SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Qupperneq 34
34 2. október 2011
Þ
að er ekki á hverjum degi sem
íslenskir tónlistarmenn koma
fram á tónleikum í Palestínu en
Steinar Matthías Kristinsson
trompetleikari varð þess heiðurs aðnjót-
andi á dögunum þegar hann lék með
Ungmennahljómsveit Palestínu á tvenn-
um tónleikum í Ramallah og Nablus.
„Þetta kom þannig til að samkennari
minn við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar,
sem boðið var starf úti í Palestínu í vetur,
frétti að hljómsveitina vantaði trompet-
leikara fyrir tvenna tónleika í ágúst og
benti á mig.
Jórdanskur trompetleikari, sem leiða
átti brassdeildina, heltist úr lestinni af
vegabréfsástæðum og mér var boðið að
taka við af honum. Boðið kom á ágætum
tíma, þar sem ég var í sumarfríi, og ég
ákvað því að slá til,“ segir Steinar.
Sinfóníuhljómsveit æskunnar í Palest-
ínu starfar eftir sömu hugmyndafræði og
West-Eastern Divan-hljómsveit Daniels
Barenboims en þar sameina arabar, gyð-
ingar og fleiri krafta sína og flytja tónlist
í þágu friðar í heiminum. Um helmingur
sveitarinnar var skipaður heimamönnum
að þessu sinni en þar voru líka fjórir Ísr-
aelsmenn, auk hljóðfæraleikara frá tólf
öðrum löndum. Steinar var aldursforset-
inn í hópnum, 29 ára.
Eins og kjafturinn þolir
Tónleikarnir fóru fram 16. og 17. ágúst í
Ramallah og Nablus á Vesturbakkanum
og voru um eitt þúsund áheyrendur á
hvorum stað. Stjórnandi var Hilary
Garcia, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóní-
unnar í Valencia á Spáni. „Tónleikarnir
gengu vel, standardinn á þessari hljóm-
sveit er alveg þokkalegur,“ segir Steinar.
Stíft var æft fyrir tónleikana, átta til
níu tíma á dag í tæpar tvær vikur, í bæ
sem nefnist Birzeit. „Satt best að segja
átti ég ekki von á svona stífum æfingum
en maður er svo sem ekki óvanur
löngum vinnudegi hér heima. Það er
alltaf gaman að sjá hversu mikið kjaft-
urinn þolir,“ segir Steinar og brosir.
„Þetta var erfitt en að sama skapi mjög
gefandi og ég lærði heilmargt á þessu.“
Ýmsir lögðu hönd á plóginn meðan á
æfingum stóð, svo sem Tom Hammond,
sem var básúnuleikari hjá Fílharmóníu-
hljómsveit Lundúnaborgar. Í dag starfar
hann að mestu sem stjórnandi málm-
blásturshópa og kammerhljómsveita í
Bretlandi. „Það var frábært að fá tæki-
færi til að vinna með honum.“
Steinar hafði ekki mörg tækifæri til að
koma íslenskri tónlist á framfæri eystra
en náði þó að leika nokkur íslensk stef í
hléum, svo sem þjóðsönginn og Litlu
fluguna. „Ég sá ekki annað en það félli í
frjóan jarðveg.“
Landið ósnortin perla
Þetta var fyrsta heimsókn Steinars til
Palestínu og ber hann landi og þjóð vel
söguna. „Landið er afskaplega fallegt –
ósnortin perla – og fólkið yndislegt. Það
þráir ekkert heitar en frið og að lifa í sátt
og samlyndi við aðrar þjóðir. Fólk er
greinilega orðið langþreytt á þessu
skelfilega ástandi,“ segir Steinar sem
fagnar frumkvæði íslenskra stjórnvalda
sem íhuga nú að lýsa yfir stuðningi við
sjálfstæði Palestínu. „Vonandi finnst við-
unandi lausn á vanda þessarar stríðs-
hrjáðu þjóðar sem allra fyrst.“
Steinari kom á óvart hversu rólegt var
um að litast bæði í Ramallah og Nablus.
„Auðvitað sá maður hermenn á götum
úti en andrúmsloftið var alls ekki þrúg-
andi. Kannski hef ég bara hitt þannig á.
Samt er skelfingin aldrei langt undan,
ein stelpan í hljómsveitinni missti til
dæmis heimili sitt í sprengingu fyrir
fimm árum. Maður getur ekki gert sér í
hugarlund hvernig er að búa við svona
aðstæður.“
Steinar skoðaði sig víða um, fór meðal
Steinar Matthías Kristinsson með trompetinn á lofti. Hann kveðst hafa lært margt í ferðinni til Palestínu.
Morgunblaðið/Eggert
Taktmælirinn
styggði
sprengjusér-
fræðingana
Steinar Matthías Kristinsson
trompetleikari kom fram
á tvennum tónleikum í þágu
friðar með ungmenna-
hljómsveit í Palestínu fyrir
skemmstu. Ferðin var að
vonum mikið ævintýri og
ber Steinar landi og þjóð
vel söguna.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ungmennahljómsveitin á tónleikunum í Nablus.