SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Qupperneq 18
18 2. október 2011
T
il hefðbundinna fjölmiðla hafa hingað til talist
dagblöð, útvarp og sjónvarp. Þróunin er afar
hröð í þeirri tækni sem fjölmiðlar nýta sér og
því oft erfitt að henda reiður á hvað séu fjöl-
miðar í dag og hvað ekki.
Á Íslandi eru gefin út tvö dagblöð, Fréttablaðið og
Morgunblaðið en ekki eru mörg ár liðin frá því hér voru
gefin út fimm dagblöð. Bæði blöðin hafa átt í verulegum
erfiðleikum undanfarin ár og stóð til að sameina útgáfu
þeirra eftir hrunið 2008. Samkeppniseftirlitið hafnaði
hins vegar samrunanum og í lok febrúar 2009 kom nýr
útgefandi að Morgunblaðinu undir forystu Óskars
Magnússonar. Á svipuðum tíma breyttist eignarhaldið á
Fréttablaðinu en það er að mestu í eigu Ingibjargar
Pálmadóttur.
365 miðlar, sem eiga meðal annars Fréttablaðið, reka
einnig fimm útvarpsstövar, fimm sjónvarpsstöðvar og
vefmiðilinn Vísi.is.
Árvakur, sem gefur út Morgunblaðið, rekur einnig
vefmiðilinn mbl.is.
Stór hluti af fréttamiðlun Árvakurs og 365 fer fram á
netinu sem er eðlilegt ef horft er til þess að 93% þeirra
Íslendinga sem eru nettengdir fara daglega inn á netið,
samkvæmt nýlegri skýrslu Hagstofu Íslands.
Úr pappír yfir í rafrænt form
Skiptar skoðanir eru um hvort netið eigi eftir að koma í
stað dagblaðanna en Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi
ritstjóri Morgunblaðsins, er sannfærður um það. Hann
telur að dagblöð eigi eftir að hætta að koma út í því
formi sem þau eru gefin út í dag og útgáfa þeirra færist
yfir á netið. Þessi þróun taki einhverja áratugi en hjá
henni verði ekki komist.
Ari Edwald, forstjóri 365, sér fyrir sér að dagblöðum
eigi ekki eftir að fjölga heldur miklu fremur eigi þeim
eftir að fækka. „Ég held að Fréttablaðið haldi velli, það
hefur fundið sér rekstrargrundvöll. Það er hinsvegar
hægt að draga saman í kostnaði ef viljinn er fyrir hendi
og þörf fyrir það. Til að mynda með því að draga úr
prentun og dreifingu. Núna er Fréttablaðinu dreift á Ak-
ureyri og í kassa víðar. Ef þörf er á er hægt að einbeita
sér að því að dreifa blaðinu í hús á suðvesturhorninu og
minnka upplagið í 60 þúsund eintök. Nánast allar aug-
lýsingar koma af þessu svæði og er þeim yfirleitt beint að
neytendum á þessu svæði.“
Aukin áhersla á netið
Í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD,
kemur fram að bæði útvarp og sjónvarp hafi tekið spón
úr aski dagblaðanna löngu fyrir daga netsins. Hins vegar
hafi þróunin verið hröð undanfarin ár þar sem auglýs-
ingar og lesendur dagblaða færist sífellt meira á netið. Af
31 landi innan OECD hefur lestur á dagblöðum minnkað í
tuttugu þeirra. Kreppan undanfarin ár hefur ýtt enn
frekar undir þessa þróun. Er það einkum unga kynslóðin
sem hefur yfirgefið dagblöðin og leitað á náðir netsins í
leit að fréttum. Telur OECD að þessi þróun eigi bara eftir
að verða á sömu leið, lesendur fari frá dagblöðum yfir á
netið og er svo komið að í sumum löndum er netið orðið
helsta uppspretta frétta. Fjölmörg dagblöð og ljós-
vakamiðlar eru með fréttavefi á sínum snærum en í
flestum tilvikum hefur gengið illa að fá neytendur til að
greiða fyrir fréttir á netinu. Að vísu sannar undantekn-
ingin regluna í tilviki viðskiptablaðanna Financial Times
og Wall Street Journal. Fleiri fréttamiðlar eru að fóta sig
sem áskriftarvefir, svo sem Sunday Times og Times í
Bretlandi og New York Times í Bandaríkjunum. Líklegt
er að fleiri dagblöð stefni í þessa átt til þess að auka á
arðsemi útgáfunnar en ólíklegt er að stigin verði stór
skref í þá átt á næstunni þar sem það er ekki auðvelt að
fá fólk til að borga fyrir það sem áður var ókeypis. Enda
spurning um hvort neytendur sætta sig við að greiða
manni eins og Rupert Murdoch fyrir upplýsingar sem
hann veitti þeim áður án endurgjalds?
En það eru ekki bara fréttavefir sem eru í sókn því af-
þreyingarvefir njóta mikilla vinsælda sem og sam-
skiptavefir. Samskiptasíður á borð við Facebook og
Twitter njóta mikilla vinsælda á netinu og höfðu, sam-
kvæmt nýrri rannsókn Hagstofu Íslands, tæp 76% net-
notenda notað slíkar síður í ár sem er 5,5% aukning frá
árinu 2010. Tæplega 54% höfðu notað „Wiki“ síður, 42%
lásu eða skrifuðu skoðanir um samfélagsleg málefni á
netinu og 33% höfðu reynt að hafa áhrif á samfélagslega
eða pólitíska umræðu, til að mynda með netkosningum
eða rafrænum undirskriftalistum.
Efast um varðhundinn
Fjölmiðlar og starfsmenn þeirra hafa sætt gagnrýni fyrir
að sinna ekki eftirlitshlutverki sínu nægjanlega. Hafa
sumir gengið svo langt að segja að hlutverki þeirra sem
varðhundsins sé lokið á sama tíma og fjölmiðlafyr-
irtækjum hefur fækkað og þau stækkað sem eftir lifa. Eitt
af þeim ráðum sem eigendur fjölmiðla nota til þess að
draga úr kostnaði er að hætta að birta djúpar fréttaskýr-
ingar eða fréttaskýringaþætti. Slíkt efni er tímafrekt að
vinna og yfirleitt eru það reyndir blaðamenn sem settir
eru í slíka vinnu. Hafa fjölmargir fjölmiðlar því hætt að
halda úti slíkri starfsemi á hefðbundnum fjölmiðlum.
Með tilkomu netsins spruttu upp fréttaveitur sem ekki
eru háðar hinum stóru eigendum fjölmiðla. Meðal þeirra
sem tóku þátt í þessum breytingum er Dan Gillmor sem
starfaði sem blaðamaður í 25 ár en árið 2005 snéri hann
Hvaðan
koma
fréttirnar?
Hver drap dagblaðið? var spurt á forsíðu vikuritsins Economist
árið 2006. Nú fimm árum síðar eru dagblöð enn gefin út en ljóst að
mörg þeirra eiga í verulegum rekstrarerfiðleikum. Ekkert bendir
hins vegar til þess að dagblöðin deyi drottni sínum á næstunni en
mikil gerjun er í fjölmiðlaheiminum.
Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is