SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 30
30 2. október 2011 V iðurkenning á sjálfstæði Palest- ínuríkis er komin á dagskrá. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra hefur tilkynnt að hann muni leggja til við Alþingi í næstu viku, að Ísland viðurkenni sjálfstæði Pal- estínu, í kjölfar þess, að ríkið hefur óskað eftir fullri aðild að Sameinuðu þjóðunum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, hefur lýst fyrirvara við slíka viðurkenningu, m.a. með tilvísun til þess að flest Evrópusambandsríki hafi slíkan fyrirvara á málinu. Eru einhver sérstök efnisleg rök fyrir því að viðurkenna ekki sjálfstæði Palest- ínu? Enginn dregur í efa að Palestínu- arabar eru sérstök þjóð, sem ræður yfir tilteknu landsvæði, þótt mjög sé að þeim þrengt. Hvers vegna ætti ekki að viður- kenna Palestínu sem sjálfstætt ríki? Af því að Ísraelar eru á móti því? Eru það nægileg rök? Nei. Það er ekki hægt að færa nokkur efnisleg rök fyrir því, að Ísland viðurkenni ekki Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Það skiptir engu í þessu sambandi, þótt mörg ESB-ríki hafi ekki viðurkennt og muni ekki viðurkenna sjálfstæði Palest- ínu. Við erum sjálfstæð þjóð, sem tekur eigin ákvarðanir og þarf ekki á leiðbein- ingum frá Evrópusambandinu eða aðild- arríkjum þess að halda. Voru einhverjir fyrri til en Íslendingar að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna? Nei. Meðferð Evrópuþjóða á gyðingum, ekki bara á 20. öldinni heldur á mörgum und- anförnum öldum, þolir ekki dagsins ljós. Og þar eiga Þjóðverjar ekki einir hlut að máli, þótt þeir hafi gengið lengra en aðrir. Meðferð Ísraelsmanna á Palestínumönn- um er heldur ekki siðuðu fólki sæmandi. Saga einnar palestínskrar fjölskyldu, sem ég hef kynnzt, lýsir í hnotskurn hlut- skipti Palestínuaraba á okkar tímum. Á árinu 1948 hraktist níu ára gamall drengur með foreldrum sínum og stórum hópi systkina og frændsystkina af landsvæði fjölskyldunnar, sem missti allar eigur sín- ar og var á hrakhólum eftir það og er enn. Þessi stóra fjölskylda sundraðist og býr nú í mörgum löndum Mið-Austurlanda, Evr- ópu og í Bandaríkjunum. Þessi níu ára gamli drengur komst að lokum til Austur- Þýzkalands, þar sem hann fór í háskóla og varð læknir. Hann starfaði sem læknir á Íslandi, í Þýzkalandi, Frakklandi og í Mið- Austurlöndum. Hann átti sér hvergi ræt- ur. Að lokum, á efri árum, varð hann ís- lenzkur ríkisborgari. Sá sem greiddi fyrir því af miklum drengskap var Bjarni Bene- diktsson, þáverandi formaður allsherjar- nefndar Aþingis. Þessi ungi, heimilislausi og rótlausi drengur, sem hraktist frá æskuheimili sínu við stofnun Ísraelsríkis, fann að lokum skjól á Íslandi. Hann er nú látinn en skilur eftir sig afkomendur hér. Það var nálægt einni milljón Palestínu- araba, sem hlaut svipuð örlög og dr. Abdel Fattah el-Jabali. Hvaða tilfinningar má ætla að ríki hjá þessum hópi fólks og af- komendum þeirra víða um lönd vegna ákvarðana, sem teknar voru af hinum gömlu nýlenduveldum Evrópu á árunum 1947 og 1948? Liggur það ekki í augum uppi? Og er eitthvað erfitt að skilja það? Eiga þessi nýlenduveldi enn að ráða ferð- inni? Stórir hópar gyðinga geta sagt svipaða sögu um eigin örlög. Fyrir mörgum árum kynntist ég sendiherra Ísraels á Íslandi, sem þá var. Hann hafði hrakizt frá heima- landi