SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 33
9. janúar 2011 33 Það er óhætt að segja að Sunnudagsmogginn sé helgaður listum í upphafi árs.Fer vel á því á ári, þar sem listir og menning verða í öndvegi. Ekki aðeins með opnun tónlistarhúss, sem tónlistarmenn hafa barist fyriráratugum saman, heldur verða Íslendingar einnig í öndvegi á bókastefnunni í Frankfurt, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, og eru Íslendingar fyrstir Norð- urlandaþjóða til að hreppa það hlutskipti. Ástæða er til að hampa sérstaklega Sigrúnu Eldjárn, sem á 30 ára rithöfundarafmæli og er tilnefnd til barnabókaverðlauna Astrid Lindgren. Óhætt er að segja að hún hafi gætt til- veru barna lífi með teikningum sínum og sögum. „Kannski er ég bara svona barnaleg sjálf og hef aldrei orðið fullorðin,“ segir hún í viðtali sem Kolbrún Bergþórsdóttir átti við hana af þessu tilefni. „En ég er að minnsta kosti sannfærð um að ég sé að vinna afskaplega mikilvægt starf. Ég lifi í þeirri trú að ég sé að færa börnum eitthvað skemmtilegt að lesa og eitt af því mikil- vægasta sem gert er fyrir börn er að láta þau lesa eða að lesa fyrir þau almennilegar bækur. Þar með er maður auk þess að ala upp lesendur framtíðarinnar þannig að aðrir rithöf- undar hafi einhverja til að skrifa fyrir.“ Auðvitað er það svo að barnabókahöfundar á borð við Sigrúnu krydda ekki aðeins til- veru þeirra yngstu, heldur einnig foreldra sem lesa fyrir börnin sín. Oft og einatt er ekki síður mikilvægt að ala þá upp. Þá er gaman að geta teflt fram grein Halldórs Guðmundssonar um tildrög bókar sem hann skrifaði og komin er út í Þýskalandi, en þar tekur hann fyrir ævi kjarnakonunnar Mamúsku sem lifði skin og storma tuttugustu aldarinnar, „öld öfganna með sínum ótæm- andi sagnabrunni“. Nálgun hans er fróðleg er hann skrifar um hlutverk ævisagnaritarans sem „hlýtur í senn að leita leyndardóma og sætta sig við að geta ekki afhjúpað þá alla og á ekki endilega að gera það. Kver mitt um Mamúsku fjallar öðrum þræði um þetta, að líf konu eins og henn- ar, litríkt en aðeins að litlu leyti skjalfest, og ber með sér andblæ veraldar sem var, verður aldrei fangað til fulls; lesandinn verður stundum að sætta sig við reykinn af réttunum.“ Halldór stýrir undirbúningi Íslendinga fyrir bókastefnuna í Frankfurt, sem fór vel af stað í október síðastliðnum þegar Íslendingar tóku við keflinu af Argentínumönnum. Þegar er ljóst að yfir hundrað bækur íslenskra höfunda koma út á þýsku af þessu tilefni og Ísland verður í forgrunni á fjölmörgum viðburðum næsta árið. Reynsla annarra þjóða sýnir að sá árangur er langvinnur ef vel tekst til. Mamúska kallaði gesti sína börn og víst er að fólk á að hlúa að barninu í sjálfu sér – helst alla ævi. Hornsteinninn að góðu samfélagi er lagður með því að skapa börnunum góð skil- yrði, jafnt stórum sem smáum. Víst er að listir og bókmenntir víkka ekki aðeins sjónsvið þeirra og hugmyndaheim, þar nema þau jafnframt „reykinn af réttunum“. Reykurinn af réttunum „Ég lít fremur á þetta sem einhverja fýlubombu frá RÚV inn í þetta mál og eitthvert framhald á áramóta- skaupinu.“ Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, um tilboð út- varpsstjóra um kaup á sýningarrétti HM í hand- bolta. „Þegar ég sá mig fyrst í mynd þoldi ég mig ekki, langaði mest til að sparka í mig.