SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Síða 30

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Síða 30
30 9. janúar 2011 Þ ór Whitehead, prófessor, hefur með bók sinni Sovét-Ísland óskalandið, sem út kom fyrir jól, skrifað grundvallarrit, sem breytir sýn okkar á stjórnmálaþróun 20. aldarinnar á Íslandi. Með gífurlegri gagnasöfnun, sennilega í áratugi, og viðamikilli úrvinnslu heimilda sýnir hann fram á með sterkum og nánast óyggjandi rökum, að Kommúnistaflokki Íslands og síðar Sameiningarflokki al- þýðu – Sósíalistaflokknum og þeim hluta verkalýðshreyfingarinnar, sem þessir aðilar réðu yfir, var í áratugi stýrt með beinum hætti frá Moskvu. Að lítill kjarni í Kommúnistaflokknum hlaut bæði póli- tíska og hernaðarlega þjálfun í Sovétríkj- unum og beitti þeim lærdómi í pólitísk- um átökum hér. Að ofbeldisverk á götum úti svo sem í Gúttóslagnum svonefnda voru ekki sjálfsprottin viðbrögð fólks, sem fékk ekki vinnu og var fátækt heldur nýtti þessi harði kjarni það ástand sér til framdráttar. Auðvitað hefur legið fyrir vitneskja um afskipti kommúnista í öðrum löndum af íslenzkum innanlandsmálum, sem var staðfest eftir fall Sovétríkjanna, þegar skjalasöfn opnuðust þar. Afrek Þórs Whitehead er í því fólgið að ná þessum þráðum öllum saman og sýna fram á með rökum og beinum tilvísunum í heimildir, hversu skipuleg, markviss og langvar- andi þessi afskipti voru. Jafnvel þeir, sem hafa fylgzt með þjóð- málabaráttunni á Íslandi í meira en hálfa öld, kynnzt helztu þátttakendum í öllum flokkum í þeirri baráttu og átt samtöl við þá um liðna tíð standa agndofa eftir lest- ur þessarar bókar. Sögukennsla í skólum hefur ekki gefið rétta mynd af því, sem hér gerðist fyrir lýðveldisstofnun og á fyrstu árum hins unga lýðveldis. Eitt af því, sem hlýtur að gerast eftir útkomu bókar Þórs Whitehead er að sú sögu- kennsla verði endurskoðuð. Verði það ekki gert er verið að gefa nýjum kyn- slóðum Íslendinga ranga mynd af sögu þjóðar sinnar. Návígið hefur alltaf gert okkur erfitt fyrir að sjá þessa þróun í skýru ljósi. Ætt- artengslin, vináttan og persónuleg sam- skipti fólks valda því að við eigum svo erfitt með að trúa því að viðmælendur okkar hafi tekið virkan þátt í þeirri at- burðarás, sem Þór Whitehead lýsir. Og við skulum heldur ekki gleyma því, að margir þeirra gerðu það af sannfæringu. Þeir töldu sig ekki vera að svíkja land sitt og þjóð. Þeir voru að berjast fyrir því, sem þeir trúðu á en við hefðum kannski ekki að óreyndu trúað því, að þeir væru tilbúnir til að ganga jafn langt í þeirri baráttu og í ljós kemur í bók Þórs. Sjálfur var ég í æsku reglulegur gestur á heimili sumra þeirra, sem við sögu koma í þessari merku bók og á ekkert nema góðar minningar um þá. Tel reyndar að þau kynni af sjónarmiðum annarra hafi haft þroskandi áhrif fyrir mig. Síðar kynntist ég Einari Olgeirssyni og talaði töluvert við hann. Það voru ánægjuleg kynni og mér þótti mikill fengur að bók Solveigar Einarsdóttur um föður sinn, sem út kom fyrir nokkrum árum. Sú bók staðfestir m.a. þau sterku persónuleg tengsl, sem voru á milli Ólafs Thors, Engeyjarfjölskyldunnar og Einars og fjölskyldu hans. Þetta tengslanet, svo að notað sé nú- tímamál er í senn styrkur samfélags okk- ar og veikleiki á svo mörgum sviðum. Veikleikinn birtist