SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Page 4

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Page 4
4 9. janúar 2011 Sepp Blatter, forsetiFIFA, Alþjóðaknatt-spyrnusambandsins,kom enn á óvart í gær þegar hann greindi blaða- mönnum frá því að hann teldi allt eins líklegt að heimsmeist- aramótið í Katar árið 2022 færi fram í janúar en ekki að sum- arlagi eins og hefð er fyrir. Það olli töluverðu uppnámi í knattspyrnuheiminum nýver- ið þegar stjórn FIFA ákvað að HM færi fram í örríkinu Katar eftir 12 ár. Margir töldu það aldeilis fráleitt. Sumir bentu á hve landið væri fámennt og lít- ið, aðrir gerðust svo djarfir að benda á að hiti að sumarlagi í Mið-Austurlöndum væri gjarn- an hátt í 50 gráður á Celsíus. Heimamenn komu með krók á móti bragði og sögðust myndu setja upp loftkælingu á öllum leikvöngum; að frá gras- sverðinum og upp í þriggja metra hæð yrði lofthiti ákjós- anlegur fyrir leikmenn og áhorfendur. Ekkert er nema gott um það að segja. Í gær virtist svo sem Blatter hefði fallist á þá röksemd að hitinn væri of mikill í þessum heims- hluta til þess að leika knatt- spyrnu að sumarlagi. „Ég geri ráð fyrir því að mótið fari fram að vetri,“ sagði Blatter við blaðamenn í Katar í gær, en þar var hann staddur við upphaf Asíukeppni lands- liða. „Við höfum nægan tíma til þess að fara vandlega yfir mál- ið. Enn eru 11 ár til stefnu,“ sagði forsetinn. Blatter lýsti þeirri skoðun sinni að nú, þegar búið væri að ákveða að halda heimsmeist- arakeppnina í Katar, yrði að finna til þess sem bestan árs- tíma. „Til þess að keppnin tak- ist sem best verður að halda hana á sem hentugustum tíma. Og til þess að keppnin heppnist eins vel og nokkur kostur er verður líka að hugsa eins vel um leikmennina og hægt er.“ Og þó að í umsóknarferl- inu hafi verið gert ráð fyrir keppninni í júní eða júlí geti stjórn FIFA auðveldlega breytt því, sagði Blatter. Arsene Wen- ger, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, benti á að slík breyting yrði til gífurlegra vandræða fyrir bæði félagslið og knattspyrnusambönd. „Það yrði að endurskipuleggja keppni um gjörvalla heims- byggðina,“ sagði Wenger. Hann bætti svo við með hæðn- istón í röddinni: „Hér er hefð fyrir því að leika um jólin. Englendingar yrðu örugglega mjög ánægðir með að taka þátt í heimsmeistarakeppninni strax í kjölfarið.“ Vetrarleikar í Katar í kortunum Forseti FIFA gefur í skyn að HM 2022 verði jafnvel í janúar Sepp Blatter forseti FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. Reuters Mark í janúarkuldanum! Qasem Abdullhamed Burhan, markvörður Qatar, horfir á eftir boltanum í markið gegn Uzbekístan í Doha í gær. Reuters Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Á meðal þeirra sem lýstu yfir áhyggjum af því hve leikið yrði í miklum hita í Katar að sumri er þýska goðsögnin Franz Beckenbauer og Platini, for- seti Knattspyrnusambands Evrópu, nefndi nýverið þann möguleika að leika í janúar. Hér er Sepp Blatter ásamt Bin Ahmed al-Thani, forseta knattspyrnusambands Katar. Margir eru áhyggjufullir Polarolje Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Minn læknir mælir með Polarolíunni, en þinn ? Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð Nú líka í hylkjum Nýtt! Pólarolía góð fyrir líkamann Í nýlegri doktorsrannsókn Linn Anne Bjelland Brunborg kom í ljós að selolía, sem var gefin í gegnum sondu beint niður í skeifugörn, linar liðverki, dregur úr liðbólgum og hefur að auki jákvæð áhrif á þarmabólgu. Fæða áVesturlöndum inniheldur hlutfallslega mikið magn af omega 6 fitusýrum í samanburði við omega 3 fitusýrur. Þetta getur orsakað ójafnvægi í líkamanum, sem að einhverju leyti getur útskýrt af hverju margt fólk þjáist af offitu og ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameini. Besta leiðin til að greiða úr þessu ójafnvægi er að auka neyslu á sjávar- fangi sem almennt er auðugt af lang- keðju omega fitusýru og samtímis að minnka neyslu á matvörum sem eru ríkar af omega fitusýrum. Þarmabólga og liðverkir Rannsókn Brunborgs á selkjöti bendir til að það sé bæði holl og örugg fæða. Selspikið er mjög ríkt af langkeðju omega fitusýrum sem hefur áhrif á staðbundin hormón, sem meðal annars eru mikilvæg fyrir bólguviðbrögð líkamans.Virkni sel- olíunnar á bólguviðbrögð var prófuð í klínískri tilraun á sjúklingum með liðverki og IBD. IBD-sjúklingar hafa oft minnkandi starfsgetu og lífsgæði vegan sjúkdómsins og möguleikar á lækningu eru litlir. Lyf sem draga úr liðverkjum geta gert þarmabólguna verri. Brunborg sýndi með tilraunum að selolía, sem var gefin í gegnum sondu, linar liðbólgur, liðverki og hefur að auki jákvæð áhrif á þarmabólgu. Að neyta nægilegs sjávarfangs með omega fitusýrum getur haft fyrirbyggjandi áhrif þegar um þróun sjúkdóma eins og IBD og annarra bólgusjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma er að ræða. Selolía fæst í öllum helstu apótekum og heilsu- búðum og ber nafnið Polarolje. A U G L Ý S I N G Linar verki og minnkar bólgur Study Medicine, Dentistry and physiotherapy In Hungary 2011 Interviews will be held in Reykjavik in May, July and July. For details contact: Tel.:+ 36 209 430 492. Fax:+ 36 52 324 031 E-mail: omer@hu.inter.net internet: http://www.meddenpha.com

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.