SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 34
Einhverra hluta vegna virðasttölurnar ekki stemma. Nærri65% bandarískra kvenna eru ofþung og af þeim glíma yfir
35% við offitu. Samt sem áður ná há-
tískulínur fatahönnuða aðeins upp í
stærð 10.
Á þessum nótum hefst umfjöllun
Los Angeles Times um „ráðgátuna
um yfirstærðir í kvenfatatísku“
þar sem m.a. er vísað til sýn-
ingapalla á síðustu mánuðum
og bent á að á þeim hafi tág-
grannar fyrirsætur sýnt fatnað
leiðandi tískuhönnuða sem
aldrei verður framleiddur í
stærðum sem passa flestum
konum.
Sambandsleysið milli tískunnar
og raunveruleikans er stórundar-
legt á tímum þar sem verslunareig-
endur streða við að skila hagnaði,
segir greinarhöfundur, og bendir á
þá staðreynd að horrengluhugmyndir
hátískuhúsanna séu taldar að-
alsökudólgurinn þegar kemur að lé-
legri sjálfsmynd kvenna, lystarstoli og
fordómum gegn yfirþyngd.
Og það sem meira er, rannsókn frá
í fyrra sýnir að konur í yfirstærð –
sérstaklega þær yngri – vilja tísku
sem er sambærileg þeirri sem seld er
í minni stærðum. Ekki er þó útlit fyr-
ir að þessum konum verði að ósk
sinni, sé eitthvað að marka sérfræð-
inga. Hlutföllin, hagfræðin og fag-
urfræðin að baki fötum í yfirstærð nán-
ast tryggir að tíska tískufrömuða,
markaðsmanna og tískublaðamanna
muni alltaf verða höll undir hinar
grönnu.
Það að búa til falleg föt á feitlagnar
konur er flóknara en svo að það nægi að
stækka einfaldlega fötin, segja sérfræð-
ingarnir. Undir þetta tekur Linda Björg
Árnadóttir, fagstjóri í fatahönnun við
Listaháskóla Íslands, sem segir að fatn-
aður fyrir stærra fólk bjóði ekki upp á
sömu fjölbreytni og flækjustig og flíkur
fyrir þá sem grennri eru. „Vissulega er
þetta stór markaður og mikil áskorun og
t.d. er hægt að einblína á falleg efni og
munstur í svona fatnaði. Formið verður
hins vegar alltaf erfitt því þegar lík-
aminn er stór og kringlóttur þurfa fötin
að vera svo víð og efnismikil. Það er
ekki sérlega skapandi fyrir fatahönn-
uðinn því hann hefur þá ekki um mikið
að velja í formum.“
Eins og geimverur í vextinum
Raunin er sú að fatahönnuðir hafa
sjaldnast þjálfun í tækninni sem þarf til
þess að fatnaður í yfirstærðum sé í hlut-
föllum við fólkið sem á að nota hann og
passi á það. Hönnunarferlið kallar líka á
stærri gínur og mátunarfyrirsætur svo
hægt sé að fínstilla prufuflíkur á þeim og
slíkt er töluverð fjárfesting í peningum
og tíma fyrir framleiðendur og tísku-
hönnunarskóla.
Þá er það staðhæft að nemendur í
fatahönnun hafi engan áhuga á fötum í
yfirstærðum sem leiði til þess að fáir
skólar treysta sér til að bjóða upp á
mikið nám í þeim fræðum. „Ég hef verið
með einn eða tvo nemendur sem hafa
valið að teikna á konur sem eru aug-
ljóslega ávalari en hinar,“ segir Linda.
„Ef nemendur óska eindregið eftir því
að skoða þetta fá þeir tækifæri til þess.“
Í hönnunarskólum er kennt að láta
manneskjuna passa inn í klæðin, en ekki
að klæðin passi manneskjunni. Venja er
að skipta líkamanum upp í tíu hluta,
sem hver er á hæð við mannshöfuð, en
venjulegur mannslíkami er ekki nema
sjö eða átta höfuð á hæð. Lengdin frá
hné og upp í mitti er ýkt svo að leggir
manneskjunnar eru gríðarlega langir.
Búkurinn sjálfur er einnig í lengra lagi,
en allt er þetta gert til að fötin líti betur
út.
Þetta rímar vel við reynslu Lindu.
„Fatahönnuðir eru stöðugt að forma lík-
amann upp á nýtt. Í hvert sinn sem búin
er til ný lína er skapað nýtt form á lík-
amann; axlirnar eru stækkaðar eða
minnkaðar eða mittið hækkað. Tísku-
hönnuðurinn formar líkamann en ekki
líkaminn fötin. Þegar fólk er mjög stórt
er bara eitt form sem virkar.“
Hún segir þetta líka ráða því að
grannar og hávaxnar fyrirsætur eru
valdar til að sýna fatnaðinn. „Þannig er
auðvelt að sjá hvernig fatnaðurinn er
sniðinn, hvernig efnið fellur og hreyfist
þegar sýningarstúlkurnar labba eftir
pallinum. Þessir þættir sjást ekki ef flík-
in er full af holdi. Sýningarstelpurnar
eru vissulega nánast eins og geimverur í
vextinum en þær geta næstum farið í
ljót föt og þau verða flott. Það er það
sem verið er að borga fyrir.“
Linda er ekki ein um þetta viðhorf.
„Svona er hátískan,“ er haft eftir tísku-
sérfræðingi í grein Los Angeles Times
sem bendir á að fatnaðurinn á sýning-
arpöllunum sé ekki fyrir pöpulinn held-
ur yfirstéttar- og frægðarmenni. Í raun
sé þar um list að ræða sem eigi skylt við
sýningu eða leikhús. Á sama hátt séu
tískumyndir í tímaritum margunnar í
ljósmyndaforritum, fatnaðurinn sé
nældur og límdur utan á fyrirsæturnar
og honum margbreytt. Þær klæðist hon-
um ekki þægindanna vegna.
Samt sem áður virðast konur setja sig
æ meira í þeirra spor, ekki síst með til-
komu raunveruleikaþátta á borð við
America’s Next Top Model og Project
Runaway þar sem venjulegar stúlkur
umbreytast í fyrirsætur nánast yfir nótt.
Fyrirsætur eru því ekki lengur fjarlægar
og óvenjulegar fyrirmyndir – mjónu-
myndin er allt um kring og hefur um-
breyst í „normið“ – hið eðlilega í augum
okkar. Og kúrfulaga kroppurinn er orð-
inn hið óeðlilega.
Tískuheimurinn hefur reynt að svara
slíkum gagnrýnisröddum með því að
kynna til sögunnar fyrirsætur í yfirvigt
– „plus-size models“ – en fengið jafnvel
enn meiri gagnrýni á sig fyrir vikið.
Þannig vilja margir meina að það sé
ekkert nema sölubrella að stilla upp
einni og einni íturvaxinni fegurðardís
Horrenglu-
hugmyndir
hátísku-
húsanna
„Tískuhönnuðurinn formar líkamann en ekki líkaminn fötin,“ segir Linda Björg sem er fagstjóri í fatahönnun.
Morgunblaðið/Ernir
Tíska
Hvers vegna er markaðurinn fyrir
fatnað á íturvaxnar konur ekki stærri?
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is