SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Side 20

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Side 20
Við eldhúsvaskinn heima. Foreldrar krabbameinssjúkra barna eru orðnir hálfgerðir lyfjafræðingar og á hverju heimili þarf að vera til lítið apótek. vængbrotinn ef hana vantar. En hún er dugleg að drösla honum með hvert sem hún fer.“ „Svo hvíslar hún: „Ég er að fara til Birtu,“ ef hún vill læðast út án þess hann heyri,“ segir Sveinn brosandi. Athyglin hefur óhjákvæmilega beinst mikið að Krumma í rúmt ár og Regína stóra systir hefur því séð minna af foreldrum sínum en áður. „Þetta hefur verið erfitt fyrir hana að mörgu leyti, að öll at- hyglin sé á bróðurnum, hann sé númer eitt í heilt ár og rúmlega það,“ segir Signý. „En hún er góð við hann og lætur hann aldrei gjalda þess. Og margt jákvætt hefur komið út úr þessu. Þetta hefur styrkt sam- band þeirra mikið, þau eru orðin ótrúlega náin og geta ekki hvort án annars verið. En vissulega komu erfiðar fullyrðingar á tímabili: „Þið elskið Gunnar meira en mig. Þið hafið aldrei tíma til að vera með mér.“ En það er á undanhaldi. Og þetta var einna vandasamast að eiga við, ekki vegna þess að hún væri erf- ið, heldur vegna þess að hún var útundan.“ „Það varð ekki hjá því komist,“ segir Sveinn. „Þegar mest reyndi á var hún send í pössun hér og þar. Og svo vöknuðu sárar spurningar: „Deyr hann? Getur hann dáið?““ „Hún er svo hrædd um okkur, hana dreymir kannski að við séum að deyja og vaknar grátandi,“ segir Signý. „Og þegar hún spyr hvort hann geti dáið verður að segja sannleikann,“ segir Sveinn. „Það ráðlagði presturinn okkur – alltaf að segja satt.“ „Að það geti gerst en sé mjög ólíklegt,“ segir Signý. Gekk bara um gólf Signý var blaðamaður á Morgunblaðinu þegar Krummi greind- ist en var kippt út af vinnumarkaði og hefur ekkert unnið frá því. Hún stefnir að því að hefja aftur störf í haust. Sveinn segist hafa notið góðs skilnings á sínum vinnustað, 365, hann var frá vinnu í þrjá mánuði, vann það sem hægt var í fjarvinnu, en var annars eins laus við og hann vildi. Svo hefur hann smám saman aukið vinnuna og er kominn aftur í fullt starf. „Það var nauðsynlegt að taka frí frá öllu,“ segir Signý. „Ég held að við eigum aldrei eftir að ganga í gegnum jafnerfiðan mánuð í lífinu og marsmánuð í fyrra – ekkert okkar. Og það var gott að geta verið frá vinnu þá.“ En það er ekki auðvelt að takast á við hvunndaginn á ný, eins og ekkert hafi í skorist. „Ég hef fundið fyrir skorti á einbeit- ingu,“ segir Sveinn. „Það háir mér ennþá. Ég hætti til dæmis að horfa á sjónvarp, get ekki horft á þætti eða bíómyndir. Ég festist ekki yfir neinu og veit ekki af hverju.“ „Þegar við vorum á spítalanum hafði ég prjónana,“ segir Signý. „En Svenni hafði ekki neitt, gat ekki lesið og gekk bara um gólf þegar dramatíkin var mikil. Það er ekki hægt að lesa þegar svona stendur á. Ég hef lesið eina eða tvær bækur síðasta árið.“ „Og ég hef enga bók lesið,“ segir Sveinn. Í leikfangageymslu leikstofunnar á barnaspítalanum úir og grúir af skemmtilegum leikföngum og barnamyndirnar eru vinsælastar. Samverustund. Það er talað um að fjölskyldan fái krabbamein þeg- ar barn greinist með krabbamein.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.