SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Qupperneq 14

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Qupperneq 14
14 9. janúar 2011 Sigríður Anna: „Það er mér að þakka eða kenna að Ragnheiður er sundkona því ég setti hana ofan í sundlaug þegar hún var sjö ára til að æfa sund og fljótlega eftir það var hún ákveðin í því að þetta yrði hennar sport. Systurnar byrjuðu í fimleikum. Þær eru báðar hávaxnar og fimleikarnir hentuðu Margréti vel en Ragga kvartaði yfir bakinu. Ég hugsaði með mér að ég vildi ekki hafa hana trampandi á leik- fimigólfum svo ég stakk henni ofan í sundlaug! Flugsynd fjögurra ára Pabbi þeirra var alltaf duglegur að fara með börnin í sund og í hverri einustu sundferð var kennsla. Þau voru öll orðin flugsynd snemma. Ég held að Ragga hafi lært að synda á Ítalíu, í Gardavatni, á ferðalagi fjölskyldunnar þegar hún var fjögurra ára. Sundið hefur auðvitað verið fyrirferð- armikið síðustu nítján árin. Það hefur alltaf verið númer eitt, tvö og þrjú hjá henni. Að æfa sund þýddi að það þurfti að vakna um miðjar nætur til þess að vera búin að æfa áður en skólinn byrjaði. Álagið að æfa sund með skóla er mikið og kannski gerir þetta enginn án þess að hafa einhvern til að hjálpa sér á hlið- arlínunni og þetta hefur bara verið gott fyrir okkur foreldrana og systkini henn- ar tvö. Öll á kafi í íþróttum Öll börnin okkar hafa verið á kafi í íþróttum. Jonni yngri bróðir hennar er golfari eins og við hjónin og Margrét eldri systir hennar var í frjálsum íþrótt- um þangað til hún var 21 árs. Við höfum öll verið samstiga fjölskyldan í sportinu og lífinu og stutt við bakið á hvert öðru. Systkinin eru ótrúlega góð við hvert annað. Þær systur voru kannski ekki alltaf spenntar fyrir hvor annarri á ung- lingsárunum en Margrét er aðeins 16 mánuðum eldri en Ragnheiður. Það er hinsvegar unun að horfa á þær í dag. Við æfðum bæði sund ég og pabbi hennar en hann fer ennþá mikið í sund en ég frekar í ræktina. Við fjölskyldan erum öll aktív og kunnum ekki að vera í leti. Það er ekki mikið legið uppi í sófa. Hún missti af ýmsu út af sundinu, hef- ur þurft að leggja töluvert á sig en fengið margt í staðinn sem hefur gefið henni og okkur fjölskyldunni mikið. Hún hefur farið á tvenna Ólympíuleika, verið á heimsmeistaramótum og ferðast mikið. Henni líður vel á ferðalögum, taskan er oft á gólfinu heima milli ferðalaga, það er ekki alltaf búið að ganga frá úr henni þegar þarf að fara að pakka niður aftur. Hún er alltaf svolítið nýkomin frá út- löndum. Það er ómetanlegt að fylgjast með henni ná þessum árangri, maður er klökkur, montinn og stoltur. Það er gaman að sjá hana ná markmiðum sín- um. Það koma líka tímar þegar það gengur ekki allt upp, lífið er ekki bara bein lína. Ragga kann að taka því og setur þá stefnuna upp á nýtt. Ragnheiður er heilsteypt manneskja, góð, blíð og ræktarsöm. Hún passar vel uppá sína og er fylgin sér og einbeitt. Hún hvikar ekkert frá því sem hún hefur tekið ákvörðun um og það geislar af henni. Ragga er leitandi og les ýmis jákvæð fræði. Hún grípur með sér það sem hún finnur gott á leiðinni. Henni hefur tekist að taka það með sér sem er upp- byggilegt. Hún hefur náð ákveðnu jafn- vægi í lífinu og farið sína eigin leiðir. Gleðin er mest í því þegar barnið manns eru farið að taka eigin ákvarðanir í sátt við sjálft sig. Þá hefur manni tekist vel upp sem foreldri. Ragnheiður var alveg ótrúlega gott barn, fyrir utan að hafa verið með maga- kveisu um miðja nótt í fjóra mánuði! Hún fylgdi í kjölfar systur sem var rosa- lega fjörug. Hún var ótrúlega þægilegt barn og aldrei heimtufrek. Hún hefur frekar bætt meira í sig en hitt. Þegar hún Bóngóð og skapandi Tengsl Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri er móðir sunddrottningarinnar Ragnheiðar Ragnars- dóttur. Þær mæðgur varpa ljósi á samband sitt, góðu stundirnar og hversdagslífið, í viðtali. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.