SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Page 44
44 9. janúar 2011
A Feast for Crows - George R.R. Martin bbbbn
Fantasíubækur eru meðal þeirra bókmennta sem seljast mest í heim-
inum í dag ásamt vísindaskáldskap. Ef mig misminnir ekki eru aðeins
ástar- og spennusögur sem seljast meira en sögur af geisla- og
galdrasverðum. Langstærstur hluti fantasíugeirans er hins vegar
mesta rusl þar sem höfundar virðast halda að
nægilegt sé að hrista saman álfa, dverga og galdra
með einum eða tveimur drekum til að búa til góða
sögu.
Sem betur fer eru hins vegar undantekningar þar á
og síðustu ár hafa tvær seríur borið höfuð og
herðar yfir annað sem á boðstólum er fyrir unn-
endur góðrar fantasíu.
Fyrst ber að nefna A Song of Ice and Fire eftir
bandaríska rithöfundinn George R.R. Martin. Serí-
an segir frá borgarastríði í ímynduðum miðaldaheimi, þar sem kon-
ungsdæmið sekkur í blóðugt borgarastríð eftir dularfullan dauðdaga
kóngsins. Martin hefur sjálfur sagt að hann hafi sótt töluvert í Ró-
sastríðin ensku þegar hann var að skapa heiminn og söguna, en per-
sónurnar eiga margar meira sameiginlegt með morðóðum og svik-
ulum meðlimum ítalskra aðalsætta. Gagnrýnandi breska blaðsins
Guardian sagði að í bókinni væru persónur sem væru svo eitraðar að
þær gætu borðað hina alræmdu Borgia-fjölskyldu í morgunmat. Sag-
an er sótsvört og gríðarlega spennandi og lesandinn þarf að vera ansi
kaldrifjaður til að sleppa ósnortinn frá lestri bókanna. Nýjasta bókin í
flokknum heitir A Feast for Crows og er verðugur arftaki þeirra sem á
undan gengu. Aðdáendur bókanna geta svo huggað sig við að þrjár
bækur eiga eftir að koma út og að bandaríska sjónvarpsstöðin HBO er
að klára framleiðslu á sjónvarpsþáttum, byggðum á bókunum.
Dust of Dreams - Steven Erikson bbbbm
Önnur sería sem fyllilega stenst samanburðinn við
bækur Martins er Malazan Book of the Fallen eftir
kanadíska mann- og fornleifafræðinginn Steven
Erikson. Erfitt er að lýsa efni bókanna, en þær
gerast í ímynduðum heimi þar sem guðir og goð-
sagnakenndar skepnur ganga um heiminn og
blanda sér í málefni konungs- og keisaradæma.
Dauðlegir einstaklingar taka illa í þessi afskipti og
milli þess sem þeir berjast sín á milli þá rífast þeir
og slást við hina afskiptasömu guði. Sérþekking
Eriksons í mannfræði gagnast honum vel, en lýsingar hans á ímynd-
uðum þjóðum og þjóðflokkum og trú þeirra og menningu eru afar vel
útfærðar. Dramatíkin í bókum Eriksons er öll stórbrotnari og epískari
en hjá Martin, þar sem persónulegt drama leikur stærra hlutverk.
Þegar hafa níu bækur komið út í seríunni og er aðeins ein eftir, en fé-
lagi Eriksons, Ian Cameron Esslemont, sem skapaði heiminn með
honum, er byrjaður að skrifa bækur í sama heimi sem lofa góðu.
Dust of Dreams er áðurnefnd níunda bók í flokknum og heldur áfram
frásögninni af baráttu manna og hálfguða við hinn geðveika og
valdasjúka Bæklaða Guð. Bækur Eriksons, eins og reyndar Martins
líka, eru grundaðar í mjög tragískri sýn á heiminn og á mannlegt eðli
og eru frábært dæmi um sótsvarta fantasíu.
