SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Síða 15

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Síða 15
22. maí 2011 15 Kjartan Þorbjörnsson eða Golli bauðst til að ljósmynda krabbameinsmeðferð Krumma er hann heyrði af veikindunum, en hann og Signý hafa unnið saman á Morgunblaðinu í nokkur ár. Hún segist hafa verið treg til þess í fyrstu „að hafa einhvern yfir sér“ og bætir við: „Maður er svo rosalega viðkvæmur á þessum tíma. Það er opið fyrir allar tilfinningar og maður vill ekki að hver sem er verði vitni að því. En okkur fannst dýrmætt að Krummi ætti þessar myndir fyrir fram- tíðina.“ Sveinn hafði aldrei hitt hann og viðurkennir að sér hafi fundist tilhugsunin svolítið skrítin. „En hann var ekkert hangandi yfir okkur alla daga, heldur kom klukkutíma og klukkutíma. Það var aðalatriðið að Krummi ætti sína sögu í ljósmyndum. Við þekkjum fólk sem á ekki eina ljósmynd frá þessari upplifun, því það leiða fæstir hugann að því. Þetta er fullorðið fólk í dag, sem á ekki eina mynd eða myndband.“ „Það kemur oft fyrir að það leitar til læknanna og spyr þá út í meðferðina,“ segir Signý. „Enda hvatti fagfólkið okkur til að slá til. Og við sjáum í dag hversu dýrmætt það er, þó að sum augna- blik séu erfið. Svo myndaðist mikill vinskapur, við höfum verið mikið saman þessar tvær fjöl- skyldur, á pítsakvöldum og farið saman í útilegur og sumarbústaðaferðir.“ Og ljósmyndirnar nýtast í söfnunarátakinu sem Signý og Sveinn ætla að ráðast í, en þau hlaupa hringinn í júní og safna áheitum fyrir Félag krabbameinssjúkra barna. Eins og fram kemur á baksíðu Morgunblaðsins í dag verða þær meðal annars notaðar í myndbandi sem ætlað er að auglýsa söfnunina. „Þessar myndir segja svo mikla sögu,“ segir Sveinn. „Mér finnst þær gera það vel, hvernig það er að eiga barn með krabbamein.“ „Þetta sjónræna snertir fólk meira en það sem það les,“ segir Signý. „Ég hef reynt að útskýra ferlið á spítalanum fyrir fólki eingöngu með orðum, en það er ómögulegt.“ Erfið augnablik en dýrmæt Krummi á leið í svæfingu, en alls hefur hann farið í sautján svæf- ingar. Fastur fylgifiskur þess var höfuðverkur og óbragð í munni, því lyfin fóru illa í hann. Ósjálfráð viðbrögð voru að grípa fast um höfuðið, fá foreldra sína til að gera það líka, og halda fast um nefið. „Hann fékk svo miklar aukaverkanir og það fylgdu því skelfilegar kvalir,“ segir Sveinn. „Um leið og maður áttaði sig á hvað framundan var tók maður bara einn dag í einu. Ég vildi ekkert hugsa lengra.“ „Mér fannst þetta svo óyfirstíganlegt fyrst,“ tekur Signý undir. „Svo var þetta allt í einu að mestu að baki. Að vísu er eitt og hálft ár eftir af lyfjameðferðinni en það er léttara.“ Ástæðan fyrir því er sú að Krummi er búinn með sínar stóru meðferðir sem fólu í sér innlagnir og stóðu yfir í fimm daga í senn en hann gat orðið mjög veikur á þeim tíma. Alls hefur hann verið 99 daga á spítala frá því hann greindist. „Hann er búinn með sterana og sterkustu lyfin og laus við þessar leiðindaaukaverkanir,“ segir Signý. „Hann var rúmt ár í þessum pakka,“ skýtur Sveinn inn í. „Nú tekur við töflumeðferð,“ heldur Signý áfram. „Hann tekur krabbameinslyf á hverjum degi og einu sinni í viku stærri skammt af krabbameinslyfjum, fram í ágúst árið 2012.“ „Svo fer hann í blóðprufu á tveggja vikna fresti sem var alltaf vikulega,“ segir Sveinn. „Þá er verið að athuga blóð- gildin, aðallega hvítu blóðkornin sem bæld eru niður og mega ekki blossa upp aftur. Einnig eru athugaðir svokallaðir neutrófílar sem eru hans varnir, blóðmagnið og hvort hann fer í blóðgjöf eða fær blóðflögur. Við erum öll orðin sérfræð- ingar í blóðgildum!“ Signý tekur undir það og vitnar í orð Krumma: „Þegar ég

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.