SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Page 31
9. janúar 2011 31
Karl Sigurðsson fæddist í Reykjavík 24. júlí1973, sonur leikaranna Sigurður Karls-sonar og Bergljótar Stefánsdóttur. Eldri systirhans er Elín og yngri bróðir Skúli. Æskuslóð-
ir Karls voru Hlíðarnar að frátöldum þremur árum sem
hann bjó í Lundi í Svíþjóð. Úr Hlíðaskóla lá leiðin í MH
þar sem hann sinnti félagslífinu af miklum krafti. Eftir
nokkra umhugsun að loknu stúdentsprófi tók Karl tölv-
unarfræði frá Háskóla Íslands og starfaði eftir það við
forritun og hugbúnaðarprófanir. Karl er þó fyrst og
fremst þekktur fyrir tónlist og sprell undir merkjum
Baggalúts sem gefið hefur út sex hljómplötur og heldur
úti furðufréttasíðunni baggalutur.is. Síðastliðið vor tók
hann svo sæti í borgarstjórn sem fulltrúi Besta flokks-
ins.
Þarna er ég sennilega um þriggja ára.
Strax kominn með óaðfinnanlegan fata-
smekk.
Fyrsti kvennafrídagurinn 1975. Við pabbi að skemmta
á sviðinu með hinum konunum.
Við Tobba vorum bæði jafn hissa á að við skyldum byrja saman.
Fyrsta hlutverkið var sem hjólagarpur í sjónvarpsmyndinni
Með stjörnur í skónum.
Tvítugur með Hamrahlíðarkórnum í sendiráðsveislu í Brussel.
Mjög lekker.
Baggalútur
og borgar-
fulltrúi
Myndaalbúmið
Karl Sigurðsson, baggalútur og
borgarfulltrúi, opnar myndaal-
búmið sitt að þessu sinni.
Á Ítalíu 14 ára gamall og elgtanaður. Eftir stúdentsútskrift með besta vininum.
Stuttu síðar fór okkur að vaxa skegg.
Ég og Skúli bróðir minn. Hann er stærri en
ég í dag.
Þarna er ég tiltölulega nýfæddur, sennilega afvelta
vegna ofáts. Ekki í síðasta skiptið.
Með Ellu systur í bústað móðurfjölskyldunnar. Hún þurfti oft
að halda mér föstum.
Fyrsta myndin.
Ég er þessi í bumbunni.