sínu, Ungverjalandi, sem lítið barn undan ofsóknum gegn gyðingum. Hann lenti í Auschwitz, þar sem hann varð einn af hinum frægu Mengele-tvíburum. Hann lifði þá dvöl af. Á efri árum sneri þessi maður til baka til heimalands síns, sem sendiherra Ísraels í Ungverjalandi, með aldraða móður sína. Meðferðin á bæði gyðingum og Palest- ínumönnum er samtíma okkar til skammar. En staðreynd er að meg- inástæðan fyrir því, að Palestína fær ekki viðurkenningu umheimsins sem sjálfstætt og fullvalda ríki, eru pólitískar aðstæður í Bandaríkjunum. Gyðingar eru ekki nema um 3% af kjósendum í Bandaríkjunum. En áhrif þeirra eru miklu meiri en sem því nemur vegna peninganna. Þeir ráða áhrifamiklum fjölmiðlum í Bandaríkj- unum og þeir ráða yfir miklu fjármagni, sem er nauðsynlegt til að tryggja yfirráð í Hvíta húsinu. Við Íslendingar eigum engra hagsmuna að gæta, hvorki pólitískra né fjárhagslegra. Við höfum efni á því – sem er mikill mun- aður nú á tímum – að taka efnislega af- stöðu til þessa máls. Við höfum heldur ekki óbeinna hagsmuna að gæta. Þegar Bandaríkin fóru með varnarliðið frá Ís- landi misstu þeir það vogarafl í sam- skiptum við okkur, sem áframhaldandi dvöl þess gat verið. Þeir höfðu ekki áhuga á að veita okkur stuðning í hruninu haust- ið 2008. Það höfðu gömlu nýlenduveldin í Evrópu heldur ekki. Þvert á móti reyndu þau að binda okkur í skuldafjötra. Allt í einu erum við í þeirri öfundsverðu stöðu að geta tekið eigin ákvarðanir án þess að þurfa að huga að öðrum hags- munum. Í því er fólginn mikill styrkur, þótt hann sé bara siðferðilegur. Það er fleira, sem getur skipt máli en pólitísk áhrif eða fjárhagslegt bolmagn. Það skipti máli, þegar Jón Baldvin Hannibalsson, þá utanríkisráðherra, hóf að tala máli Eystrasaltsríkjanna á al- þjóðavettvangi. Yfirleitt skiptir Ísland engu máli í alþjóðlegu samhengi. En stöku sinnum getur það gerzt að þeir sem hafa ekkert á bak við sig nema efnisleg rök og eiga engra hagsmuna að gæta geta sagt það, sem rétt er að segja og nauðsynlegt að einhver segi. Nú eru slíkar aðstæður uppi. Þess vegna á Ísland að lýsa fullum stuðningi við full- veldi og sjálfstæði Palestínu. Það mun eng- um úrslitum ráða. En það er rétt afstaða. Ísland á að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Palestínu Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Á þessum degi árið 1187 féll kristið ríki, Jerúsal- em, í hendur múslimaforingjans Saladins. Þá hafði borginni verið stjórnað af krossförum í 88 ár. Jerúsalem er miðpunktur múslima, gyðinga og krist- inna manna. Með sigrum Seljuk-Tyrkja á stórum svæðum Býsanríkisins fyrir botni Miðjarðarhafsins á 11. öld fór páfadómur að verða mjög uggandi um hag kristinna manna á svæðinu. Gefið var út herboð um alla Evrópu og safnað liði í fyrstu krossförina árið 1095. Mikið lið krist- inna manna sigraði Jerúsalem árið 1099. Eftir sigurinn var konungsríki Jerúsalem stofnað og leiddi Baldwin nokkur það ríki fyrstu árin. Múslimar reyndu að ná borginni strax aftur, enda er hún heilög fyrir þeim, en krossfararnir sigruðu þá í öllum orrustum. Jerúsalemríkið stækkaði undir stjórn Baldwins og varð stöðugt og áhrifamikið á svæðinu. Saladin tekur við völdum En um 40 árum eftir að kristnir menn lögðu Jerúsalem undir sig fæddist Saladin nokkur, sem varð soldán yfir Egyptalandi árið 1174. Hann