SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Side 31

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Side 31
2. október 2011 31 L andsmönnum gefst tækifæri á að sjá Hallgrím Ólafsson leikara fara á kostum í nýjum sjónvarps- þætti á RÚV þessa dagana, Kexvexmiðjunni, og brátt mun honum bregða fyrir í öðrum nýjum sjón- varpsþætti, Heimsenda. Hallgrímur er sviðsljósinu ekki ókunnur þar sem hann hefur frá unga aldri fengist við tónlist og var hann ófeiminn við að stíga á svið í grunnskólanum á Akranesi, en hann er borinn og barnfæddur Skagamaður. Hallgrímur hefur verið áberandi í leiklistarheiminum síðan hann lauk námi við leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Eftir útskrift starfaði hann með Leikfélagi Akureyrar og fór m.a. með hlutverk í sýningunum Óvitum og Fló á skinni. Árið 2008 gerði hann síðan samning við Borgarleik- húsið og hefur verið áberandi í stórum sýningum leikhússins á borð við Fjölskylduna, Gauragang, Fólkið í blokkinni og fjölda annarra sýninga. Hann er í sambúð með Matthildi Magnúsdóttur lögfræðingi og saman eiga þau soninn Elmar Frey. Hallgrímur á eina stúlku úr fyrri sambúð, Hörpu Líf. Hallgrímur er mikill áhugamaður um bæði stangveiði og golf og eru sumrin undirlögð þessum áhugamálum hans. Á vet- urna er aftur á móti vinnan fyrirferðarmeiri þó að honum þyki líka gaman að elda góðan mat. signy@mbl.is Skeggi safnað fyrir Heimsenda. Á æskuheimilinu að Skarðsbraut 7. Bræðurnir Hallgrímur, Gunnar Hafsteinn og Jón Valur í bleikjuveiði á Hornströndum. Fjölskyldan á góðri stund. Hallgrímur með unnustu sinni Matthildi, syn- inum Elmari Frey og dótturinni Hörpu Líf. Það næsta sem ég komst góðærinu var að prófa fjórhjól í veiðiferð. Félagarnir Halli, Jói og Gói stjórna brekkusöng á írskum dögum á Akranesi. Golfari og góður kokkur Myndaalbúmið Hallgrímur Ólafsson leikari gerð- ist svo ljúfur að hleypa okkur í myndaalbúm sitt í þessari viku. Var kosinn Hátónsbarkinn 1990. Fyrsti fiskurinn veiddur og áhuginn kviknar. Ólíkur sjálfum sér á útskriftarmyndinni. „Hér sést einfaldlega hvað ég var afspyrnu fallegt fermingarbarn,“ segir Hallgrímur. „Mér finnst ég svo töff pabbi þarna,“ segir Hallgrímur.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.