SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Qupperneq 33

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Qupperneq 33
22. maí 2011 33 Jón segir óendanlega margt hafa breyst á þessum 32 árum í starfinu. Sem dæmi nefnir hann vegalengdir milli Sauð- árkróks og Reykjavíkur, en ófáar ferðirnar þurfti að fara fyrstu árin þegar skólinn var að slíta barnsskónum. Eitt sinn var lengdin mæld með upplestri á Fóstbræðrasögu og skiptumst þeir þrír eða fjórir á að lesa, Jón minnir þó að bíl- stjórinn hafi ekki lesið. Entist þá bókin alla leiðina til höf- uðborgarinnar. Einnig voru kílómetrarnir suður jafnmargir og dagarnir í árinu, eða 365, en núna er búið að stytta það viðmið um eina 2-3 mánuði. Samsvarar vegalengdin í dag því sem dugað hefði á Blönduós áður. Ferðirnar suður til fundar við embættismenn og ráðherra þurfti stundum að fara við erfiðar aðstæður um miðjan vet- ur. Ein þeirra er Jóni í fersku minni, en með honum sem oft- ar voru Þórður Þórðarson, þáverandi bæjarstjóri, og sr. Hjálmar Jónsson, sem var þá formaður skólanefndar. Áttu þeir að hitta Ingvar J. Gíslason, þáverandi mennta- málaráðherra, snemma morguns fyrir sunnan og því var lagt af stað kvöldið áður. Veðurspáin var ekki góð en af stað var farið á bíl Þórðar, amerískri drossíu sem var ekki beint hentugust farartækja til vetrarferða um fjallvegi. Einn farþegi til var með, „svona sem viðbótar ballest til að efla vegfestuna,“ segir Jón og glottir en þetta var Haukur Guð- laugsson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. Fjórir prestar á upphafinni bæn Þegar komið er fram í Varmahlíð er veðrið strax farið að versna og skyggni lítið. Ákveðið er að halda för áfram og elta stóran flutningabíl sem bar að, eða öllu heldur efri ljós- in aftan á vagninum. Gekk það eftir upp á Vatnsskarðið, eða þar til að þeir týndu ljósunum í einni beygjunni í hríð- arkófi og keyrðu út af. Einhvern veginn tókst þeim þó að losa bílinn úr skafli og ýta honum upp á veg. Taka þeir til við að komast af stað í hálkunni og hoppa þeir fyrstir, sem mest voru áfram um að komast suður upp í bílinn, nema hvað að þeir sjá að Haukur hefur orðið eftir. „Einhverju verður að fórna fyrir góðan málstað,“ hrópar Jón yfir söfn- uðinn, um leið og bíllinn kemst á skrið upp brekkuna ofan við Vatnshlíðarvatn. Ekki var nú ætlunin að skilja Hauk eft- ir, heldur var gengið til móts við hann eftir að bíllinn hafði komist upp brekkuna. Að þeirri björgun lokinni settust þeir allir inn í bíl og köstuðu mæðinni, orðnir heldur kaldir og ekki beint klæddir til útivistar í svörtum jakkafötum. Í því koma fjórar konur á Lödu Sport jeppa með keðjum og spyrja hvort ekki sé allt í lagi með förumenn. Þeir töldu svo vera en höfðu á þessum tímapunkti gert sér grein fyrir að drossía Þórðar myndi ekki duga lengi í þessari færð. Horfðu þeir því öfundaraugum á eftir Lödunni er konurnar hurfu á braut í kófið. En á Blönduós komust þeir við illan leik og ákveðið var að reyna að útvega annað ökutæki í stað drossíunnar. Bankað var upp á hjá bílaleigu staðarins og umboðsmaðurinn sagðist geta útvegað þeim lítinn jeppa. Kom þá í ljós að um var að ræða sömu Löduna og konurnar fjórar höfðu verið á. Þær höfðu þá nýlega skilað bílnum og sagst hafa séð furðulega sýn uppi á Vatnsskarði, þar hefðu verið fjórir prestar á upphafinni bæn, og ekki vit- að hvort þar væri á ferð einhver sértrúarsöfnuðurinn! „Við létum ekkert uppi um að þetta hefðum verið við, þögðum þunnu hljóði,“ segir Jón og brosir. Áfram hélt förin en núna á Lödunni góðu. Er komið var upp á Holtavörðuheiði rákust þeir á mann á Skoda-bifreið úti í skafli. Eftir smárekistefnu var ákveðið að koma manninum til hjálpar og draga hann út úr skaflinum og bílinn með. Fór Skódinn síðan á undan þeim í hríðinni og var hersingin komin vel niður af heiðinni, eða að Hvassafelli í Norðurárdal að viftureimin í Lödunni slitnar, á þeim stað er Þorgeir Hávarsson hjó höfuð af manni nokkrum hálslöngum í Fóstbræðrasögu. Þá kom sér vel að hafa bjargað manninum á Skódanum, sem dró Löd- una niður í Borgarnes. Sannaðist þar máltækið „æ sér hjálp til hjálpar“. Þá tók við viðgerð á Lödunni í Borgarnesi en loks tókst þeim félögunum að ná fundi Ingvars menntamálaráðherra. Einn úr hópnum, sem ekki verður nafngreindur hér, var þó svo mæddur eftir ferðalagið að hann birtist ekki fyrr en langt var á fundinn liðið. Kraftar að ofan eða neðan? Hilmir Jóhannesson, húmoristi og hagyrðingur með meiru á Sauðárkróki, félagi Jóns og Hjálmars í stjórn Feykis, hafði orð á því að ólíkir kraftar héldu þeim mönnum á veginum. Í tilviki Hjálmars væri það ósýnileg hjálparhönd að neðan en einhver hönd að ofan héldi Jóni á veginum. Í tilviki Þórðar væri það tilviljunin ein sem réði! Með stríðnissvip bendir Jón á að svona hafi kenning Hilmis verið upprunalega, Hjálmar hafi hins vegar breytt henni í ævisögu sinni af mis- gáningi enda ekki áttað sig á að nokkur vildi nokkuð hafa með góðan klerk að gera í neðra! Ævintýraferð á fund ráðherra ing misjafnlega niður á sveitarfélögunum og þyngstur var bagginn á þeim smærri en enginn á þeim stærstu. Á sama tíma var rekstur menntaskóla algerlega greiddur af ríkinu fyrir stöndugustu sveitarfélögin. Tók Jón þátt í baráttu fyrir breytingu á þessu en hann nefnir tímabilið 1974- 1990 „lögleysuna“ í sögu framhaldsskólanna hér á landi. „Þarna var ranglætið klárlega mest,“ segir Jón er hann rifjar þetta upp. „Við söfnuðum liði allra sveitarstjórna í landinu sem stóðu að framhaldsskólum til samstarfs um að leggja frumvarp fyrir alla þingflokka til laga sem myndu jafna þessa aðstöðu.“ Samstaðan skilaði þeim ár- angri að frumvarp komst loks í gegn árið 1988 þess efnis að ríkið greiddi rekstrarkostnað framhaldsskóla en sveit- arfélög tækju þátt í stofnkostnaði að 40% hluta en ríkið 60%. Jafnframt var áfangakerfi framhaldsskóla bundið í lög, auk fleiri breytinga sem náðust í gegn. En áfram hélt baráttan fyrir bættu starfsumhverfi fjöl- brautaskólanna. Jón var á þessum tíma, 1992, formaður Skólameistarafélags Íslands sem stóð í stappi við stjórn- völd um fjárveitingar til skólanna, aukið sjálfstæði þeirra og valddreifingu. Kom félagið fram með nýjar hugmyndir um hvernig ætti að skammta fjármagn til skólanna og greina þarfir þeirra betur með tilliti til námsframboðs og annarra viðmiða. Í því skyni var farið til Danmerkur og Kanada, til að kynna sér og heyja hugmyndir um fyr- irkomulag í þessum málum. Jón segir þessa vinnu að sumu leyti hafa snúist í höndum skólamanna og þeir fært stjórnvöldum snúið tæki til að takmarka og skammta fjármuni. Stórveldisdraumórar Fyrsta brautskráning stúdenta frá Fjölbrautaskólanum fór sem fyrr segir fram 1982 og árið eftir var verknámshúsið tekið í notkun. Nemendum fjölgaði jafnt og þétt. Þeir komu ekki aðeins af Norðurlandi vestra heldur einnig víðar að, frá Vestfjörðum til Austfjarða. Með fjölgun framhaldsskóla hefur nemendum úr fjarlægari lands- hlutum fækkað en í seinni tíð má þó merkja fjölgun nem- enda af suðvesturhorni landsins. Síðastliðið haust var Menntaskólinn á Tröllaskaga stofnaður og þangað sækja nú Siglfirðingar bóknámið frekar en í FNV, en halda þó áfram að sækja verknámið. Samkeppni hefur því aukist um nemendur en Jón hefur ákveðnar skoðanir á þessari þróun. Gefum honum orðið: „Í námsskrármálum og uppbyggingu skóla erum við Íslendingar með stórveldisdraumóra í sundurgerð náms- skrárgerðar einstakra skóla, það er eins og við höldum okkur vera á stærð við ríki Bandaríkjanna. Því miður er það okkar ofmetnaður, sem verður til þess að við kunn- um okkur ekki hóf. Auðvitað er það mikill fengur fyrir hvert byggðarlag að hafa framhaldsskóla en þetta er þó jafnvægisíþrótt. Skynsemin mælir fyrir því að við þurfum að finna þau mörk sem felast í stærðinni. Þetta þurfum við að stilla af af lítillæti og hófsemi, en við náum því ekki vegna stórlyndis okkar,“ segir Jón og heldur áfram. „Við Íslendingar erum smáþjóð sem höfum ekki efni á að reisa okkur hurðarás um öxl. Við þurfum að vera með einfalt og samhæft námskerfi fyrir alla framhaldsskóla, en ekki hleypa þeim hverjum út undan öðrum í allar áttir, þannig að grundvöllur verður rýrari fyrir kennslu- gagnasmíði eða samhæfingu. Áfangarnir verða svo mis- munandi. Ég veit til þess að menn í háskólunum telja okkur hafa efni á þessu, en ég er þeim ekki sammála.