Erlendar bækur
Eymundsson
1. Caught - Harlan Coben
2. Deeper Than the Dead -
Tami Hoag
3. Worst Case - James Patter-
son
4. The Five Greatest Warriors -
Matthew Reilly
5. The Wedding Girl - Made-
laine Wickham (Sophie Kin-
sella)
6. Freedom - Jonathan Fran-
zen
7. Innocent - Scott Thurow
8. Purge - Sofi Oksanen
9. The Chronicles of Narnia -
C.S. Lewis
10. The First Rule - Robert Crais
New York Times
1. Dead or Alive - Tom Clancy
& Grant Blackwood
2. The Confession - John Gris-
ham
3. Cross Fire - James Patter-
son
4. The Girl Who Kicked the
Hornet’s Nest - Stieg Lars-
son
5. Full Dark, No Stars - Steph-
en King
6. Freedom - Jonathan Fran-
zen
7. Port Mortuary - Patricia
Cornwell
8. The Help - Kathryn Stockett
9. Squirrel Seeks Chipmunk -
David Sedaris
10. Fall of Giants - Ken Follett
Waterstone’s
1. Jamie’s 30-minute Meals -
Jamie Oliver
2. A Week in December - Seb-
astian Faulks
3. One Day - David Nicholls
4. The Fry Chronicles - Steph-
en Fry
5. Awakened - P.C. Cast &
Kristin Cast
6. Sister - Rosamund Lupton
7. Life and Laughing - Michael
McIntyre
8. Life - Keith Richards
9. The Return: Midnight - L.J.
Smith
10. Kitchen: Recipes from the
Heart of the Home - Nigella
Lawson
Bóksölulisti
Lesbókbækur
Allir einræðisherrar haga sér eins. Þeirkoma styttum af sjálfum sér fyrir áhverju torgi og fyrirskipa að myndir afþeim skuli hanga á hverju heimili. En
Kim Il-sung, forseti Norður-Kóreu, tók þetta allt
saman skrefinu lengra. Hann áttaði sig á því að til
að ná fullu valdi yfir þjóðinni þyrfti hann að not-
færa sér mátt trúarbragðanna. Hann lét loka
kirkjunum, banna Biblíuna og fjarlægja allt það
sem með einhverjum hætti gæti minnt á kristni.
Síðan kynnti hann annan guð til sögunnar: Sjálfan
sig.
Þetta gerðist ekki á einni nóttu. Heilaþvott-
urinn stóð yfir árum og áratugum saman. Kynslóð
fram af kynslóð. Í fyrstu fóru fjölmiðlarnir, undir
hans stjórn, að tala um hann og son hans og til-
vonandi arftakann Kim Jong-il í sífellu. Segja frá
atvikum þar sem þeir komu við sögu sem gátu í
raun ekki verið túlkuð nema sem kraftaverk.
Snjór bráðnaði og blóm blómstruðu þar sem þeir
gengu. Og þetta var aðeins byrjunin.
Í bókinni Nothing to Envy - real lives in
North Korea, sem kom út í haust, segir banda-
ríski blaðamaðurinn Barbara Demick frá bældri
þjóð sem umheimurinn hefur gleymt. Demick
byggir bók sína m.a. á viðtölum við fjölda flótta-
fólks og eigin upplifun en hún hefur lengi verið
fréttaritari Los Angeles Times og búið í Suður-
Kóreu.
Virðingarvert að njósna
Eftir valdatöku Kim Il-sung var komið upp þéttu
neti njósnara í landinu. Í sérhverju fjölbýlishúsi
var einhver sem njósnaði um nágranna sína og gaf
stjórnvöldum skýrslu. Börn voru hvött til að
klaga foreldra sína. Bannað var að ferðast, svo
mikið sem milli húsa, án sérstaks leyfis. Skylda
var að bera barmmerki með andliti leiðtogans,
hafa myndir af þeim feðgum uppi á vegg og dusta
ryk af þeim með sérstökum klút. Stjórnvöld áttu
(og eiga) alla fjölmiðla og stjórnuðu alfarið upp-
lýsingaflæði til landsins. Fréttir af illsku Suður-
Kóreubúa og Bandaríkjamanna voru tíðar. Allar
kvikmyndir sem sýndar voru fjölluðu um gæsku
feðganna og gleðina sem fylgdi kommúnism-
anum.