rækilega í hruninu og aðdraganda þess. Styrkleikinn er fólginn í því, að við eigum auðveldara með að tala saman. Myndin, sem birtist í bók Þórs Whitehead af þeim Brynjólfi Bjarna- syni og Einari Olgeirssyni er staðfesting á því, sem flestir fundu á þeim tíma. Einar var aldrei fús til að ganga jafn langt og Brynjólfur en gerði það samt að verulegu leyti, þegar hann taldi sig ekki eiga ann- arra kosta völ. Þór Whitehead sýnir fram á, að það var auðvelt að taka völdin á Íslandi á árunum eftir fullveldissamninginn við Dani með ofbeldi og þurfti ekki marga menn til. Það var ekkert ríkisvald, sem stóð undir nafni. Hann sýnir líka fram á, að vopn voru ekki langt undan. Það fór fram meiri vopnasöfnun en við höfum gert okkur nokkra grein fyrir. Um skeið hafa hinir ungu þjóðernissinnar, sem hér birt- ust á vettvangi um miðbik fjórða áratug- arins orðið nokkuð öflugt mótvægi í götuóeirðum við kommúnista og haft hlutverki að gegna sem slíkir, þótt skoð- anir þeirra hlytu aldrei nokkurn hljóm- grunn, sem máli skipti. Við sem tókum þátt í að skipuleggja á pappírnum vara- liðssveitir (sem aldrei urðu nema papp- írssveitir!) í Valhöll við Suðurgötu fyrir hálfri öld, skiljum nú betur áhyggjur for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma, sem höfðu kynnzt af eigin raun of- beldi á götum úti. Það þarf að efna til umræðna um þetta grundvallarverk Þórs Whitehead. Í bók hans kemur fram hörð gagnrýni á sögu- skýringar Jóns Ólafssonar og í minna mæli Guðna Th. Jóhannessonar. Það verður fróðlegt að sjá hver andmæli þeirra verða. Þeir hljóta að svara. Þessi saga vekur líka spurningar um innra ör- yggi ríkisins. Höfum við gert viðunandi ráðstafanir í þeim efnum? En stóra myndin er alvarleg, markviss og skipu- lögð viðleitni hinnar alþjóðlegu komm- únistahreyfingar fram eftir 20. öldinni með aðstoð fámenns en harðsnúins hóps hér á Íslandi til þess að grafa undan því samfélagi, sem hér var í uppbyggingu, valda uppnámi og usla og beita ofbeldi. Hér eru menn að verki með fjárhags- legum stuðningi frá Moskvu og sam- kvæmt eins konar hernaðaráætlun, sem þar verður til og framfylgt er hér. Þessi kjarni ræður ríkjum í Sósíalistaflokknum alveg fram að stofnun Alþýðubandalags- ins 1968 og er áhrifamestur innan þess í mörg ár eftir það. Liggur ekki beint við að stofnanir inn- an Háskóla Íslands efni til umræðna um þetta grundvallarrit? Grundvallarrit Þórs Whitehead Af innlendum vettvangi ... Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Eins og svo margar ungar stúlkur lét ElizabethShort sig dreyma um frægð þegar hún kom tilHollywood um miðjan fimmta áratug síðustualdar. Henni varð að ósk sinni – enda þótt hún næði aldrei að njóta þeirrar frægðar. Short var nefnilega myrt með hrottafengnum hætti. Morðið á henni, oftast kennt við svörtu dalíuna, er eitt það dularfyllsta í sögu Bandaríkjanna og hefur aldrei verið upplýst. Það var á þessum degi fyrir 64 árum sem hin 22 ára gamla Elizabeth Short hvarf sporlaust. Hún hafði búið um sex mánaða skeið í Los Angeles og nágrenni en hvergi lengur en hálfan mánuð í senn. Fyrir vikið var ekki auðvelt að rekja slóð hennar. Síðasti maðurinn sem sá hana fyrir hvarfið var Mark Hansen, leikhúss- og næturklúbbseigandi í Hollywood, en hann gat ekki gert frekari grein fyrir ferðum