“ Þrátt fyrir aukna samkeppni segir Jón samstarf fjöl- brautaskóla þó hafa aukist. Þannig segir hann skólann eiga í samstarfi um námsskrárvinnu við framhaldsskólana á Ísafirði, í Neskaupstað og Vestmannaeyjum og auk þess gott samstarf við Menntaskólann á Tröllaskaga. Skólinn hefur skapað sér ákveðna sérstöðu með öfl- ugum verknámsdeildum, sem búa yfir allri nýjustu tækni. Hafa nemendur FNV í verknáminu unnið til fjölda verð- launa, enda segir Jón að skólinn hafi átt miklu og góðu kennaravali að fagna gegnum tíðina. Nýverið var verk- námshúsið stækkað og bætt m.a. við svonefndri FAB-LAB stofu, sem er smíðastofa með fullkomnum hátæknibún- aði. Stendur sú stofa almenningi einnig til boða, ekki að- eins nemendum skólans. Skólinn býður upp á fjölbreytt iðn- og starfsnám og í haust á að bæta við námi í hús- gagnasmíði og bifvélavirkjun, en síðartalda námið hefur ekki staðið til boða síðan kennsla í bifvélavirkjun var að mestu færð undir Borgarholtsskóla. Eins og kemur fram í inngangi hefur Jón brautskráð yfir tvö þúsund manns og enn fleiri nemendur hafa heyrt undir hans stjórn. Spurður hvort hann greini einhverjar breytingar á nemendum nú og fyrir þremur áratugum segir Jón þetta vera eins og í vínframleiðslunni, merkj- anlegur munur sé á uppskerunni. „Við höfum alltaf fund- ið fyrir því að miklar sveiflur eru á milli árganga. Þetta er náttúrulegt fyrirbæri. Það verða einhvers konar menn- ingarsveiflur á milli árganga. Þetta er einnig upplifun kennara í grunnskólunum,“ segir Jón, en bætir við að frá skólanum hafi jafnan farið afburðanemendur sem hafi vegnað vel í lífinu. „Ég get ekki verið annað en sáttur við það.“ En skyldi skólameistarinn einnig vera sáttur við hvernig FNV hefur þróast gegnum tíðina? „Já, ég er það,“ svarar Jón að bragði, „ég gerði mitt besta og svo geta menn verið misjafnlega ánægðir með það,“ bætir hann við og brosir. Jón segist ekki ætla að leggja eftirmanni sín- um einhverjar línur um framtíðarsýn eða skipulag skól- ans. Þó nefnir hann tvennt sem hann vildi sjá gerast, að skólinn geti farið að bjóða upp á nám í hönnun og hugað verði betur að áhugasviði kvenþjóðarinnar. „Það er karl- lægur halli á skólanum og við þyrftum að huga betur að áhugamálum kvenþjóðarinnar, þær sækja verknámið í of litlum mæli.“ Suður á mölina Af þeim skólameisturum er nú starfa er Jón sá skóla- meistari sem gegnt hefur lengst því starfi, en að und- anskildu einu ári í námsleyfi í Kanada eru þetta orðin 32 ár. Hann segist hafa verið að íhuga að hætta fyrir tveimur árum, eftir að hafa gengist undir hjartaaðgerð, en ákveðið að halda áfram þó að starfsaldur hans hefði heimilað hon- um að hætta vegna svonefndrar 95 ára reglu. „Eftir að- gerðina fór maður að hugsa um lífsins framgang, maður verður víst ekki eilífur. Ég hætti um þær mundir er haust- litir fara að gera vart við sig í einstökum hlíðum fjalla áveðurs og áður en bændur reka sauðfé af fjöllum háum og fjarlægum. Um hlut hins óbærilega léttleika tilver- unnar og þess að vera „gegnumsýrður af heilögum inn- blæstri líkt eins og blóðmörskeppur í blásteinslegi, titr- andi af upplyftingu“ læt ég fátt sagt um þessar mundir en það ætti að auðvelda manni að stíga upp af stólnum,“ seg- ir Jón, kominn á flug og farinn að vitna í Þórberg Þórð- arson. En hvað skyldi svo taka við að lokinni síðustu braut- skráningunni? „Ég ætla að gerast róni,“ heyrist mér Jón segja. „Ha, róni?“ hvái ég. „Nei, Roni,“ leiðréttir Jón og vísar þar til skammstöfunar sem hann hefur tileinkað þeim er búa í Reykjavík og nágrenni, á RONI, svona í ætt við gamla KRON. Þau hjónin ætla semsagt að flytja suður á mölina og njóta þar efri ára lífsins. „En ég vildi nú gjarnan vera jarðsettur hér í Skaga- firði,“ segir Jón að endingu, með glettnisglampa í augum, „þá gæti ég fylgst betur með framhaldinu ofan af Nöfum – þó ekki strax.“ Ljósmynd/Pétur Ingi Björnsson

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.