Margt smátt gerir vissulega eitt stórt. Þjóðin
varð bældari með hverri kynslóð. Hvergi var
óhætt að ræða opinskátt um skoðanir sínar. Því
var best að þegja og vera stilltur.
En að því kom að hjól efnahagslífsins stöðv-
uðust og það dimmdi yfir Norður-Kóreu í orðsins
fyllstu merkingu þar sem rafmagn var af skornum
skammti. Á tíunda áratugnum var matarskortur
orðinn tilfinnanlegur. Á meðan á þessum hörm-
ungum stóð lést leiðtoginn mikli, Kim Il-sung.
Mörgum kom reyndar á óvart að maðurinn væri
allur, því var hann einmitt það, maður, en ekki
guð?
Upprisa ekki útilokuð
Áróðursvélin fór á yfirsnúning. Fleiri styttum af
leiðtoganum mikla var komið fyrir á torgum. Þar
átti fólk að koma saman og syrgja. Ákveðið var að
forsetinn skyldi halda titlinum fram yfir andlátið.
Dagatalinu var breytt, tímatalið hófst nú á fæð-
ingarári Kim Il-sung en ekki Krists. Í kvikmynd
sem sýnd var um allt landið skömmu eftir að
hann dó var gefið í skyn að Kim Il-sung myndi
snúa aftur ef þjóð hans syrgði af nægri innlifun.
Þjóðin var svo beygð af hungri, hafði svo lengi
verið alin upp við dýrkun feðganna að uppreisn
var ekki möguleg. Í þrjár kynslóðir hafði fólkið
kynnst því að mótmælti það einhverju sem frá
valdhöfunum kom, yrði refsingin hörð og myndi
ná til foreldra þeirra og barna. Að flýja kom því
sjaldnast til greina. Þá áhættu tóku þó einhverjir
og í Nothing to Envy er talað við marga Norður-
Kóreumenn sem hafa flúið heimalandið síðustu
tvo áratugi.
En lífið sem beið þeirra í Suður-Kóreu var ekki
það ævintýri og sá griðastaður sem flestir von-
uðust eftir. Tungumálið var ekki lengur eins,
matarvenjur voru orðnar allt aðrar og útlit fólks-
ins ólíkt enda Suður-Kóreumenn vel aldir í ára-
tugi á meðan frændur þeirra í norðri höfðu liðið
mikinn skort. Í sextíu ár hafði Suður-Kórea fetað
allt aðra leið, var vestræn og framandi. Flótta-
fólkið var flest án allrar menntunar, átti erfitt
með að fá vinnu og fóta sig í nýja landinu.
Kim Jong-il var enn við völd í fyrra, líklega
síðasti einræðisherrann sem tuttugasta öldin gat
af sér. Myndir af arftakanum og syninum Kim
Jong-eun áttu að vera komnar upp á vegg á norð-
urkóreskum heimilum fyrir áramótin. Og barm-
merkin á brjóstkassann fljótlega.
Leiðtoginn Kim Il-sung heilsar þjóð sinni á öllum torgum borga og bæja Norður-Kóreu enn þann dag í dag.
Reuters
Öruggast að þegja
og vera stilltur
Stórundarlegir þessir Norður-Kóreumenn. Fylkja sér um
valdasjúka einræðisherra sem hafa kallað hungursneyð
yfir þjóð sína oftar en einu sinni. Hvers vegna lætur fólkið
allt þetta yfir sig ganga? Hvers vegna flýr það ekki land?
Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is