SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Qupperneq 8
8 2. október 2011
Þ
ótt störfum í sjávarútvegi fari
fækkandi vegna hagræðingar þarf
það ekki að þýða að störfum í
tengdum greinum þurfi að fækka.
Að mati Þórs Sigfússonar hjá Íslenska sjáv-
arklasanum er mikið af tækifærum ónýtt í
sjávarútvegi og tengdum greinum. „Af
skýrslum um þróun í fiskeldi, meðal annars
frá Noregi, má ráða að vöxtur í fiskeldi verði
allt að 8% á ári á heimsmarkaði,“ segir Þór.
„Vöxtur í tæknibúnaði fyrir meðal annars
fiskvinnslu verði um 5-6% á ári, útflutn-
ingur á ýmissi þjónustu tengdri hafinu um
5% og vöxtur í þróun lýsisafurða um 10%.
Þá er talið að mestur vöxtur verði í marg-
háttaðri sjávarlíftækni og hagnýtingu líf-
virkra efna hafsins eða allt að 15-30% á ári.
Þrátt fyrir góða viðleitni margra hefur Ís-
lendingum ekki tekist að ná sama vexti í
mörgum nýjum greinum eins og mörg ná-
grannalönd okkar. Þessu má breyta.“
Fókus umræðunnar um sjávarútvegsmál er
nánast aðeins á kvótakerfinu og hvernig rík-
ið geti komist í hagnað sjávarútvegsfyrir-
tækjanna. En kannski væri vænlegra að
horfa til hliðargreina og vaxtarmöguleika
þar. „Vaxtarmöguleikar í veiðum á hafinu
eru 0%. Þær eru ekki að fara að vaxa, né er
störfum þar að fara að fjölga,“ segir Þór. „En
það eru mjög miklir möguleikar í hlið-
argreinunum. Fyrir fimmtán árum komu
Norðmenn hingað og vildu læra af okkur. Í
dag eru þeir búnir að taka fram úr okkur á
mörgum sviðum. Nú eru teikn á lofti um
uppgang í fiskeldi hérlendis. Kraftmikil fyr-
irtæki, bæði ný og þau sem fyrir eru, stefna
á umtalsverðar fjárfestingar í fiskeldi. Miðað
við nágrannalönd okkar eins og Noreg og
jafnvel Danmörku hefur fiskeldi vaxið lítið
hérlendis á undanförnum 10 árum. Tap sem
varð á þessum rekstri fyrir röskum 20 árum
virðist lengi hafa dregið þrótt úr greininni.
En það má ekki heldur bara einblína á fisk-
eldið. Við verðum að hafa eggin í mörgum
körfum. Möguleikarnir eru miklir í að breyta
sjávarafurðum í lyf og heilsubótarefni. Líf-
virk efni hafsins eru auðlind sem við erum
komin stutt á veg með að nýta.
Norðmenn áætla allt að 10% fjölgun starfa
í norskri útrás þjónustu í tengslum við hafið.
Íslensk fyrirtæki veita mun fjölbreyttari
þjónustu við erlendan sjávarútveg en flesta
grunar; fjármálaþjónustu, skipa- og vinnslu-
tækni, þjónustu iðnaðarmanna, slippþjón-
ustu, eftirlit á hafsvæðum og fleira. Nú má
gera ráð fyrir að um 3-400 manns starfi við
útflutning á þjónustu af þessu tagi hérlendis
en ef við náum að efla okkur á þessu sviði í
samræmi við áætlanir Norðmanna þá getur
störfum í þessum greinum fjölgað um allt að
10-15% á ári næsta áratug.
Áætla má að framleiðsla tengd lýsi og
fiskimjöli vaxi um að minnsta kosti tíu pró-
sent á ári næsta áratug. Í lýsisframleiðslu eru
klárlega miklir möguleikar fyrir Íslendinga
sem fyrirtæki á borð við Lýsi eru einmitt að
nýta um þessar mundir. Fiskimjölið verður
sífellt verðmætari auðlind prótíns sem án efa
verður meira nýtt sem fæðubótarefni.“
Að mati Þórs er sátt um sjávarútveginn
grunnurinn að því að vöxtur og framþróun
verði í hliðargreinunum. Það verði að eyða
óvissunni. Þegar engin er sáttin og fyr-
irtækin óviss um framtíðarskipulag sjáv-
arútvegsmála þá fjárfesti þau ekki í framtíð-
inni. Þá fjárfesti fáir í þróunarstarfsemi. „Í
fyrsta lagi verður að nást sátt um útveginn
enda kemur fjárfesting í nýrri tækni þaðan.
