SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 6
6 22. maí 2011 „Ég er í mikilli geðshræringu núna en fagna dómsúrskurðinum sem var að falla, biðin hefur verið löng. Gleymum því þó ekki að málinu er hvergi nærri lokið. Allt sem ég get hugsað um núna er Stephen og að réttlætið nái vonandi fram að ganga. Þetta hefur verið löng og ströng barátta,“ sagði móðir Stephens Lawrence, Doreen, fyrir utan dómshúsið í vikunni. Hún notaði tækifærið til að þakka eftirlifandi börnum sínum, Stuart og Georginu, ómetanlegan stuðning en málið hefur að vonum tekið sinn toll af fjölskyldunni. Do- reen er til að mynda skilin við föð- ur barnanna, Neville. Hann býr nú á Jamaíka, þar sem hjónin fædd- ust bæði, en var viðstaddur dóms- úrskurðinn. „Nú er ég mjög ánægður og get andað léttar. Ég var mjög tauga- óstyrkur í gærkvöldi,“ tjáði hann fjölmiðlum. Doreen Lawrence hefur að miklu leyti helgað líf sitt minningu sonar síns og veitir nú Stephen Lawrence-stofnuninni forstöðu en hlutverk hennar er að styðja ungt fólk til náms í arkitektúr. Vonandi nær réttlætið fram að ganga Doreen Lawrence leggur blómsveig þar sem sonur hennar var myrtur. U pplýst var í Lundúnum í vikunni að tveir menn, Gary Dobson og David Norris, hefðu verið teknir höndum og yrðu síðar á árinu dregnir fyrir dóm grunaðir um morðið á ungum blökkumanni, Stephen Lawrence, árið 1993. Um er að ræða eitt umtalaðasta óleysta morðmálið í Bretlandi á síðari árum en margt bendir til þess að Lawrence hafi verið myrtur fyrir það eitt að vera dökkur á hör- und. Sérstakan úrskurð áfrýjunarréttar þurfti í til- viki Dobsons en dómstólar sýknuðu hann og tvo aðra menn af glæpnum árið 1996, þar sem ekki voru nægar sannanir fyrir hendi. Rík ástæða þarf að vera til að ákæra mann í tvígang fyrir sama glæpinn og rökstuddi saksóknari mál sitt með þeim hætti að ný lífsýni, tekin af jakka og peysu Dobsons, bentu ótvírætt til sektar hans. Áfrýj- unarréttur kvað upp úrskurð sinn á miðvikudag en fordæmi fyrir því að svokallaðri „double jeop- ardy“-reglu sé hnekkt í breskri réttarsögu má víst telja á fingrum annarrar handar. Norris lá undir grun við frumrannsókn málsins en hefur ekki í annan tíma verið ákærður fyrir morðið. Málið á hendur þeim Dobson verður tekið fyrir í nóvember. Dobson og Norris voru handteknir í september á síðasta ári en saksóknari hélt þeim upplýsingum vísvitandi frá fjölmiðlum þar til nú í vikunni vegna rannsóknarhagsmuna. Alla tíð angað af kynþáttahatri Eftir að Dobson og félagar voru sýknaðir lá rann- sókn málsins niðri í áratug. Að áeggjan fjölskyldu Lawrence ákvað lögregla að taka málið upp að nýju árið 2006, meðal annars með áherslu á líf- sýni. Sú vinna hefur nú loks skilað árangri. Málið hefur alla tíð angað af kynþáttahatri og frétta- skýrendur fullyrða að það hafi varpað skugga á samskipti hvítra og svartra í Bretlandi. Að kvöldi 22. apríl 1993 var Stephen Lawrence, átján ára nemi, að bíða ásamt félaga sínum, Du- wayne Brooks, eftir strætisvagni í Eltham í suð- austurhluta Lundúna þegar hópur hvítra pilta á sama reki nálgaðist þá með fúkyrðum og ögrandi háttalagi. Því næst réðust þeir á tvímenningana. Brooks komst undan á hlaupum en Lawrence var stunginn í tvígang með eggvopni. Að því búnu létu árásarmennirnir sig hverfa. Lawrence staul- aðist á fætur og reyndi að hlaupa á eftir félaga sín- um. Hann hneig niður aftur og lést skömmu síðar af sárum sínum á sjúkrahúsi. Í úrskurði áfrýjunarréttar í vikunni kom fram að nýju sönnunargögnin tækju ekki af öll tvímæli um það að Dobson hefði stungið Lawrence til bana en þau eigi á hinn bóginn að gefa dómnum tilefni til að meta hvort Dobson og Norris hafi verið í hópnum sem veittist að Lawrence og Brooks með þessum skelfilegu afleiðingum. „Haldi nýju gögnin vatni munu þau sýna fram á að Dobson var mjög nálægt Stephen Lawrence þegar ráðist var á hann og eftir að hann var stung- inn. Sú nálægð getur varla verið tilviljun,“ segir í dómsorði. Lögmaður Dobsons, Timothy Roberts, ber brigður á nýju sönnunargögnin og telur ólíklegt að þau haldi fyrir dómi. Augljóst sé að þau hafi spillst á þessum langa tíma. „Varðveisla þessara sönn- unargagna getur ekki staðist ýtrustu kröfur.“ Ákærður að nýju fyrir sama glæp Vatnaskil í einu frægasta óleysta morðmáli Bretlands Hinn myrti, Stephen Lawrence var aðeins átján ára þegar hann lést. Hinir ákærðu í málinu: Gary Dobson og David Norris. Dobson kemur nú aftur fyrir dóm vegna glæpsins. Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Stephen Lawrence fæddist 13. september 1974, elstur þriggja systkina, og var því að- eins átján ára þegar hann var myrtur. Hann var afburða- námsmaður og hafði sýnt áhuga á að nema arkitektúr í framtíðinni. Lawrence var vel liðinn, guðhræddur, eins og allt hans fólk, og þótti liðtæk- ur í íþróttum. Afburða- námsmaður –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 3. júní NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 30. maí. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna sumarið 2011 í förðun, snyrtingu, sólarkrem- um og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. Tíska & förðun SÉRBLAÐ

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.