“ Eygló Hilmarsdóttir, átján ára, sem fer með eitt af hlutverkunum í kvikmyndinni Gauragangi. „Ég verð bara að segja Aron Pálmarsson því hann er svo ung- ur, skemmtilegur og sætur. Við gætum þá gert eitthvað saman.“ Alexander Petersson, íþróttamaður ársins, spurður með hverjum úr handboltalandsliðinu hann myndi helst vilja lenda á eyðieyju. „Ég væri glöðust ef pólitíkusarnir myndu leysa þetta mál. Ég hef hins vegar samúð með þingheimi sem þarf að hressa upp á drasl fyrri tíma.“ Björk Guðmundsdóttir söngkona sem berst áfram gegn sölunni á HS Orku og fyrir eign- arhaldi þjóðarinnar á orkuauðlindunum. „Uppistandið er harður húsbóndi.“ Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari eða sviðagjammi úr hópnum Mið-Ísland. „Of harðir fyrir rokkið en of linir fyrir þungarokkið.“ Magnús Bjarni Gröndal um hljómsveit sína, We Made God. „Það verður að segjast eins og er að ég var að koma heim en fannst ég of ölv- aður til að fara að sofa. Ákvað þess vegna að fara í þennan göngutúr.“ Steinþór Stefánsson, sem bjargaði fjórum ung- mennum út úr brennandi húsi á Akureyri. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal trúðu á þessa ríkisstjórn mátt gnísta tönnum til þess að bila ekki frekar en gömlu Stalínistarnir í Ungó forðum. Síðasta og stærsta áfallið er sá hörmulegi áfellisdómur sem kveðinn er upp yfir leiðtogum þessarar ríkisstjórnar með nýjum Ice- save-samningum. Nú blasir við að fúsk vorra bestu manna hafi næstum kostað þrælana á Volgubökk- um hundrað og eitthvað milljarða. Allt sem tova- rítsj Steingrímur og hans nótar sögðu um nauðsyn þess að bæta þeim böggum á þrautpískaðar og öróttar hrygglengjur okkar reyndust áróður og lygi.“ Og síðar í hinum tilvitnuðu skrifum hafði Páll sagt: „Ég fæddist árið sem uppreisnin var gerð í Ungverjalandi. Ég hef kosið vinstriflokka í öllum kosningum sem ég hef haft rétt til að taka þátt í og stutt þeirra málstað og þeirra hugmyndir og hér lýkur minni samfylgd og mínum stuðningi.“ Það er örugglega rétt að flokkur eins og VG lifir stutt og illa ef hann missir „samfylgd og stuðning“ grasrótarinnar. Náttúra Íslands er harðsnúin eins og við finnum fyrir um þessar mundir. M.a. þess vegna er örðugt að byggja upp grasvelli til knatt- spyrnuiðkana í landinu og það er bætt upp með gervigrasvöllum. Það er skiljanlegt. En það er á hinn bóginn óskiljanlegt með öllu að forystumenn VG hafi ákveðið að snúa baki við grasrót flokksins og styðja sig framvegis eingöngu við gervigras- rótina. Eftirlaunaleyndarmálið En vegna þess sem Indriði á Skjaldfönn sagði, um að „þá rifjaðist það upp fyrir mér þegar Davíð Oddsson leiddi SJS fyrst á alvarlega glapstigu í eft- irlaunafrumvarpinu alræmda…“ skal aðeins eitt nefnt. Bréfritari hefur um áraraðir setið undir miklum árásum vegna „eftirlaunafrumvarpsins al- ræmda“. Hann hefur allt fram til þessa stillt sig um að gera grein fyrir tilurð þess máls og aðdraganda og mun enn um hríð stilla sig um það. En honum er þó nær óskiljanlegt að Geir H. Haarde hafi aldrei upplýst um tilurð málsins og hverjir höfðu að því allt frumkvæði, ekki síst eftir að SJS lagði á hann hendur í þingsal og þóttist svo árum síðar vera með brostið hjarta í brjóstinu eftir að hafa haft forystu um að draga „heiðursmanninn“ Geir H. Haarde fyrir landsdóm, fyrirbæri sem best á heima í Þjóð- skjalasafninu og starfar eftir lögum sem sjálfur sak- sóknari Alþingis telur sig ekki geta brúkað. Álftirnar teygja álkuna Morgunblaðið/Ómar

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.