SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Qupperneq 13
9. janúar 2011 13
Miðvikudagskvöld á Ak-ureyri: Geir Guðmundssonsitur heima í eldhúsi ogspjallar við blaðamann
ásamt foreldrum sínum. Hann ætti að
vera með félögum sínum í landsliði 21
árs og yngri að búa sig undir ferð til
Serbíu í fyrramálið en þar tekur liðið
þátt í undankeppni HM um helgina.
„Það var eins og sprengju væri kastað í
mig,“ segir Geir um það, þegar honum
voru flutt tíðindin. „Sautján ára fólk á
ekki að fá blóðtappa í höndina af því að
vöðvarnir stækka of hratt!“
Bláa höndin
Hann fann fyrst fyrir eymslum á að-
fangadag en velti þeim ekki mikið fyrir
sér. Lék með Akureyrarliðinu í deilda-
bikarkeppninni á milli jóla og nýárs en á
öðrum degi nýs árs fann hann aftur fyrir
verk í hægri hendinni. Sat þá við mat-
arborðið og kvartaði – sem er óvanalegt
– og Vigdísi móður hans leist satt best að
segja ekki á þegar Geir fór úr skyrtunni.
Handleggurinn var blár.
„Ég harðneitaði fyrst að fara upp á
spítala. Ég hef oft farið þangað, þurft að
bíða lengi og svo verið sagt að hvíla mig í
nokkra daga. En ég er ánægður með að
hafa farið að ráðum mömmu og pabba
núna,“ segir Geir.
Þolinmæði er dyggð
Eftir skoðun á Sjúkrahúsinu á Akureyri
var ákveðið að láta kanna málið nánar í
Reykjavík þar sem Geir var á leið þangað
daginn eftir til æfinga með landsliðinu.
Eftir samtöl við þjálfara liðsins og
sjúkraþjálfara fór Geir á Læknavaktina,
var sendur þaðan á Landspítalann þar
sem hann komst að á slysadeildinni eftir
þriggja tíma bið. Geir viðurkennir að
þeir frændur, hann og Guðmundur
Hólmar Helgason, liðsfélagi í Akureyri
og landsliðinu sem beið með honum,
hafi alvarlega velt því fyrir sér að fara
bara heim en þeir létu sig hafa það. Þol-
inmæði er dyggð og gott að eiga góðan
frænda.
Eftir rannsókn um kvöldið var Geir
gefið blóðþynningarlyf „og morguninn
eftir var litarefni dælt í æðarnar, þá
fannst reyndar ekki blóðtappi en um-
merki um hann. Því er talið að hann hafi
losnað um nóttina eftir að mér var gefið
lyfið,“ segir Geir við Morgunblaðið.
Hann var enn með hugann við HM í
Serbíu. „Ég bjóst við að verða kannski
frá æfingum í tvo daga, í mesta lagi viku.
En æðasérfræðingur sagði mér að ég
þyrfti að vera á blóðþynningarlyfjum í 3
til 6 mánuði og að á meðan gæti ég ekki
spilað handbolta.“
Geir leikur því tæpast meira með Ak-
ureyrarliðinu í vetur. Hann má hins
vegar byrja að æfa á ný fljótlega en verð-
ur að fara varlega. Eftir að lyfjameðferð
lýkur þarf Geir mjög líklega í aðgerð til
þess að láta víkka æðarnar. Það verður
þó í fyrsta lagi fjórum vikum eftir að
hann hættir á blóðþynningarlyfjum og í
millitíðinni má hann ekki spila hand-
bolta. Það veit Geir vegna þess að hann
spurði lækninn …
Nær fullri heilsu
Ástæðan fyrir veikindunum virðist vera
sú að bein og vöðvar hafi stækkað svo
mikið á skömmum tíma að þeir þrýsti á
æð í framanverðri öxlinni, á milli við-
beins og rifbeina. Honum þykir það
undarlegt. Hann æfði reyndar gríðarlega
vel í sumar og þyngdist um nokkur kíló.
Geir hefur alltaf verið stór en hefur
styrkst mikið undanfarið.
Læknar tjáðu honum að svona nokkuð
gerðist helst hjá strákum sem væru ný-
byrjaðir að lyfta, og spurðu í hreinskilni
hvort Geir hefði notað stera. Því gat
hann samviskusamlega svarað neitandi.
Geir er vonsvikinn, svo ekki sé fastar
að orði kveðið, en lykilatriði er að eftir
að þessu ferli lýkur á hann að verða góð-
ur á ný. Veikindin eiga sem sagt ekki að
há þessari efnilegu, örvhentu stórskyttu
frekar.
Vonsvikinn en þakklátur
„Þetta eru mjög mikil vonbrigði og ger-
ist á leiðinlegum tíma; tveimur dögum
áður en liðið átti að fara út,“ segir Geir
og nefnir að honum sé ef til vill ekki ætl-
að að leika með þeim strákum sem nú
eru í landsliði 21 árs og yngri. Geir er
ekki nema 17 ára og er því í raun á fyrra
ári í landsliði 19 ára og yngri en segist
afar spenntur að leika með eldri drengj-
unum því liðið sé mjög gott. „Þetta hefði
orðið fyrsta ferðin mín með liðinu. Ég
átti reyndar að fara með þessum sömu
strákum í fyrra en þá sprakk Eyjafjalla-
jökull og við komumst ekki. Það kemur
alltaf eitthvað í veg fyrir að ég spili með
þessu liði …“
Vonbrigðin eru skiljanleg en Geir er
þó að sjálfsögðu þakklátur fyrir að í ljós
kom tímanlega hvað hrjáði hann.
Læknar segja að hefði ekkert verið að
gert og hann flogið utan hefði getað farið
illa. „Ef ég hefði ekki farið til læknis og
flogið til Serbíu hefði það getað verið
stórhættulegt. Þrýstingur er svo mikill í
flugvélinni að blóðtappinn hefði getað
stækkað og höndin orðið ónothæf. Tapp-
inn hefði líka hugsanlega getað flust í
lungað og ég hefði getað dáið. Ekkert af
þessu er þó víst; kannski hefði ekkert
gerst. En ég ætti samt að vera þakklátur
fyrir að þetta uppgötvaðist áður en ég
fór,“ segir Geir Guðmundsson.
Geir hleypir af í leik gegn Haukum í íþróttahöllinni á Akureyri fyrr í vetur.
Eins og sprengju sé kastað
Geir Guðmundsson, 17 ára handboltakappi frá
Akureyri, greindist með blóðtappa á byrjunar-
stigi og verður frá keppni næstu mánuði.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Geir Guðmundsson með foreldrum sínum, Vigdísi Rafnsdóttur og Guðmundi Geirssyni.
’
Sautján ára fólk á
ekki að fá blóðtappa í
höndina af því að
vöðvarnir stækka of hratt!“
Ljósmynd/Þórir Tryggvason