Þetta hefur komið skýrt fram í athugun Ís-
lenska sjávarklasans á þeim 70 tæknifyr-
irtækjum sem eru starfandi hérlendis og
flytja út tæknibúnað. Nú eru merki um að
þessi þróunarstarfsemi sé að flytjast til Nor-
egs og víðar, meðal annars í þróun í líf-
tækni, tækjabúnaðar og fleira. Þar eru fjár-
munir til staðar í langtímafjárfestingar af
þessu tagi.
Önnur vísbending um vissa stöðnun á
innanlandsmarkaði er að síðustu þrjú ár er
lítið sem ekkert um nýstofnun fyrirtækja í
framleiðslu á tækni fyrir sjávarútveg og
fiskvinnslu. Á síðasta áratug voru að
minnsta kosti tvö fyrirtæki sett á laggirnar á
ári í þessari grein.
Í öðru lagi þurfa fjárfestingarsjóðir og
bankar að auka áhuga sinn á fyrirtækjum í
sjávarklasanum. Setja þarf á laggirnar fjár-
festingarsjóð sem sérhæfir sig í þessum
greinum,“ segir Þór.
Vaxtarmöguleikar
eru miklir í greinum
tengdum sjávarútvegi
Vikuspegill
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Atvinnumögu-
leikar hafsins
Það hefur ekki verið mikill vöxtur
í fiskeldi en nú virðist vera að
vakna áhugi á því. Starfsmenn í
fiskeldisverkefnum eru um 250 í
dag en þar af eru um 150 hjá
Fjarðalaxi. Að sögn Þórs Sigfús-
sonar er búist við að heildartala
starfa í fiskeldisverkefnum tvö-
faldist á næstu 2-3 árum.
Sjöfn Sigurgísladóttir er einn af
framkvæmdastjórum Matorku
sem er í eigu hennar, Stefaníu
Katrínar Karlsdóttur og Ragnheið-
ar Ingu Þórarinsdóttur. Um 30
manns starfa hjá fyrirtækinu.
„Íslendingar framleiða 5.000
tonn á ári með fiskeldi,“ segir
Sjöfn. „Ef við horfum til Danmerk-
ur þá framleiða Danir 50.000
tonn á ári þrátt fyrir miklu verri
aðstæður en við höfum hér. Danir
eiga takmarkaða orku og tak-
markað vatn. En við erum með
nóg af vatni og orku. Ef litið er til
Noregs þá framleiða Norðmenn
milljón tonn á ári.
Þetta er eiginlega óskiljanlegt
að við séum svona aftarlega í
fiskeldinu. Neikvæð umræða um
fiskeldið hefur ekki hjálpað grein-
inni.
Það virðist vera í lagi að tölvu-
fyrirtæki fari margsinnis á haus-
inn án þess að menn hætti í þeim
bransa. En það að fyrstu fiskeld-
isfyrirtækin sem stofnað var til
fyrir mörgum árum hafi farið á
hausinn, þá er eins og margir hafi
dæmt þá iðn vonlausa að eilífu.
Í heiminum í dag kemur helm-
ingur þess fisks sem er neytt úr
fiskeldi. Kvótarnir eru bara að
minnka og þannig mun þróunin
vera víðast hvar. Aftur á móti er
eftirspurn eftir fiski í heiminum
mikil. Við erum bjartsýn og erum
með 3000 tonna fiskeldisstöð í
undirbúningi,“ segir Sjöfn.
Vöxtur í fiskeldi á ÍslandiÞróun starfa innan sjávarklasans
Fiskeldi
Tæknibúnaður
Lífvirk efni
Omegavinnsla
Þjónusta og sala
Flutningaþjónusta
2500
2000
1500
1000
500
0
2000 2005 2010 2015 2020 2025
Fjöldi
starfa
Íslenski sjávarklas-
inn er samstarfsvett-
vangur fyrirtækja
sem eru í haftengdri
starfsemi. Þar eru
fiskvinnslufyrirtæki,
þjónustufyrirtæki,
rannsóknarfyrirtæki,
fyrirtæki við matvæla-
vinnslu, sjávarlíf-
tæknifyrirtæki, út-
vegsfyrirtæki og fleiri.
Íslenski sjávarklas-
inn varð til í framhaldi
af rannsóknum við
Háskóla Íslands á
síðasta ári.
Sjávar-
klasinn