SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Page 14

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Page 14
14 22. maí 2011 R egína bíður í dyrunum með páfagaukinn á handarbakinu, kyssir hann á kollinn. Hann heitir Bjartur og fagnar gestum með blístri. Þessi glaðlega átta ára stelpa fer svo með hann inn í herbergi, þannig að hann trufli ekki samræðurnar, og heldur áfram að leika við yngri bróður sinn, Gunnar Hrafn eða Krumma. Systkinin koma þó reglulega út úr herberginu og hlusta á samræður fullorðna fólksins, laumast í kanilsnúðana og svala um leið forvitninni. Full- orðna fólkið er nefnilega að tala um reynsluheim sem hverfist um þau. Vísbending um það er örlítill blóðblettur á bol Krumma. „Hann er með brunn,“ segir Signý móðir hans til skýr- ingar. „Það er álbrunnur undir plástri sem græddur er undir húð og notaður fyrir öll lyf, blóðgjafir og blóðprufur.“ Svo biður hún son sinn ljúflega að fara í hreinan bol. Áfallið dynur yfir Dagurinn 25. janúar árið 2010 líður Signýju og Sveini aldrei úr minni. „Já, hann var eftirminnilegur,“ segir Signý. „Hann hafði verið veikur, með flensueinkenni og hitavellu í viku áður en hann greindist. Og var með svo mikinn höf- uðverk að okkur var farið að gruna að hann væri með barnamígreni. Svo allt í einu var hann hættur að stíga í annan fótinn og farinn að fá dökka og svarbláa stóra mar- bletti á fæturna. Þá var mig farið að gruna að hann væri kominn með sýkingu í fótinn og þyrfti að fá lyf við því. Þannig að við fórum með hann til læknis á laugardegi.“ „Læknirinn sagðist hafa séð mörg veik börn og frísk börn og að það virtist ekkert að honum,“ segir Sveinn. „Ég fór því ekki í blóðprufu fyrr en á mánudeginum,“ segir Signý. „Hálftíma síðar var hringt í okkur og við beð- in að koma strax upp á spítala. Við vorum ennþá al- gjörlega grunlaus þó að hringt væri svona snemma. Já, já, þetta væri örugglega sýking í fætinum. Svo komum við á spítalann og furðum okkur á því hvað læknirinn sem tek- ur á móti okkur er þurr á manninn og alvörugefinn. Eftir á áttuðum við okkur á því að hann vissi þetta allan tím- ann.“ „Okkur fannst að hann gæti leyft sér að brosa aðeins, hann ynni á barnaspítala!“ segir Sveinn brosandi. „Svo kemur krabbahjúkkan inn til okkar, Signý var þá að ná í mat, og orðar það við mig að grunur leiki á því að þetta sé hvítblæði. Þegar Signý kemur aftur slær hún því hins- vegar föstu og segir að batalíkur séu mjög góðar, 80-85%. Það fannst mér ansi lélegar batalíkur! Ég hefði viljað 99%! Þegar talað er um barnið manns vill maður ekki minni líkur en þegar kastað er teningi.“ En batalíkur hafa þó batnað verulega frá því sem áður var. „Það er ótrúlegur munur,“ segir Signý. „Ógleðivörn- in Zofran kom til dæmis fyrst fram árið 1990. Ég skil ekki hvernig hægt er að fara í gegnum þessa meðferð án þess.“ „Og fyrir 30 til 40 árum var ekkert gert, þetta er dýr meðferð og þá var ekki byrjað á meðferðum nema það væri talið svara kostnaði – að það væri einhver tilgangur með því,“ segir Sveinn. Þau þagna. „Svo var skrítið að fá svona fréttir og vera með barnið í fanginu – að verða að halda andliti,“ segir Signý. „Hvað? Hvað? sagði hann,“ segir Sveinn og rifjar upp spurningar sonar síns þennan dag. „Við vorum hágrátandi bæði en reyndum að fela það,“ segir Signý. Óyfirstíganlegt í fyrstu Signý og Sveinn höfðu enga hugmynd um hvað þau væru að fara út í þegar Krummi greindist. „Það er liður í því að okkur langar til að segja þessa sögu,“ segir Signý. „Fólk gerir sér enga grein fyrir hvað í þessu felst; það fær aðeins óljósa hugmynd af því sem það heyrir hjá foreldrum veikra barna en foreldrar læra fljótt að segja það sem fólk vill heyra.“ Sveinn skýtur inn í: „Gengur ekki bara vel, spyr fólk. Og maður svarar bara: Jú, jú.“ „Ég bjóst við meiri sorg og meiri rúmlegu,“ segir Signý. „Það eru alveg gleðistundir inni á milli en ég bjóst ekki við öllum þessum kvölum.“ Lífsbaráttan hefur verið hörð síðan fjögurra ára drengur greindist með hvítblæði fyrir rúmu ári. Foreldrarnir Signý Gunnarsdóttir og Sveinn Bene- dikt Rögnvaldsson lýsa erfiðum tíma í krabbameinsmeðferð, þar sem skiptust á skin og skúr- ir, og ræða mikilvægi stuðn- ingsnetsins, álagið á barnaspít- alanum og aðlögun að eðlilegu lífi á ný. Kjartan Þorbjörnsson eða Golli hefur fylgt þeim eftir frá öskudegi í fyrra, en þá voru liðnar þrjár vikur frá því Krummi greindist. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndir: Kjartan Þorbjörnsson | Golli golli@mbl.is Dagurinn sem veröldin kollsteyptist

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.