SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Síða 32
32 2. október 2011
F
yrr á öldum var það talið náttúrulögmál að hlut-
skipti borgaranna væri ólíkt þegar kæmi að rétt-
indum þeirra og skyldum. Þessu jafnvægi mætti
ekki raska – það endurspeglaði náttúrurétt. Í
mörgum trúarbrögðum gætti þessa skilnings og gætir
reyndar enn. Kirkjunnar menn á miðöldum líktu þannig
samfélaginu við líkama, þar sem hver þegn hefði sína sér-
stöku stöðu í lífinu með sama hætti og hver líkamspartur
hefði sinn sérstaka tilgang. Stéttakerfið í hindúisma er
grein af sama meiði. Viðhorfsbreyting varð á Vest-
urlöndum í kjölfar upplýsingarstefnunnar á átjándu öld
þegar kenningar um frelsi, jafnrétti og bræðralag festu
rætur. Þessar hugmyndir komust síðan til framkvæmda í
frönsku byltingunni og með stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Lýðræði sem þjóðskipulag, þar sem allir eru jafnir fyrir
lögum og réttur þeirra er tryggður í stjórnarskrá, breidd-
ist út um heiminn í kjölfarið.
Þróun grunnréttinda
Rétt einstaklingsins á vernd fyrir utanaðkomandi kúgun,
frelsi til orðs og athafna, kosningafrelsi og rétt til óvil-
hallrar meðferðar fyrir dómstólum er hægt að kalla
„fyrstu kynslóðar réttindi“. Stjórnarskrár lýðræðisríkja
miða allar að því að tryggja þessi réttindi – tryggja rétt
borgaranna gegn ríkinu. Um leið er ríkinu gefinn einka-
réttur á að beita þá ofbeldi, ef þeir fara ekki að leikreglum
samfélagsins. Stjórnarskrá er því grunnsáttmáli borg-
aranna — hún setur leikreglur þeirra, bæði innbyrðis og
gagnvart ríkisvaldinu.
Eftir fyrri heimsstyrjöld komu fram hugmyndir um það
sem kalla má „aðra kynslóð réttinda“ en þau fjalla um rétt
einstaklingsins til að búa við mannsæmandi kjör, rétt til
atvinnu, menntunar, heilsugæslu, að lifa við reisn, rétt til
húsnæðis o.s.frv. Annarrar kynslóðar réttindi leiða oftar
en ekki til þess að hlutverk ríkisins er útvíkkað og vald
þess yfir einstaklingnum er aukið. Hugsum okkur t.d.
réttinn til atvinnu. Ef ég get með engu móti fengið vinnu
ætti ég samkvæmt stjórnarskrá að geta höfðað mál á
hendur ríkisvaldinu fyrir að hafa brotið réttindi mín og
þar með er atvinnumiðlunarhlutverk ríkisins skilgreint.
Annað dæmi væri ef stjórnarskrá kvæði á um rétt til hús-
næðis – húsnæðismiðlunarhlutverk ríkisins væri þá lög-
leitt. Þriðja dæmið er réttur til lífs, en það gefur mér sem
borgara rétt til að krefjast þess á öllum stundum af rík-
isvaldinu, að það sjái mér fyrir fullkomnustu heilbrigð-
isþjónustu sem völ er á. Þar væru engin takmörk sett, ella
væru brotin á mér stjórnarskrábundin réttindi. Sama má
segja um réttinn til að búa við reisn, mannsæmandi kjör,
menntun o.s.frv.
Augljóst er að endimörk ríkisins væru engin ef borg-
ararnir ættu skýlausan stjórnarskrárbundinn rétt á öllu
þessu. Ríkið væri alfa og ómega í lífi okkar – upphaf og
endir alls þjóðlífs. Jafnframt er augljóst að til að framfylgja
þessum rétti þyrfti ríkið að brjóta „fyrstu kynslóðar rétt-
indi“. Hvernig ætti t.d. að fjármagna þessi réttindi mín án
þess að brjóta á eignarrétti annarra borgara? Þyrfti ríkið
ekki að kúga suma borgara til að tryggja réttindi annarra?
Því ríkir alls ekki samstaða um hvað skuli teljast til rétt-
inda borgaranna og reyndar má halda því fram með
nokkrum sanni að önnur kynslóð réttinda leiði óhjá-
kvæmilega til þess að réttindum af fyrstu kynslóð sé
hamlað.
Undanfarið hefur komið fram það sem kalla mætti
„þriðju kynslóðar réttindi“, en þau ná m.a. yfir réttinn til
að njóta friðar frá stríðsátökum, náttúruverndar og -nýt-
ingar, réttinn til ómengaðrar náttúru og einnig mætti
nefna rétt dýra. Réttindi sem flokkast til þriðju kynslóðar
eru vægast sagt umdeild. Þau hafa þó ratað í einhverjar
stjórnarskrár, en hægt er að líta á þær sem almennar
stefnuyfirlýsingar með afar takmarkað lagagildi.
Stjórnarskrár byggjast óvíða á annarrar og þriðju kyn-
slóðar réttindum, en oft má finna þau í ákvæðum alþjóða-
samninga. Þetta stafar ekki eingöngu af því að ekki ríkir
full samstaða um að binda hag-félagsleg réttindi í stjórn-
arskrá, heldur einnig af þeirri augljósu ástæðu að alþjóð-
legir samningar eru í fæstum tilfellum lagalega bindandi,
þar sem ekki er hægt að framfylgja þeim fyrir dómstólum,
þótt undantekningar séu þar á, s.s. stríðsglæpadómstóll-
inn. Því er með góðri samvisku hægt að segja, að alþjóða-
samningar skilgreini hlutverk ríkisvaldsins með öðrum
hætti en stjórnarskrá gerir. Brýnt er að rugla ekki saman
því að ríki undirgangist alþjóðasamninga og hinu að
ákvæði þeirra eigi heima í stjórnarskrá. Það myndi leiða til
að í stað þess að stjórnarskrá sé vernd fyrir afskiptum rík-
isins, þá verður hún trygging fyrir afskiptum ríkisins.
Stjórnarskrá á að vernda okkur fyrir duttlungum stjórn-
mála- og embættismannanna.
Framangreind umræða virðist fljótt á litið vera nátengd
álitaefnum stjórnmálanna. Því er ólíklegt að sátt náist í
bráð um hvað skuli eiga heima í stjórnarskrá og hvað ekki.
En þessi misklíð er ekki ný af nálinni.
Ólíkar hugmyndir um hlutverk ríkisins
Fylgismenn nytjahyggjunnar á nítjándu öld aðhylltust þá
skoðun að markmið stjórnvalda eigi ávallt að vera það að
hámarka samanlagða velferð þjóðfélagsþegnanna. Stjórn-
málaheimspekingar síðari tíma hafa gengið skrefinu
lengra en nytjahyggjumennirnir og tók til dæmis John
Sáttmáli
borgaranna
Ég er þeirrar skoðunar að það
hafi verið mikil mistök hvernig
staðið var að stjórnarskrár-
málinu. Ég tel að málið hafi ekki
verið hugsað til enda. Margir
munu mótmæla þessari skoðun
minni og úthrópa mig sem úr-
tölumann. Við það fólk vil ég
segja: heilbrigð skoðanaskipti
og rökræður eru nauðsynlegar í
lýðræðisþjóðfélagi.
Tryggvi Þór Herbertsson
Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður.