SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 9
2. október 2011 9
C
arlos Tevez er tvímælaust knattspyrnumaður vikunnar. Því miður.
Margir sýndu sparihliðarnar í deildarleikjum víða í Evrópu um síð-
ustu helgi og í Meistaradeildinni í miðri viku, m.a. argentínski snill-
ingurinn Lionel Messi hjá Barcelona, enn einu sinni. Landi hans Tevez
er samt sá umtalaðasti. Ekki fyrir færni innan vallar, sem hann er þó þekktur
fyrir, heldur vegna þess hvernig hann spilaði rassinn úr buxunum á vara-
mannabekknum. Engum hefur líklega tekist það með jafnafgerandi hætti fram
að þessu.
Tevez, þessi frábæri leikmaður, neitaði að koma inn á í leiknum gegn Bayern
München í Meistaradeildinni á mið-
vikudaginn.
Þjóðverjarnir höfðu 2:0-forystu á
heimavelli og Roberto Mancini, hinn
ítalski þjálfari City, vildi freista þess
að laga stöðuna og skipta Tevez inn
á, en leikmaðurinn hunsaði fyrir-
mæli þjálfarans! Ef marka má lát-
bragð þess argentínska á sjónvarps-
myndum hafði hann ekki minnsta
áhuga á því að taka þátt í verkefn-
inu. Fáheyrð framkoma.
Eðlilega sauð á Mancini þegar
hann ræddi við blaðamenn að leiks-
lokum. Ítalinn var að vísu yfirveg-
aður en það leyndi sér ekki að reiðin
kraumaði undir. Skýrt var í huga
Mancinis að hann veldi Tevez ekki
framar í liðið. Skyldi engan undra.
Daginn eftir sagði leikmaðurinn
málið vera misskilning því hann
hefði alveg verið til í að spila.
Hvernig hægt er að misskilja þjálf-
arann við aðstæður sem þessar er
mér hulin ráðgáta.
Atvikið leiðir hugann að hlutverki
íþróttastjarna sem fyrirmynda. Börn
líta upp til hetjanna, safna af þeim
myndum, klippa hárið jafnvel eins
og reyna að apa eftir þeim tilþrifin.
Vonandi kemst það ekki í tísku að
ungar stelpur eða strákar, sem þurfa
að byrja á varamannabekknum,
neiti að fara inn á þegar þjálfarinn
vill.
Viðbrögð Tevez (ef frásögn Manc-
inis er rétt, sem varla þarf að efast
um) eru ekki bara móðgun við þjálf-
arann, heldur samherjana, eigendur
félagsins og stuðningsmennina. Þótt
mönnum finnist þeir eiga að vera í
aðalhlutverki verða þeir að muna að
fótbolti er hópíþrótt; allir verða að
taka þátt í verkefninu af heilum hug,
ekki bara þeir ellefu sem eru innan
vallar hverju sinni.
Áhugamönnum er kannski vorkunn, bara kannski, en þegar atvinnumaður
eins og Tevez á í hlut er framkoman hneyksli. Maður, sem þiggur meiri peninga
í mánaðarlaun en margt venjulegt fólk getur unnið sér inn á allri starfsævinni,
getur einfaldlega ekki hagað sér svona. Hvorki í vinnu sem þróttamaður né
nokkru öðru starfi.
Tevez er afreksmaður. Það hefur hann sýnt á vellinum síðustu ár, en það má
líka telja töluvert afrek að hafa fengið alla íbúa stórrar borgar upp á móti sér.
Hann lék um tíma við mjög góðan orðstír með Manchester United en var ekki
hátt skrifaður hjá stuðningsmönnum þess eftir að hann fór á brott og það ekki í
góðu. Óvinsældir hans jukust enn frekar meðal stuðningsmanna Rauðu djöfl-
anna þegar hann gekk til liðs við erkifjendurna í Manchester City og nú eru
stuðningsmenn bláa liðsins í borginni líka búnir að fá nóg af honum.
Þeir bæjarbúar sem ekki hafa áhuga á fótbolta, og þeir eru vissulega til, hugsa
honum svo eflaust þegjandi þörfina eftir þau ummæli hans fyrir nokkrum
misserum að borgin sé leiðinleg og þangað muni hann aldrei koma eftir að
knattspyrnuferlinum lýkur!
Að spila rassinn
úr buxunum
Meira en
bara leikur
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Carlos Tevez og Roberto Mancini á meðan
allt lék í lyndi. Þeir standa ekki framar
saman í þessum sporum ef að líkum lætur.
Reuters
’
Tevez er afreks-
maður. Það er tölu-
vert afrek að ná því
að fá alla íbúa stórrar
borgar upp á móti sér.
Margt er mannsins gaman. Þessir ágætu kumpánar hafa ugglaust haft það í huga þegar
þeir dembdu sér í drulluna í hinni fornu borg Allahabad á bökkum Ganges-fljóts á
föstudaginn og kútveltust saman um stund. Á eftir lauguðu þeir sig í fljótinu.
Veröldin
Reuters
Drullubað á bökkum Ganges
Einbýli í miðbæ Horsens á
Jótlandi í Danmörku
Til sölu
Mjög vel staðsett 5 herbergja 130 m² einbýlishús ásamt
74 m² kjallara til sölu í rólegu hverfi í miðbæ Horsens á
Jótlandi í Danmörku. Stutt í alla þjónustu, barnaskóli í
götunni, um 1 km í íþróttahús og sundhöll, innan við 5
mín. ganga í miðbæ Horsens.
Fasteignamat á húsinu er DKR. 1.9 milljónir.
Skipti á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu eru möguleg.
Lýsing:
Gengið er inn á fyrstu hæð, sem samanstendur af sam-
eiginlegu eldhús/stofu, einu barnaherbergi og baðher-
bergi með sturtu.
Á efri hæðinni eru tvö barnaherbergi og stórt hjóna-
herbergi með innangengu baðherbergi með sturtu.
Í kjallaranum er eitt stórt herbergi, tvö minni geymslu
rými, verkstæði og stórt þvottaherbergi. Húsið var gert
upp 2008. Ágætur garður í kringum húsið, frábær yfir-
byggð sólstofa tegist húsinu og lítill sólpallur.
Nánari upplýsingar í síma 0045 24454258 og/eða
www.neteignir.is