Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1982, Síða 35

Skólablaðið - 01.03.1982, Síða 35
mér betur launað starf sem útlits- teiknari hjá öðru blaði. (þess má geta, að Voorman teiknaði myndina á umslag Bítlaplötunnar Revolver). Árið '69, þegar samstarf Bítlanna var á enda og Lennon var laus og lióugur, hafði hann samband vió mig og sagði mér að sér þætti vænt um þaðf ef ég vildi spila undir hjá sér ásamt nokkrum valinkunnum köpp- um á tónleikum, sem ráðgeróir voru í Toronto ( Gefin var út platan Plastic Ono Band-Live Peace in Toronto, '69, innsk. þýð.), og játti ég því. Kom upphringing hans mér nokkuð á óvart, þar sem langt var um liðið, síðan við höfóum haft samband. Má segja, að upp úr þessu hafi ferill minn sem „sessjónleikari" hafist. Blm: Nú ert þú sessjónisti, langaói þig aldrei að setja á stofn eigin hljómsveit? Voorman: Ég hef bara alls engan áhuga á að stofna eigin hljómsveit, þvi að sessjónleikarastarfið veitir manni meiri fjölbreytni, maður er alltaf ferskur, þar eð maður spilar undir hjá ólikum hljómlistarmönnum. Að vera hljóðfæraleikari i ein- hverri einni hljómsveit býður heim þeirri hættu að staðna, og vill það brenna við hjá mörgum hljóm- sveitum, aö þær fara aö endurtaka þaó, sem þær hafa áður gert á tón- listarsvióinu. Þessu kynntist ég, þegar ég var i hljómsveit Mann- freds Manns. Menn voru orðnir svekktir og hvekktir hver i annars garð, og tónlistin veitti okkur ekki þá fróun, sem vió sóttumst eftir. viö gerðum okkur grein fyrir þvi, að við vorum staðnaðir, og hljómsveitin var leyst upp.(I fram- haldi af þessu stofnaði Mannfred Mann hljómsveitina Mannfreds Manns Earth Band). Blm: Eftir diskóæóið svonefnda virðist áhugi almennings vera farinn að beinast að hinum fjölmörgu hljóm- sveitum, sem komió hafa fram i seinni tió. A ég þá við nýbylgju- hljómsveitir og annaö það fersk- meti, sem nú er á boðstólum. Finnst þér mikið til þessarar tónlistar koma, eða á „gamla og góða rokkið" hug þinn allan? Voorman: Það gefur auga leið, aó þeir, sem fylgjast með tónlist, hafa ekki farió varhluta af áhrifum þeim, sem þessar nýju stefnur i tónlistinni hafa. Eins og gengur og gerist, eru margar þessar hljóm- sveitir verulega „kreativar" og skemmtilegar áheyrnar, t.d. Iggy Pop, B.52 og Jam, en mér virðist mikill meiri hluti þess framboðs, sem nú er á hljómsveitum, vera óttalegt rusl (junk, þýð). Ég veit ekki alveg, við hvað þú átt með hinu „gamla og góða rokki". Attu þá við rokkið, eins og það var um '70, hljómsveitir eins og Zeppelin, Bitlana og fleiri? (Blaðamaður kinnkar kolli). Ég er þeirrar skoð- unar, aó úrval góðra hljómsveita hafi verið miklu meira þá en nú. Andrúmsloftið var allt annaó. Tón- listin frá þessum tima höfðar meira til min, ég stend nær þvi, sem þá var að gerast, en hinu „nýja efni" (the new stuff, þýð.), sem nú tröllriður heiminum. Nú var svo komið,aó þær 15 minútur, sem rætt hafði verió um að viðtalið tæki, voru senn á enda. Var þvi ekki seinna vænna að varpa fram til Voormans siðustu spurning- unni. Biitu Hvað hefstu að, þegar þú hvilir bassann? Voorman: Um þessar mundir er ég að vinna að undirbúningi að opnun sýningar á nokkrum verka minna. Meginuppistaða sýningarinnar eru verk frá þeim tima, er ég var i Lista- háskólanum. Fyrir utan áhuga minn á listum á ég mina fjölskyldu, tvö elskuleg börn og yndislega eigin- konu, sem ég reyni að eyða sem flest- um stundum með. Hér var komið að lokum þessa skemmtilega viótals.Ég bjó um hljóð- nemann, þakkaði Voorman fyrir og hélt á brott út i hið iðandi mannlif New-York-borgar. 35

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.