reyndist allt í senn góður og mildur stjórnandi ríkis síns og afburðaherforingi. Þegar hann byrjaði að herja á konungsríki Jerúsalem var mikil sundrung á meðal stjórnenda ríkisins. Þeir lögðu niður deilur sínar og sameinuðust til að mæta innrás Saladins árið 1187. Herirnir mættust við Hattin í júlí það ár. Þar sýndi Saladin hersnilli sína og gersigraði her kristinna. Af um 20.000 manna herliði kristinna féllu um 17.000 manns í valinn. Í raun voru örlög Jerúsalem þar með ráð- in. Hinn 20. september settist Saladin með herlið sitt um borgina. Saladin bauð friðsamlega uppgjöf en krossfar- arnir höfnuðu því boði. Saladin lét steinum og örvum rigna yfir borgina í nokkra daga áður en hann gerði árás þar sem Davíðsturninn gnæfði yfir. Krossfararnir vörðust þeirri árás og eftir nokkurra daga misheppnaðar tilraunir hóf Saladin árás á hinn enda borgarinnar þar sem virk- isveggirnir voru ekki jafnháir. Mannfall kristinna í vörn- inni varð brátt það mikið að þeir byrjuðu að leita leiða til að semja við Saladin. En núna vildi Saladin ekki lengur semja. Þá hótuðu krossfararnir að drepa alla múslima sem voru í borginni en þeir voru um 5000 og að leggja í rúst hina heilögu mosku þeirra, Al-Aqsa moskuna. Þá gaf Sal- adin undan. Samið var um lausnarfé fyrir flesta íbúa borgarinnar og á þessum degi árið 1187 gáfust þeir upp með skilmálum. Saladin sýndi mildi við töku borgarinnar þótt hann hafi selt þónokkuð af borgarbúum í þrældóm. Fall Jerúsalem varð til þess að herboð fór um alla Evr- ópu og þriðju krossförinni var hrint af stað. Í forystu hennar var verðugur andstæðingur Saladins, Ríkharður ljónshjarta. Hann var enskur herforingi og konungur sem vakti meira að segja aðdáun Saladins sjálfs. Árið 1189 kom Ríkharður með lið sitt að botni Miðjarðarhafsins. Rík- harður átti eftir að vinna mikið af landi undir sig en náði aldrei Jerúsalem. Ríkharður vann allar orrustur við Sal- adin og skaðaði hans mikla orðspor. En enga vann hann með það afgerandi hætti að hann næði að brjóta Saladin á bak aftur. Mikilvægasta og mest afgerandi orrustan sem Ríkharður vann var við Arsuf árið 1191. Af um 20.000 manna liði sínu missti Saladin um 7.000 menn og þurfti að hörfa til Jerúsalem. Saladin dó síðan sóttdauða árið 1193. En eftir sigur hans á Jerúsalem var borgin alltaf í höndum múslima allt fram á 19. öld að Bretar tóku völdin. Hann er því í hávegum hafður í ríkjum múslima í dag. Árásargjarnir leiðtogar múslima minnast hans gjarnan og lét Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, til dæmis mála margar myndir af sér í líki Saladins. Þrátt fyrir að Ríkharður ljónshjarta ynni allar orrustur sínar treysti hann sér aldrei til að ráðast á Jerúsalem. Hann fór á endanum heim til Englands án þess að ná lokatakmarki sínu. Hann lést í bardaga í Normandí. Í um- sátri um franska borg náði strákur með lásboga að hitta konunginn í hálsinn. borkur@mbl.is Fall Jerúsalem Gamalt kort þarsem Jerúsalem er miðpunktur veraldarinnar. ’ Samið var um lausnarfé fyrir flesta íbúa borgarinnar og á þessum degi árið 1187 gáfust þeir upp með skilmálum. Saladin sýndi mildi við töku borgarinnar þótt hann hafi selt þónokkuð af borg- arbúum í þrældóm. Krossfarar gefast upp fyrir Saladin eftir tapaða orrustu. Á þessum degi 2. október 1187

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.