SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Page 30
30 22. maí 2011
M
eðal þeirra sem voru ekki
sáttir við þá mynd sem
kviknaði í hugum fólks við
að sjá lifnaðarhætti Gísla
var doktor Kristján Eldjárn, þá fyrrver-
andi forseti Íslands. Hann sá sig knúinn
til að fjalla um Stikluþáttinn í grein sem
birtist í Morgunblaðinu 17. febrúar 1982.
Með því vildi hann leiðrétta þann mis-
skilning að um þjóðháttalega heimild-
armynd hefði verið að ræða eins og um-
ræðan í samfélaginu eftir sýningu
þáttarins benti til að fólk héldi.
„Því nefni ég þáttinn hér, að ég tók
eftir því í ýmsum ummælum hrifinna
áhorfenda, sem létu frá sér heyra í blöð-
um, að þeir töldu að þarna hefði verið
bjargað fágætlega dýrmætri menning-
armynd úr lífi fátæks almúga á fyrri tíð.
Það var sem sagt litið á þetta sem þjóð-
háttalega heimildarmynd. Slíkt er þó
fjarri öllum sanni. Frá því sjónarmiði
hefur myndin nákvæmlega ekkert gildi.
Hún er betur tekin en ekki af því að hún
sýnir hvernig afbrigðileg manneskja get-
ur einangrast fyrir utan mannlegt félag
og horfið aftur til frumstæðra lífshátta
sem hennar eru og ekki er unnt að kenna
við neitt tiltekið menningarstig. […]
Afbrigðilegir lífshættir einstaklings
segja enga sögu um hætti þjóðar,“ segir
Kristján meðal annars í grein sinni.
Greinin var þó aðallega skrifuð til að
hrósa öðrum sjónvarpsþætti sem var
sýndur um sama leyti, um Sigurð Filipp-
usson járnsmið.
Allt verður að fornminjum
Ómar Ragnarsson man vel eftir grein
Kristjáns Eldjárns og segist geta fallist á
sjónarmið hans að sumu leyti. „En hann
nálgaðist þetta út frá þröngu forn-
fræðilegu sjónarmiði og áttaði sig
kannski ekki á því að samtími okkar
hverju sinni verður að fornöld. Allir
hlutir verða að fornminjum. Hann setti á
þetta mælikvarða horfins þjóðlífs sem
væri ekki nákvæmlega svona. En hann
áttaði sig ekki á því, og þú sérð það sér-
staklega í dag, að lífið eins og það var hjá
Gísla er alveg horfið núna. Það sést aldrei
aftur. Þótt þetta væri blandað hjá Gísla af
fortíð og nútíð. Hann bjó í steinhúsi og
fékk send gögn sem voru ekki úr hinu
þúsund ára gamla þjóðlífi. Kristján Eld-
járn miðaði eiginlega við 1940 en ég var
þarna 1981 og þar af leiðandi sumt orðið
nútímalegt. Í dag sérðu að þetta er nátt-
úrlega gríðarleg forneskja,“ segir Ómar.
Hann óraði aldrei fyrir því að þátt-
urinn um Gísla yrði jafn áhrifaríkur og
hann varð í íslensku þjóðlífi. „Hvað þá að
hann yrði fjörutíu árum síðar valinn
besta sjónvarpsefni sem gert hefði verið á
Íslandi.“
Ómar kveðst aldrei hafa séð eftir því að
hafa dregið Gísla fram í sviðsljósið. „Ég
held nú reyndar að það sé þveröfugt,
sérstaklega eftir að tímar hafa liðið. Ég
skrifaði um hann í bókinni Fólk og firn-
indi sem kom út 1994 og þar dró ég fram
miklu meira um hann en vitað hafði ver-
ið. Að honum látnum fundust ýmis skrif
eftir hann og nú í dag er sungið í kirkjum
landsins um hver jól „Jólabæn einstæð-
ingsins“ sem er að hluta til eftir Gísla og
ég spann lag utan um og texta. Það er svo
langt í frá í dag að Gísli sé aðhlátursefni,
heldur er hann orðinn mönnum mjög
djúpstætt viðfangsefni. Enda kom í ljós
að hann hafði orðið fyrir einelti sem
ungur maður og búið sér til þessa skel.
Hann fann sér ákveðna hvatningu í að
líkja eftir harðræði indverskra fakíra og
það er það sem hann gerir. Lífspeki hans
kemur öll fram að honum látnum og þá
er kominn allt annar Gísli en fólk hélt
sumt að hann væri,“ segir Ómar. Gísli er
honum augljóslega kær.
Þrjátíu og níu Stiklur
Stikluþátturinn um Gísla á Uppsölum var
sá sjötti í röðinni af fyrstu sjö þáttunum
sem Ómar gerði árið 1981 og voru sýndir
í Ríkissjónvarpinu. „Árið 1981 var eig-
inlega tímamótaár því þá eignast Sjón-
varpið fyrsta myndbandsupptökutækið í
lit. Fyrsta verkefnið með þetta tæki var
að taka upp sjö Stikluþætti. Það kom hlé
á Stiklur árið 1986 þegar ég fór á Stöð 2
en þar var ég í svipaðri þáttagerð undir
öðrum nöfnum. Þegar ég kom aftur upp
á Sjónvarp hélt ég áfram að gera þætti. Ég
veit ekki hvað þeir eru orðnir margir í
allt en undir nafninu Stiklur er ég búinn
að safna þrjátíu og níu þáttum,“ segir
Ómar.
Stiklur voru langt í frá fyrstu þættirnir
í Sjónvarpinu sem mætti flokka undir
sérstaka landsbyggðarþáttagerð. Ómar
kann sögurnar af þeim öllum sem á und-
an komu: „Þegar sjónvarpið kemur til
sögunnar er eiginlega engin heimild-
arþáttagerð til á Íslandi. Fyrsta þáttinn
sem var gerður um þjóðlíf á Íslandi á
þessum tíma gerði sænska sjónvarpið ár-
ið 1965. Hann var sýndur í sænska sjón-
varpinu en hefur aldrei verið sýndur á Ís-
landi,“ segir Ómar.
Man þetta allt
„Fyrsti dagskrárstjóri Sjónvarpsins var
Emil Björnsson. Hann var uppalinn í
sveit svoleiðis að hann var mjög áhuga-
samur um að gera þjóðlífsþætti. Fyrsta
þáttinn gerði, að mig minnir, Hinrik
Bjarnason um sjómann sem reri frá Pat-
reksfirði. Það var stuttur þáttur. Svo ger-
ir Magnús Bjarnfreðsson einn þátt sem
hét Öræfaperlan og var um Land-
mannalaugar. Síðan kemur þáttaröð sem
fáir vita um eða muna eftir en ég vil
halda til haga. Ólafur Ragnarsson frétta-
maður fór inn eftir Ísafjarðardjúpi þar
sem enginn vegur var þá kominn og
gerði nokkra stutta þætti um þetta ferða-
lag, ræddi við bændurna og svona. Það er
fyrsta þáttaröðin sem er gerð í Sjónvarp-
inu.
Árið 1970 er ég nýkominn til starfa og
þá virkjar Emil mig strax til þess að gera
þátt um Látrabjarg sem hét Hamarinn
sem hæst af öllu ber. Tveimur árum
seinna dettur honum í huga að gera
þáttaröð sem heitir Heimsókn. Sú þátta-
röð gekk í nokkur ár, frá 1972 til 1977, og
ég gerði um það bil helminginn af þátt-
unum eða rúmlega það. Einn þeirra var
þess eðlis að ég endurvakti hann og gaf út
í Stikluformi núna fyrir þremur árum.
Þetta var eiginlega undanfari Stiklanna.
Næst er það að Emil fær mig til að gera
tvo stóra þætti í lit og það er 1979-1980,
annar þeirra hét Eyðibyggð og hinn hét
Yfir og undir jökul. Þeir voru báðir í lit
en í litlum filmugæðum,“ segir Ómar,
dregur djúpt andann, segist muna þetta
allt saman, og heldur áfram: „Árið 1980
Áhrifaríkar
Stiklur
Ómars
Það sátu margir andaktugir fyrir framan sjón-
varpsskjáinn á jóladagskvöld árið 1981. Þá birtist
Gísli á Uppsölum fólki sjónum í þætti Ómars
Ragnarssonar, Stiklum. Sumir veltu fyrir sér
hvort Bjartur í Sumarhúsum væri þarna lifandi
kominn og héldu jafnvel Gísla og búskaparhætti
hans gefa innsýn í fortíðina. Ekki voru allir sáttir
við þá mynd sem þessi einsetumaður dró upp í
hugum fólks. Ómar Ragnarsson óraði ekki fyrir
því hvaða áhrif þessi þáttur hafði. Hann hefur
aldrei séð eftir því að hafa dregið Gísla fram í
sviðsljósið, nema síður sé. Í Stiklum var fjallað
um allt litróf samfélagsins.
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is
Gísli fyrir fram íbúðarhús sitt á Uppsölum árið 1977. Þá heimsótti Árni Johnsen Gísla og tók
við hann viðtal sem birtist í Morgunblaðinu sama ár.