efnalegur jöfnuður væri ekki kominn á. Hins vegar var fullyrt, að þetta stjórnskipulag tryggöi ekki raun- verulegt lýöræði, vegna þess að ríki'svaldið stóð eftir sem áöur utan viö samfélagiö. Ríkisvaldiö og þjóðþingin tóku ákvarðanir í nafni fjöldans, en það var ekki fjöldinn sjálfur, sem tók ákvaröanirnar. Gagnrýnin snerist þannig gegn þingræöisskipulaginu, en það breyddist óöum út á 19.öld. I afstöðunni til ríkisvaldsins mátti greina þrjá meginstrauma innan sósíalískrar hreyfingar. Þessir straumar voru fullmótaö- ir skömmu eftir síðustu aldamót. Það var afstaðan til baráttuleiðarinnar að sósíal- ismanum annars vegar og afstaöan til þess/ hvernig skilgreina bæri sósíalískt sam- félag hins vegar, sem deilurnar stóöu um. Þingræðis j afnaöarmenn(sósíaldemókratar) vildu koma á miðstýrðum áætlunarbúskap í hagkerfinu og tryggja tekjujöfnuö milli stétta og stýra hjá vaxandi efnahagskreppum. En áætlunarbúskap átti aö koma á á þing- ræðislegan hátt meö löggjöf. Kommúnistar -eöa bolsévíkar, eins og þeir kusu aö kalla sig,- vildu líka koma á miðstýrðum áitlunar- búskap, en töldu þingræéisleiðina ófæra. Þeir vildu vopna verkafólk og mynda verk- smiðjuráð og hverfaráö, sem áttu, í bylt- ingunni a.m.k., að setja sér eigin lög og dómstóla og „mölbrjóta" þannig ríkisvaldið. Þriðja aflið, anarkistar, vildu líka brjóta ríkisvaldið niður á þennan hátt, en þeir voru andvígir hvers konar miðstýringu og vildu þess í stað, að samfélagseiningarnar, sveitarstjórnirnar, o.s.frv. væru sem mest sjálfum sér nógar í framleiðslu og neyslu og væru þannig óháöar miðstýringu og strangri áætlanagerö. Anarkistar vildu jafn- framt afnema einokun stjórnmálaflokka á ríkisvaldinu og voru þannig í andstöðu viö bolsévíka, sem komu á flokkseinræöi, þegar þeirra tími rann upp í rússnesku bylting-- unni 1917. II. HVAÐ ER ANARKISMI „Hver sá, sem afneitar yfirvöldum og berst gegn þeim, er anarkisti". Þessi skil- greining kom fram árið 1895. I einfaldleika sínum er þessi skilgreining mjög freistandi/ en þaö, sem fyrst ber aö varast, þegar fjallað er um anarkisma, er einfaldleiki. Fáar kenningar eöa hreyfingar hafa veriö svo ruglingslega misskildar af almenningi, og hafa vegna eigin nálgunar og fjölbreytni gefiö eins mikið tilefni til ruglings. Því skal byrjaö á því að reyna að gefa skil- greiningu. Hvað er anarkismi, og hvaö er hann ekki? Staðhæfingin frá 1895 hér aö ofan dregur fram það, sem mér sýnist vera kjarn- inn í hugtakinu anarkismi. Allir anarkistar afneita yfirvaldi, margir berjast gegn því. En það er engan veginn réttlætanlegt að kalla hvern þann, sem afneitar yfirvaldi og berst gegn því, anarkista. Sögulega er anarkismi kenning, sem gagnrýnir ríkjandi þjóöskipulag, setur fram skoðanir um æski- legt framtíðarþjóðskipulag og leiðir til

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.