SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Page 10
10 2. október 2011
Þ
að var stutt viðtal við Steingrím J. Sigfússon, fjár-
málaráðherra, í síðdegisútvarpi RÚV snemma í vik-
unni, þar sem hann var staddur í Washington DC til
þess að sitja árlegan fund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
Alþjóðabankans. Að sögn fréttamannsins, Sveins Helgasonar, var
síðasta helgi annasöm hjá ráðherranum, sem fundaði stíft með
matsfyrirtækjum og fulltrúum erlendra banka og sjóða, með það
að markmiði að efla traust fjárfesta á íslensku efnahagslífi og telja
þeim trú um að í lagi væri að lána Íslendingum peninga.
Ekki var annað að heyra á ráðherranum en hann væri alsæll
með stöðu Íslands, því hann sagði m.a.: „Hvað Ísland varðar og
andrúmsloftið í okkar garð, þá er mjög ánægjulegt að vera hér
staddur.“ Og ráðherrann beinlínis hló af gleði og bætti svo við:
„Það er mikill munur frá því í
fyrra, svo maður tali nú ekki
um frá því í hittifyrra.“
Í hvaða tómi er fjár-
málaráðherrann og formaður
VG? Er hann í engu sambandi
við þann raunveruleika sem
við Íslendingar lifum og hrær-
umst í?
Einmitt um það leyti sem
fjármálaráðherrann hló af
einskærri gleði í útvarps-
viðtalinu, yfir því frábæra
viðmóti sem mætti honum á
fundunum í Washington, var
gerð opinber skýrsla Al-
þjóðaefnahagsráðsins (World
Economic Forum - WEF) þar
sem m.a. er lagt mat á heil-
brigði banka í 143 löndum.
Skemmst er frá því að segja,
hvað sem líður sölumennsku
Steingríms J. í Washington, að íslensku bankarnir fá falleinkunn
og eru við það að verma botnsætið – þeir eru í 141. sæti af 143 sæt-
um. Aðeins Úkraína og Írland eru neðar á listanum.
Ætli þeir hjá Alþjóðaefnahagsráðinu þurfi ekki að fara á kynn-
ingarnámskeið hjá íslenska fjármálaráðherranum, svo þeir átti
sig á að allt er í lukkunnar velstandi hjá okkur Íslendingum?
Á mánudag héldu Samtök atvinnulífsins (SA) fund um at-
vinnumálin undir yfirskriftinni „Ryðjum hindrunum úr vegi –
atvinnulíf í uppnámi“. Á þeim fundi var ríkisstjórnin gagnrýnd
harkalega fyrir aðgerðaleysi. Í máli Kolbeins Kolbeinssonar,
framkvæmdastjóra Ístaks, kom fram að fyrirtækið hefði gert einn
verksamning hér á landi á þessu ári. „Atvinnuleysið er að festast í
sessi og það er afleiðing þessarar stefnu sem er í gangi, að það sé
öruggast að gera ekki neitt,“ sagði Kolbeinn.
Það er einmitt mergurinn málsins. Ríkisstjórnin er ekki að gera
neitt og íslenskt atvinnulíf og þorri landsmanna líður fyrir að-
gerðaleysið.
Þrjúþúsundogsexhundruð fleiri Íslendingar fluttu frá Íslandi á
árunum 2008-2010 en til landsins og fólksflóttinn hefur bara
haldið áfram að vaxa það sem af er þessu ári.
En þau Steingrímur og Jóhanna halda áfram að berja sér á
brjóst, mæra hvort annað fyrir vel unnin störf og afrek, þegar
staðreyndin er sú, að orð eru eitt og athafnir annað, þegar þau
skötuhjú eiga í hlut. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra,
segist bæði sár og svekkt yfir yfirlýsingum Samtaka atvinnulífs-
ins. Heilsíðuauglýsing birtist hér í Morgunblaðinu á föstudag, þar
sem lýst var eftir Jóhönnu Sigurðardóttur og fundarlaunum heit-
ið. Fundarlaunin eru sögð vera afnám verðtryggingar heimilisl-
ána, gamalt og rækilega gleymt baráttumál forsætisráðherrans,
frá því að hún var óbreyttur þingmaður.
Forsætisráðherrann fannst um stundarsakir á fimmtudags-
kvöldið þar sem hún sat fyrir svörum í Kastljósinu. Ekki það að
svör hennar væru með þeim hætti að landsmenn gleddust sér-
staklega, en augljóslega var hún mjög glöð yfir eigin frammi-
stöðu, rétt eins og Steingrímur. Það fékk nú lítið á blessaða kon-
una að fregnir af fjöldauppsögnum héldu áfram að berast á
fimmtudag og í nýliðnum mánuði misstu um 180 manns atvinnu
sína.
