SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 24
barni á vefsíðunni og smátexti um það. Þannig að þó að við hlaupum fyrir öll krabbameinssjúk börn, þá langar okkur að helga hvern dag einu ákveðnu barni.“ Mikið álag á starfsfólki barnaspítalans Hlaupaátakið verður í þágu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Það styður bæði fjárhagslega og félagslega við foreldra krabbameinssjúkra barna, sem geta sótt um neyðarstyrki vegna vinnutaps, en mörgum er kippt út af vinnumarkaði, jafnvel í langan tíma. Þá eru starfræktir margir hópar, til dæm- is mömmuhópar og unglingahópar, og staðið fyrir viðburðum, svo sem jólaböllum og samverustundum. Einnig getur fagfólk sótt um styrki til félagsins, læknar og hjúkrunarfólk, til frekara náms í umönnun sjúkra barna og til rannsókna. „Það nýtist ekki bara krabbameinssjúkum börnum, heldur öllum veikum börnum,“ segir Signý. Almennt eru Signý og Sveinn afar ánægð með viðmótið á barnaspítalanum. „En álagið er rosalega mikið, maður finnur fyrir því,“ segir Signý. Sveinn kinkar kolli. „Við komum inn eftir hrun og okkur var bara sagt hvernig þetta var áður. Þetta hefur versnað svo mikið, það hafa verið lagðar niður vaktir og fækkað á vöktum. Og stöðugt er verið að spara.“ Til marks um það nefnir Signý er Krummi var lagður inn á háskammtameðferð. „Við hittum ekki lækni í þá fimm daga sem hann var í meðferð. Ekki af því að þeir vildu ekki vera hjá okkur, heldur af því að þeir höfðu ekki tíma til þess. En teymið er frábært, ekki síst krabbahjúkkan Sigrún Þóroddsdóttir.“ „Læknarnir eru líka einstakt fólk, alveg frábært,“ skýtur Sveinn inn í. „En maður sér Gray’s Anatomy í nýju ljósi þar sem læknarn- ir stjórna öllu. Veruleikinn er annar. Það eru hjúkkurnar sem halda þessu gangandi. Læknaþættir gefa því ekki rétta mynd af spítalanum – og við höfum aldrei séð neina kela inni í kústa- skáp!“ Sveinn tekur þó fram að vissulega sé huglægt hversu mjög þjónustan hefur versnað í niðurskurðinum eftir hrun. „Of lítið er mikið í alþjóðlegum samanburði,“ segir hann. „Við búum í landi með frábæra og fría heilbrigðisþjónustu.“ „Ég mun aldrei kvarta aftur undan því að borga skattana mína,“ segir Signý. „En ég hef áhyggjur af því hversu mikið álag er á starfsfólk- inu. Það keyrir sig út,“ segir Sveinn. „Það er kannski heil vakt sem nær ekki að sinna sínum sjúklingi því hún er upptekin hjá öðrum. Álagið er mikið á læknum, hjúkrunarfólki og sjúkra- liðum. Það má ekkert út af bregða. Og þetta er spítali! Maður hefur á tilfinningunni að þetta sé á ystu nöf.“ „Það má bara einn veikjast alvarlega í einu,“ segir Signý og fær ekki varist brosi. „Eitt gjörgæslutilfelli, alls ekki meira!“ Ári síðar. Krummi ver öskudeginum aftur á barnaspítalanum. Nú eru mamma og Regína líka sjóræningjar. Í fjögurra ára skoðun. Krummi mættur á heilsugæslustöðina í þroskamat. Er eðlilega kominn dálítið á eftir í hreyfiþroska eftir sjúkrahúsdvölina. Rús ljúk krab

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.