SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Síða 13

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Síða 13
22. maí 2011 13 L itla eyjan í norðri, Ísland, sem einungis hefur u.þ.b. helming íbúa Cochabamba, svaraði bænum stúlknanna í Madre de Dios með rausnarlegu framlagi fjölda ein- staklinga en undirrituð hafði leitað heim eftir frjáls- um framlögum til að framlengja dvöl sína með stúlkunum í athvarfinu, meðal annars í grein hér í Sunnudagsmogganum. Madre de Dios er stúlknaathvarf sem rekið er af kaþólskum samtökum sem bera nafnið Amanecer. Allir yfirmenn athvarfsins eru nunnur sem hafa ver- ið þarna svo áratugum skiptir. Í Madre búa hátt í 70 börn og unglingsstúlkur í þröngum húsakynnum þar sem er enginn garður eða útisvæði, en sumar stúlknanna fara ekki út fyrir veggi athvarfsins svo vikum eða mánuðum skiptir nema í sunnudags- messuna. Ástæður veru þeirra í athvarfinu eru mjög einstaklingsbundnar en margar eru þarna vegna grófs ofbeldis og misnotkunar af hendi sinna nán- ustu. Framlagið frá Íslandi hefur vakið töluverða athygli bæði innan Madre de Dios sem og utan og hefur undirrituð í kjölfarið fengið fjöldann allan af áhuga- verðum spurningum um land og þjóð. Flestir eiga bágt með að trúa því að einstaklingar sem ekki þekkja viðkomandi neitt hafi gefið peninga en nunnurnar sem vinna í Madre kinka hins vegar kolli og segja þetta allt guði að þakka. Sjálf átti ég ekki von á að svo margir myndu svara kalli mínu, vitandi hvernig ástandið er heima og að mörg heimili hafa mátt herða sultarólina. Það kom því afar skemmti- lega á óvart og gladdi hjarta mitt að sjá að við höfum ekki gleymt því að margt smátt gerir eitt stórt og ekki þarf mikið til að gera tilveru annarra bærilegri. Margar komnar með kærasta Annars hefur lífið í Madre á undanförnum vikum verið ansi skrautlegt. Flestar af unglingsstelpunum mínum, 18 unglingar á aldrinum 12 til 17 ára, eru nefnilega komnar með kærasta, við litla hrifningu nunnanna. Nunnurnar hafa sitthvað til síns máls enda séð margt á þeim 20 árum sem athvarfið hefur verið starfandi. Mér finnst þær hins vegar vera afar strangar í þessum ástamálum stelpnanna enda er svo komið að þær mega ekki einu sinni labba einar með kærustunum sínum heim úr skólanum. Ég gef stelpunum mínum hins vegar mikið hrós fyrir hug- rekkið en þær eru að reyna allar leiðir til að blíðka nunnurnar. Nýjasta leiðin er að opinbera sambandið og fá kærastana í heimsókn til Madre, að tala við yf- irmennina um leyfi til að hittast. Það hefur samt ekki gengið eftir enda flestir strákarnir sem eru í kringum stelpurnar frá brotnum heimilum sjálfir og hafa margir harða reynslu af götulífinu og fíkniefna- heiminum í Bólivíu. Ég skil stelpurnar mínar samt afar vel, man svo vel eftir þessum tíma þegar maður var 12-13 ára og ástfanginn upp fyrir haus, skrifandi ástarbréf á milli og dreymandi um hvert andartak sem drauma- prinsinn veitti manni athygli. Á móti kemur að veruleikinn hérna er ansi miklu harðari en heima á Íslandi. Bara á þeim tíma sem ég hef verið hérna, sem er rétt um ár, eru tvær stúlknanna minna, sem báðar struku úr athvarfinu, ófrískar. Önnur þeirra bjó á götunni um tíma, en er sem betur fer komin inn á heimili núna. Við vitum ekki hvar hin stúlkan er. Hvað er getnaðarvarnarpilla? Fréttirnar af þessum tveimur stúlkum fengu mig til að setja í gang leynilega kynfræðslu en hún er lítil sem engin hérna, engin í skólanum og afar lítil í at- hvarfinu. Almenningur í Bólivíu virðist yfirhöfuð ekki vita mikið um þessi mál og enda þótt kyn- sjúkdómar séu mjög algengir og eyðni grasseri er þetta mikið feimnismál. Fólk fer ekki í læknisskoðun og smokkar þykja dýrir. Sem dæmi fór ein þýsk vin- kona mín til læknis um daginn og hjúkrunarkonan spurði hana hvað getnaðarvarnarpillan væri! Ég er ekkert viss um að nunnurnar séu hrifnar af einkakennslunni minni og því er ég ekkert að spyrja þær um leyfi. Ég hef séð svo lengi hve mikið skortir á fræðslu um líkamann, sambönd og hitt kynið að ég get ekki setið á mér lengur. Stelpurnar verða auðvit- að rauðar og bláar í framan þegar ég sest niður með þeim en ávallt koma einhverjar spurningar upp sem hvílt hafa á þeim. Þetta er því klárlega ekki til einsk- is gert. Auk strákadramans er mikill órói í stelpunum mínum þessa dagana. Margar í hópnum mínum eru búnar að vera ansi lengi í Madre án þess að nokkuð hreyfist í þeirra málum. Ein af stelpunum hefur beð- ið í meira en ár eftir að móðir hennar sæki hana en hún strauk að heiman vegna ofbeldis af hendi föður síns. Stelpuskinnið vill hins vegar fara aftur heim en það síðasta sem við heyrðum frá móðurinni var að best væri fyrir hana að vera í athvarfinu. Önnur hjá mér fær ekki að fara heim vegna þess að móðirin er enn með kærastanum sínum sem mis- notaði stelpuna. Mamman er hins vegar hætt að reyna að fá dótturina heim. Og ein var tekin af móð- ur sinni sem barði hana og fór með hana líkt og þræl en faðirinn yfirgaf heimilið áður en hún fæddist. Hún er nýorðin 12 ára. Upplýsingar um Madre de Dios og samtökin Am- anecer má finna á heimasíðu samtakanna: http://www.amanecer-bolivia.org/ Fleiri sögur frá Madre de Dios og lífi mínu í Bólivíu má finna á heimasíðu minni: www.karlsdott- ir.blogspot.com. Í verðlaun fyrir að hafa gert falleg armbönd og hálsfestar til að selja á afmælishátíð Amanecer, bauð Berglind Rós vinnings- höfum í naglalökkum en engin af þeim hafði áður prófað að láta fagfólk lakka á sér neglurnar.  Ein af stelpunum hennar Berglindar með lyklakippur sem stelpurnar föndruðu fyr- ir afmælishátíð Amanecer. Kynfræðsla sem nunn- urnar vita ekki um Það urðu mikil fagnaðarlæti hjá unglingsstelpunum í Madre de Dios-stúlknaathvarfinu í borg- inni Cochabamba í Bólivíu þegar þeim voru færðar þær gleðifréttir að bænum þeirra hefði verið svarað og að sjálfboðaliðinn þeirra væri ekki á förum í bráð. Berglind Rós Karlsdóttir  Berglind Rós Karlsdóttir ásamt stelpunum sínum í athvarfinu í Bólívíu.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.