SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Qupperneq 2
2 9. janúar 2011
Við mælum með
8. janúar
Seinni vináttulandsleikur A-
landsliðs karla í handbolta við
Þjóðverja fer fram laugardaginn
8. janúar. Þetta er síðasti leik-
urinn fyrir HM sem hefst í Sví-
þjóð í janúar svo nú er um að
gera að hvetja okkar lið áfram.
Komum saman og fylgjumst
með strákunum okkar spila,
sama hvort það er á vellinum
eða heima í stofu!
Morgunblaðið/Kristinn
Styðjum strákana okkar
10 Gott að bjarga lífi
Dagur í lífi Magnúsar Smára Smárasonar, slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanns.
22 Er að bæta við raunveruleikann
Sigrún Eldjárn á 30 ára rithöfundarafmæli og er tilnefnd til barna-
bókaverðlauna Astrid Lindgren.
26 Hús í sátt við umhverfið
Um 30 íslensk einkafélög og stofnanir á sviði mannvirkjagerðar eiga
nú aðild að Vistbyggðarráði, sem ýtir undir sjálfbærni á þessu sviði.
28 Vil hafa röð og reglu
Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, er
kona sem vill hafa reglu á hlutunum.
31 Baggalútur og
borgarfulltrúi
Karl Sigurðsson opnar myndaalbúm sitt.
36 Á eftir bolta
kemur Brasilía
Stuðningsmenn Liverpool njóta ekki frammi-
stöðu liðs síns um þessar mundir en geta aldeilis kitlað bragðlauk-
ana.
41 Janúar kósíheit
Ó, æ, janúar er kominn, jólin búin og ekkert framundan. En bíðið nú
aðeins við, þetta þarf alls ekki að vera svona slæmt!
Lesbók
42 Verk Kjarvals efniviðurinn
„Þessi verk eru engin óvirðing við landslagið eða Kjarval,“ segir Stef-
án Jónsson um sýningu sína, Kjarvalar, í Hafnarborg.
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Kjartan Þorbjörnsson af Sigurði Sigurjónssyni.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hugrún
Halldórsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, Orri
Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson.
16
34
Augnablikið
Vinahópar hafa gjarnan haft það að venjuað fara í karókí á gleðistundum en núnaer allri þjóðinni boðið í karókí, að þessusinni náttúrunni til heiðurs. Páll Óskar
var sá fyrsti sem prófaði karókí-vélina í Norræna
húsinu, græju með 16.000 lögum frá diskótekinu
Ó-Dollý! Hann söng ballöðu á meðan beðið var eftir
borgarstjóranum. Fyrst tók hann samt lagið með
Ólafi Stefánssyni handboltakappa en þeir kyrjuðu
„Allt fyrir ástina“.
Allt fyrir náttúruna er það núna en karókí-
maraþoninu er ætlað að vekja athygli á undir-
skriftasöfnun á orkuaudlindir.is. Blaðamanna-
fundur var haldinn áður en söngurinn hófst og voru
skilaboðin frá Björk og félögum skýr: Orkuauðlind-
irnar eiga að vera í lögsögu og í þágu almennings í
landinu en ekki lokaðra hagsmunahópa.
Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefnastjóri hjá Nor-
ræna húsinu, segir þetta hafa gengið vonum framar
og hún segir ríkjandi stemningu „einstaka“. Stórar
og smáar stjörnur hafa tekið lagið og almenningur
líka gengið inn af götunni. Enginn einn tónlistarstíll
ræður ríkjum. Ilmur hafði til dæmis gaman af því
þegar átta ára strákur söng lagið „Litli tromm-
arinn“ og einnig af löngum metalsöng Hellvars,
parsins Heiðu og Elvars.
Karókíið verður í gangi í Norræna húsinu í dag,
laugardag, á milli kl. þrjú og miðnættis. Fyrsti
klukkutíminn verður tileinkaður sálmasöng og er
kórfólk hvatt til að mæta.
Ekki er aðeins sungið í Norræna húsinu heldur
hefur karókíið tekið völdin víða um land. Boðað var
til samkomu á Akureyri, Bolungavík og Selfossi en
veðurguðirnir tóku völdin á Skagaströnd og þurfti
að fresta gleðisöng í Kántríbæ.
Náttúrublúsinn hefur greinilega náð athygli
þjóðarinnar, á þeim skamma tíma sem ritun þessa
pistils tók söfnuðust meira en 300 undirskriftir og
var 30.000 undirskrifta múrinn rofinn.
ingarun@mbl.is
Ólafur Stefánsson og Páll Óskar sungu saman gleðilagið „Allt fyrir ástina“.
Morgunblaðið/Ernir
Náttúrublús
Það var hráslagalegt um að litast í slyddunni á Times-torgi í New
York seinni partinn á föstudaginn og skiljanlegt að fáir hafi verið á
ferli á þessu sögufræga torgi. Þessi hjólreiðamaður beit þó á jaxlinn
og fór ferða sinna.
Veröldin
Reuters
Hráslagalegt
á Times-torgi
9. janúar
Sjónarhorn –
Ljósmyndir
eftir Wayne
Gudmundson.
Síðasta sýn-
ingarhelgin á landslags-
ljósmyndum Wayne í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur.
13. janúar
Ellý Vilhjálms
í 75 ár í saln-
um í Kópa-
vogi. Guðrún
Gunn-
arsdóttir heiðrar minningu
söngkonunnar sem hefði orðið
75 ára í desember síðast-
liðnum.
14. janúar
Súldarsker, nýtt leikrit eftir
Sölku Guðmundsdóttur, frum-
sýnt í Tjarnarbíó. Með leik-
stjórn fer Harpa Arnardóttir.