ungu konunnar. Tæp vika leið, lögregla óttaðist hið versta og fékk grun sinn staðfestan þegar íbúi í Leimert Park-hverfinu í Los Angeles gekk fram á illa leikið lík í kantinum á South Norton-breiðgötu að morgni 15. janúar 1947. Líkið reyndist vera af Short. Það hafði verið höggvið í tvennt við mitti og allt blóð látið flæða úr því. Short skartaði svokölluðu Glasgow-brosi, andlitið var skorið frá munnvikum út að eyrum. Líkið hafði verið vandlega þvegið og höndunum stillt upp fyrir ofan höfuðið. Krufning leiddi í ljós að dánarorsök var blóðmissir vegna áverka í andliti og lost af völdum heilahristings. 24. janúar sendi morðinginn kassa með persónulegum eigum Short til dagblaðs í Los Angeles og degi síðar fundust veski hennar og annar skórinn í ruslatunnu. Lögregla hafði við fátt að styðjast en grunur beindist strax að Mark Hansen. Bæði var hann síðasti maðurinn til að sjá Short á lífi, svo vitað var, og svo var minnisbók merkt honum í kassanum frá meintum morðingja. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Hansen hafði aldrei notað bókina, Short hafði sjálf tekið hana til hand- argagns. Ekkert sannaðist á Hansen, sem féll frá árið 1964 án þess að ákæra væri nokkru sinni lögð fram. Fjölmiðlar fengu strax mikinn áhuga á málinu. Annars vegar vegna óhugnaðarins og hins vegar vegna þess að hvorki gekk né rak við rannsóknina. Short varð snemma þekkt sem Svarta dalían. Sumir segja að kunningi henn- ar hafi gefið henni gælunafnið sumarið áður út frá vin- sælli kvikmynd, Bláu dalíunni, en aðrir að blaðamað- urinn Bevo Means á Los Angeles Herald-Express hafi notað það fyrstur manna eftir morðið. Lögreglu gekk illa að fá glögga mynd af fórnarlambinu sem hafði búið til skiptis í Kaliforníu, Massachussetts og Flórída. Staðfest var að hún hafði misst unnusta sinn í stríðinu og sinnast við föður sinn sem bjó í Kaliforníu. Sá hafði raunar horfið sjálfur um tíma eftir efnahagshrunið mikla 1929 og verið talinn af. Sjálf hafði Short haldið því fram að hún hefði misst fóstur en krufning leiddi í ljós að hún hafði aldrei verið með barni. Illar tungur hermdu að Short hefði dregið fram lífið með vændi en rannsókn lögreglu benti ekki til þess að svo hefði verið. Annar hávær orðrómur var á þann veg að Short hefði ekki getað lifað kynlífi vegna fæðing- argalla. Krufning renndi ekki stoðum undir það. Dæmin sanna að fjöldi Bandaríkjamanna er jafnan reiðubúinn að gangast við umtöluðum glæpum en um þverbak keyrði í máli Svörtu dalíunnar, um fimmtíu manns hafa til þessa dags gefið sig fram við lögreglu. Engum þeirra var trúað. Í hópi fjölmargra sem hafa verið bendlaðir við málið má nefna þjóðlagasöngvarann Woody Guthrie og kvikmyndaleikarann Orson Welles. Hvorugur var þó yfirheyrður af lögreglu. Um tvö hundruð manns hafa gegnum tíðina legið undir grun í málinu, þar af 25 verið skoðaðir í krók og kring, og þúsundir verið yfirheyrðar. Eigi að síður er lögregla engu nær um það hver myrti Elizabeth Short. orri@mbl.is Svarta dalían hverfur Elizabeth Short var aðeins 22 ára þegar hún var myrt. ’Short skartaði svokölluðu Glas-gow-brosi, andlitið var skoriðfrá munnvikum út að eyrum. Lík Short fannst illa útleikið í kanti breiðgötu í Los Angeles. Á þessum degi 9. janúar 1947

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.