SunnudagsMogginn

Ulloq
  • Qaammatit siuliiOctober 2011Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Qupperneq 34

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Qupperneq 34
34 2. október 2011 Þ að er ekki á hverjum degi sem íslenskir tónlistarmenn koma fram á tónleikum í Palestínu en Steinar Matthías Kristinsson trompetleikari varð þess heiðurs aðnjót- andi á dögunum þegar hann lék með Ungmennahljómsveit Palestínu á tvenn- um tónleikum í Ramallah og Nablus. „Þetta kom þannig til að samkennari minn við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, sem boðið var starf úti í Palestínu í vetur, frétti að hljómsveitina vantaði trompet- leikara fyrir tvenna tónleika í ágúst og benti á mig. Jórdanskur trompetleikari, sem leiða átti brassdeildina, heltist úr lestinni af vegabréfsástæðum og mér var boðið að taka við af honum. Boðið kom á ágætum tíma, þar sem ég var í sumarfríi, og ég ákvað því að slá til,“ segir Steinar. Sinfóníuhljómsveit æskunnar í Palest- ínu starfar eftir sömu hugmyndafræði og West-Eastern Divan-hljómsveit Daniels Barenboims en þar sameina arabar, gyð- ingar og fleiri krafta sína og flytja tónlist í þágu friðar í heiminum. Um helmingur sveitarinnar var skipaður heimamönnum að þessu sinni en þar voru líka fjórir Ísr- aelsmenn, auk hljóðfæraleikara frá tólf öðrum löndum. Steinar var aldursforset- inn í hópnum, 29 ára. Eins og kjafturinn þolir Tónleikarnir fóru fram 16. og 17. ágúst í Ramallah og Nablus á Vesturbakkanum og voru um eitt þúsund áheyrendur á hvorum stað. Stjórnandi var Hilary Garcia, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóní- unnar í Valencia á Spáni. „Tónleikarnir gengu vel, standardinn á þessari hljóm- sveit er alveg þokkalegur,“ segir Steinar. Stíft var æft fyrir tónleikana, átta til níu tíma á dag í tæpar tvær vikur, í bæ sem nefnist Birzeit. „Satt best að segja átti ég ekki von á svona stífum æfingum en maður er svo sem ekki óvanur löngum vinnudegi hér heima. Það er alltaf gaman að sjá hversu mikið kjaft- urinn þolir,“ segir Steinar og brosir. „Þetta var erfitt en að sama skapi mjög gefandi og ég lærði heilmargt á þessu.“ Ýmsir lögðu hönd á plóginn meðan á æfingum stóð, svo sem Tom Hammond, sem var básúnuleikari hjá Fílharmóníu- hljómsveit Lundúnaborgar. Í dag starfar hann að mestu sem stjórnandi málm- blásturshópa og kammerhljómsveita í Bretlandi. „Það var frábært að fá tæki- færi til að vinna með honum.“ Steinar hafði ekki mörg tækifæri til að koma íslenskri tónlist á framfæri eystra en náði þó að leika nokkur íslensk stef í hléum, svo sem þjóðsönginn og Litlu fluguna. „Ég sá ekki annað en það félli í frjóan jarðveg.“ Landið ósnortin perla Þetta var fyrsta heimsókn Steinars til Palestínu og ber hann landi og þjóð vel söguna. „Landið er afskaplega fallegt – ósnortin perla – og fólkið yndislegt. Það þráir ekkert heitar en frið og að lifa í sátt og samlyndi við aðrar þjóðir. Fólk er greinilega orðið langþreytt á þessu skelfilega ástandi,“ segir Steinar sem fagnar frumkvæði íslenskra stjórnvalda sem íhuga nú að lýsa yfir stuðningi við sjálfstæði Palestínu. „Vonandi finnst við- unandi lausn á vanda þessarar stríðs- hrjáðu þjóðar sem allra fyrst.“ Steinari kom á óvart hversu rólegt var um að litast bæði í Ramallah og Nablus. „Auðvitað sá maður hermenn á götum úti en andrúmsloftið var alls ekki þrúg- andi. Kannski hef ég bara hitt þannig á. Samt er skelfingin aldrei langt undan, ein stelpan í hljómsveitinni missti til dæmis heimili sitt í sprengingu fyrir fimm árum. Maður getur ekki gert sér í hugarlund hvernig er að búa við svona aðstæður.“ Steinar skoðaði sig víða um, fór meðal Steinar Matthías Kristinsson með trompetinn á lofti. Hann kveðst hafa lært margt í ferðinni til Palestínu. Morgunblaðið/Eggert Taktmælirinn styggði sprengjusér- fræðingana Steinar Matthías Kristinsson trompetleikari kom fram á tvennum tónleikum í þágu friðar með ungmenna- hljómsveit í Palestínu fyrir skemmstu. Ferðin var að vonum mikið ævintýri og ber Steinar landi og þjóð vel söguna. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ungmennahljómsveitin á tónleikunum í Nablus.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar: 02. október (02.10.2011)
https://timarit.is/issue/337702

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

02. október (02.10.2011)

Iliuutsit: