SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Page 39

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Page 39
22. maí 2011 39 G æti það að tala erlent tungumál í svefnherberg- inu haft áhrif á það hvernig þú nálgast kynlíf með makanum? Nýleg rannsókn sem gerð var við The Hong Kong Polytechnic University svar- ar þessari spurningu ekki beint en varpar ljósi á það hvern- ig tungumál hafa áhrif á félagslegt samhengi. Rannsakendurnir komust að því að kínverskir nemendur sem voru altalandi á ensku, sýndu persónueinkenni sem eru talin dæmigerðari fyrir enska málnot- endur heldur en kantónska, þegar þeir tjáðu sig á ensku. Í at- hugasemdum bæði nemendanna sjálfra og athugunum atferlisfræð- inga, kom fram að þeir urðu opn- ari, ákveðnari og frekar tilbúnir til að prófa eitthvað nýtt þegar þeir tjáðu sig á sínu öðru tungumáli (þ.e. ensku). Þessi tengsl milli tungumáls og hegðunar urðu enn meira áberandi þegar þátttakendurnir töluðu ensku við evr- ópskan einstakling en kínverskan, „ensku“ persónu- einkennin urðu mun meiri í fyrrnefnda tilfellinu. Nið- urstöður rannsóknanna, sem birtust í Personality and Social Psychology Bulletin, virðast þannig benda til þess að bein tengsl séu á milli tungumáls og persónueinkenna. Þrátt fyrir að í rannsókninni hafi kynhegðun ekki verið athuguð sérstaklega er eðlilegt að þeir sem áhuga hafa á málefninu velti því fyrir sér hvort tungumál hafi einnig áhrif á persónueinkenni okkar í svefnherberginu. Þar sem einstaklingar fara að sýna persónueinkenni sem talin eru dæmigerð fyrir menningu tungumáls þegar þeir tjá sig á viðkomandi tungumáli, þá gæti kynörvandi koddahjal á öðru máli haft áhrif á kynhegðunina. Í þeim tilfellum þegar enska er annað tungumál ein- staklings, væri hann þá líklegur til að verða öruggari og ákveðnari í erótískri viðleitni sinni. Þessi tilhneiging til að ýkja menningarleg einkenni í gegnum tungumálið gæti þannig haft áhrif á kynferðislegt samband milli tveggja ein- staklinga þegar þeir fara að sýna á sér nýjar hliðar. Þar sem rannsóknir sýna að tungumál hefur áhrif á sjálfsmat, sjálfsímynd og hvernig við skiljum aðra, þá geta pör kannað þau erótísku landsvæði sem við finnum ein- göngu með því að tjá okkur á erlendu máli. Að verða fjöl- tyngdur gæti þannig orðið erótískt markmið sem aftur gæti orðið til þess að til yrði fjöldi mismunandi persónuleika undir sænginni. Rekkjubrögðin verða spennandi á ný og ganga í endurnýjun lífdaga á sænsku, þýsku, spænsku, ítölsku. Hvaða tungumál ætli þessi ágæti maður tali undir voðum? Reuters Hefur tungu- málið áhrif á það hver þú ert í rúminu? ’ Að verða fjöltyngd- ur gæti þannig orðið erótískt mark- mið. Kynfræð- ingurinn Yvonne Kristín Fulbright Árni Magnússon handritasöfnun sína sem varði í fjörutíu ár. „Árang- ur hans var með ólíkindum, enda atorkan mikil og áfergjan óskap- leg,“ segir Gísli í grein sinni um Árna sem arfleiddi Kaumannahafn- arháskóla að handritunum. Að fenginni heimastjórn ámálguðu Íslendingar að skjöl og handrit í Danmörku yrðu send til Reykjavík- ur. Árið 1928 var safn fornbréfa sent hingað. Handritin komu þó ekki en strax við lýðveldisstofnun var hert á þeirri kröfu. Dropinn holaði steininn. Sú hugmynd var reifuð fyrst að handritin yrðu sameign Íslendinga og Dana, en þær bollaleggingar fengu ekki hljómgrunn hér á landi. Árið 1961 lögðu Íslendingar fram óskalista yfir þau