Oddvitar ríkisstjórnarinnar þjást af alvarlegu sambandsleysi
við þjóð sína og lítil von um að þar verði einhver breyting á. Því
miður.
Sambandsleysi
oddvitanna
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Jóhanna
Sigurðardóttir
Steingrímur J.
Sigfússon
’
Ríkisstjórnin
er ekki að gera
neitt og íslenskt
atvinnulíf og þorri
landsmanna líður
fyrir aðgerðaleysið.
Eva Jóhannsdóttir, handrits-
höfundur og leikskólakennari,
lýsir deginum hjá sér við bleiu-
skiptingar og kattauppeldi.
07:30 Vekjaraklukkan byrj-
ar að hringja og snooze-
puttinn er settur á sinn stað
þar sem hann sinnir vinnu
sinni næstu 40 mínúturnar.
Bara þægilegt!
08:10 Fer buguð úr þreytu
á fætur, klæði mig og bursta í
mér tennurnar. Horfi á mig í
speglinum og ákveð að skella
engu framan í mig, og til hvers
líka? Ég vinn á leikskóla með
yngstu börnunum og þeim er
alveg sama.
08:30 Mætt til vinnu og
tilbúin í bleiurnar.
14:20 Kaffitíminn að byrja
og ég hringi í afa til að athuga
hvort hann verði ekki örugg-
lega heima á eftir svo ég geti
horft með honum á Leiðarljós.
Já fólk, Leiðarljós! Til er ungt
fólk sem kann að meta gleðina
sem þessir þættir eru.
16:30 Bruna til afa því það
eru fimm mínútur í þáttinn. Afi
talar við mig um hvað hann
sakni Rogers mikið og hvað
honum finnst Michelle vera
mikill vælukjói. Svo ræðum við
aðeins Revu og hvort hún muni
nokkuð deyja einu sinni enn og
hvers vegna Beth sé svona leið-
inleg. Afi minn er æðislegur
kall!
17:10 Hringi í Möggu vin-
konu mína til að athuga hvort
ég geti fengið lánaðan fótbolt-
ann hennar í klukkustund svo
ég og vinir mínir í CISV (Child-
ren International Summer
Villages) getum spilað fótbolta
til heiðurs Peace One Day. Go-
ogle it!
17:15 Kem heim og knúsa
kettlinginn minn, gef honum
nýtt vatn og segi hvað ég sé
stolt af honum að hann sé að
kúka á réttum stað í lífinu.
Hann var yfirgefinn af móður
sinni strax eftir fæðingu svo
hann kom til mín og Lilju vin-
konu minnar alveg ekki með
neitt á hreinu. Það tók okkur
samt ekki meira en tvo sólar-
hringa að fá hann til að kúka á
réttum stað. Ég sagði einmitt
við Lilju um daginn að ef við
eignuðumst barn saman þá
myndi það barn vera bleiulaust
fyrir eins árs afmælið!
18:00 Mætt í Vesturbæj-
arskóla til að sparka bolta. Á
staðnum voru stelpur sem
voru ekki miklir áhugamenn
um fótbolta svo eftir smá-
spark ákváðum við að fara í
skotbolta. Besta ákvörðun
dagsins því það var rosalega
gaman!
19:10 Kem heim og knúsa
kettlinginn minn, hækka í
öllum ofnum og fer undir
teppi með tölvuna í fanginu.
19:30 Rista mér átta
brauðsneiðar með túnfisksal-
ati og skinkusalati til skiptis.
Stelst til að gefa kisa smábita.
20:00 Undirbý fund sem
ég er að fara að halda með
Oddrúnu vinkonu minni.
Hún er líka í CISV og við er-
um að skipuleggja sólarhring
af fyrirlestrum og gleði fyrir
árlegan ungliðafund CISV-ara
á Íslandi sem verður haldinn
næstu helgi.
23:10 Oddrún var að fara,
ég poppa mér og fer upp í
herbergið mitt með tölvuna
til að glápa á þætti og hafa
það kósí. Góða nótt.
Dagur í lífi Evu Jóhannsdóttur leikskólakennara
Eva Jóhannsdóttir horfir á Leiðarljós í sjónvarpinu og finnst það gaman. Svo spilar hún líka fótbolta.
Knúsa kettlinginn