SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Page 41
9. janúar 2011 41
Lífsstíll
Byrjun janúar og ég sit við skrifborðið mitt oglít angistarfullum augum upp í loftið. Inn-blásturinn minn hlýtur að vera þarna ein-hvers staðar. Það bara hlýtur að vera! Nema
ég hafi týnt honum. Kannski undir jólatrénu, eða ofan
í konfektkassanum eða ætli hann sé
heima kúrandi uppi í rúmi þar sem
ég vildi helst vera? Í janúar væri
upplagt að skapa Jamaica-stemn-
ingu á Íslandi. Selja gegn vægu gjaldi
aðgang að vel upphituðu og upp-
lýstu húsi með sandi á gólfinu. Þar
mætti sitja, spjalla, leggja sig, fá sér
að drekka, dansa, borða ... Allt sam-
an í hlýju og notalegu umhverfi.
Þarna inni mætti jafna sig á jan-
úarblúsinum, komast út úr syk-
urkóma jólanna og almennt láta sér
líða betur. Opið væri til, ja, mars eða apríl og þá
mætti hleypa fólki út aftur í birtuna og komandi vor.
Ég held að þetta væri ekkert svo slæm hugmynd en
hún myndi sjálfsagt ekki ganga upp nema í útópísku
samfélagi þar sem allir gætu hagað tíma sínum að
vild. Svona í alvöru talað þá er þessi árstími líka ekk-
ert alslæmur þó honum fylgi hjá mörgum eitthvert
slen
og þyngsli sem stundum er ekki hægt að festa
hendur á. Í raun er janúar, sem oft virðist óendanlega
langur, kjörinn mánuður til að bjóða vinum sínum í
brunch eða kvöldmat, fara á tónleika og nota letilega
sunnudaga í bíóferðir. Um leið er þetta líka góður
tími til að velta fyrir sér því sem
framundan er og hverju mann langi
að áorka. Ákveðin ró færist yfir eftir
hátíðarnar og allt í lagi að leyfa sér
stundum að liggja bara með tærnar
upp í loft. Það má líka ekki mikla
fyrir sér hlutina og gott að muna að
góðir hlutir gerast hægt. Væntingum
og þrám nýja ársins getur fylgt
nokkuð tilfinningarót. Hvernig ætl-
um við annars að ná að gera allt
þetta sem gera þarf og halda öll ára-
mótaheitin? Órói grípur um sig og
okkur finnst allt í einu eins og við höfum ekki nægan
tíma þó heilt ár sé framundan. Þá er um að gera að
taka ró sína og gleði á ný og til þess er mikilvægast að
geta lifað í núinu. Hættum að bíða og velta okkur upp
úr hlutunum, verum frekar og gerum og njótum þess
að vera til. Tökum einn dag í einu, barnaskref og
hættum að horfa lengst fram í tímann. Þannig gengur
yfirleitt allt miklu betur.
Janúar-
kósíheit
Ó, æ, janúar er kominn, jólin
búin og ekkert framundan. En
bíðið nú aðeins við. Þetta þarf
alls ekki að vera svo slæmt!
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Í janúar dreymir marga um sól og sumaryl en í raun er ósköp stutt í vorið og sumarið.
Morgunblaðið/Ernir
’
Í janúar væri
upplagt að skapa
Jamaica-
stemningu á Íslandi.
Selja gegn vægu gjaldi
aðgang að vel upphit-
uðu og upplýstu húsi
með sandi á gólfinu.
Janúar er rétti mánuðurinn til að draga fram gömlu,
góðu uppskriftabókina hennar ömmu eða mömmu og
elda alvöru heimilismat eins og þann sem við eigum
bernskuminningar um. Kjötbollur eða falskur héri, já
eða súpur og allt slíkt sem yljar að innan er það sem
við ættum að borða í janúar. Til að gera þetta enn þá
betra getum við svo hreiðrað um okkur í sófanum fyrir
framan sjónvarpið. Dregið sængina yfir okkur og gætt
okkur á rjúkandi heitri súpu. Endirinn á löngum skóla-
eða vinnudegi í janúar gerist varla betri.
Hlýtt og nærandi
Rjúkandi heit súpa er afar góð á köldum janúarmorgni.
Morgunblaðið/Ómar
Það getur verið mjög erfitt
að komast út úr rúminu á
þessum árstíma þegar
dimmt er úti. Reyndar er
um leið mikilvægt að
muna að von bráðar fer
daginn að lengja. En með-
an myrkrið umlykur okkur
þá er mikilvægt að reyna
að venja sig á góða svefn-
rútínu og fara snemma að
sofa. Reyndu líka eins og
þú getur að nota helgar
eða aðra frídaga til að
vinna upp svefn. Jafnvel
bara leigja þér sumarbústað og hreiðra þar um þig í
mestu rólegheitum, lesa, sofa og hafa það náðugt.
Eins er afar mikilvægt fyrir þá sem varla ranka við sér
fyrr en undir hádegið að taka sér góðan tíma á morgn-
ana. Það er ekkert skemmtilegt að rjúka út í kuldann
næstum nýstaðin/n upp úr rúminu. Gefðu þér frekar
góðan tíma til að fara í heita og góða sturtu, fá þér
morgunmat og kaffi eða te til að kveikja á kerfinu.
Þannig ættir þú að vera aðeins betur tilbúin/n til að
fara út í daginn og takast á við verkefni hans.
Góður svefn í myrkrinu
Góður kaffibolli er nauð-
syn á morgnana.
Morgunblaðið/Eggert
Það er víst kominn janúar og nýtt ár
farið að lötra af stað. Þú veist að
þessi árstími er genginn í garð því að:
Það gerist eins og næstum því
sjálfkrafa að líkamsræktarstöðvarnar
fyllast af fólki. Mörgum finnst nóg
komið af ofáti og sófaleti og ætla nú
heldur betur að gera hreint fyrir sín-
um dyrum.
Þú fellur alla vega einu sinni í
nammibindindinu þegar þú uppgötvar
nokkra konfektmola sem hafa orðið
eftir inni í skáp. Það er ekki annað
hægt en að klára þá með bókinni
sem þú fékkst í jólagjöf.
Fólk fyllir matarkörfuna af ávöxt-
um, grænmeti og hollum vörum. Nóg
er komið af gosi og nammi í bili og
það nú bara leyft um helgar.
Sumir taka sér áfengishlé í jan-
úar til að hreinsa líkamannn enn þá
betur eftir hátíðarnar og algengt er að
fólk hætti að reykja.
Þú laumast til að horfa á uppá-
halds jólamyndina þína af því að jólin
geta jú bara ekki verið búin svona
fljótt. Svo spilar þú nokkur góð jóla-
lög eins og til að setja punktinn yfir i-
ið og hoppar um stofuna.
Þú ert dálítið angurvær og enn í
hálfgerðri jólavímu en um leið von-
góð/ur um að gott og skemmtilegt ár
sé framundan.
Áramótaheitin eru komin á blað
eða í tölvuskjal. Nú er bara að bretta
upp ermarnar og standa sig!
Stolist og
laumast
Í janúar fara margir að borða hollara þó konfektið sé enn lokkandi.