handrit sem þeir vildu fá frá Kaupmannahöfn en rauði þráð- urinn var að handrit með efni sem varðaði Ísland færu til Íslands en efni sem varðaði aðrar þjóðir yrði áfram í Kaupmannahöfn. Þetta náðist í gegn eftir langvarandi viðræður og strögl; fyrstu handritin komu til Íslands 1971 og þau síðustu 1997. Frægt er þegar Helge Lar- sen, menntamálaráðherra Dana, afhenti starfsbróður sínum íslensk- um, Gylfa Þ. Gíslasyni, Flateyjarbók vorið 1971 þegar hann mælti á tungu sinnar þjóðar: Verði þér að góðu. Gerði Gylfi sér skinnbókina að góðu og ekki er ofsagt að handritamálið hafi verið hans merkasta viðfangsefni á löngum stjórnmálaferli. „Það má aldrei gleymast að Gylfi átti allra manna mestan þátt í lausn handritamálsins. Það hefði áreiðanlega ekki verið til lykta leitt á þessum tíma ef hans hefði ekki notið við, og þá er alls óvíst hvernig síðar hefði farið. Því var og líkast sem Gylfi ynni að þessu máli undir heillastjörnu,“ sagði Jónas Kristjánsson prófessor í minningargrein að Gylfa látnum sumarið 2004. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Það má aldrei gleymast að Gylfi átti allra manna mestan þátt í lausn handritamáls- ins. Gylfi Þ. Gíslason svona miklu máli,“ segir hún og vill ekki að konur láti sér líða illa í skóm. „Ég er háð því að versla en ég veit að þú þarft ekki mikið til að líta vel út,“ segir hún og ráð- leggur konum heldur að fjárfesta í fallegri tösku og skóm því heldur sé hægt að komast upp með að kaupa ódýr föt en hún verslar til dæmis í Monoprix, sem er einhvers konar franskt Hag- kaup. Hún mælir með því að konur skoði líka hvað leynist í karlmannadeildinni í búðum og líka barnadeildinni (ráð sem dugar að minnsta kosti henni enda er hún bæði há og grönn). Ekki má samt gleyma því að París er stór og de la Fressange játar sjálf að sýn hennar á stíl Par- ísardömunnar markist af hverfinu sem hún býr í, Saint Germain des Prés. Aðspurð hvort stíll hennar væri annar ef hún hefði búið í annarri borg svara hún því játandi. „Ef ég hefði búið í til dæmis London held ég að ég myndi hafa mun villtari stíl.“ Inès de la Fressange er 53 ára og einstaklega glæsileg. Reuters ’ Það er ekkert sem gerir mann eins ellilegan og það að reyna alltaf að líta út fyrir að vera ungur. Kona frá Michigan í Bandaríkjunum gekk upp að altarinu í annað sinn, 98 ára gömul að aldri, í sama brúð- arkjólnum og hún gifti sig í fyrst, árið 1938. Agnes Anderson var gift Delmar Anderson í hálfa öld en hann lést árið 1989. Í þetta skiptið fylgdi sonur hennar henni upp að altarinu á sýningu á gömlum brúð- arkjólum í kirkju í bænum Muskegon. Kjóllinn var í góðu standi þrátt fyrir að vera meira en 70 ára gamall. 73 ára brúðarkjóll Hatturinn sem Beatrice prinsessa var með í konunglega brúðkaupinu í síðasta mánuði er til sölu á eBay og er hæsta boð sem stendur 3,8 milljónir króna. Allur ágóði af söl- unni rennur til góðgerðarfélaga, helmingur til UNICEF og hinn helm- ingurinn til Children in Chrisis. „Ég er ótrúlega hissa yfir allri at- hyglinni sem hatturinn hefur fengið. Ég vona að sá sem fær hattinn á uppboðinu eigi eftir að hafa jafn gaman af honum og ég,“ sagði prinsessan en hatt- urinn er hannaður af Philip Treacy. Uppboðinu lýkur í dag, sunnudag, og ekki ólíklegt að boðin hækki á lokasprettinum og ennþá meira safnist fyrir bágstödd börn. Milljónahattur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.