SunnudagsMogginn

Date
  • previous monthOctober 2011next month
    MoTuWeThFrSaSu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456
Issue
Main publication:

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Page 39

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Page 39
2. október 2011 39 H versu snemma er of snemmt þegar kemur að því að fræða börn um kynferðislega misnotkun? Þetta er umdeilt málefni, þar sem sumir halda því fram að þegar kemur að forvörnum gildi „því fyrr því betra“, á meðan aðrir telja að hlífa eigi ungmennum algjörlega við slíkum umræðum. Nú er hugsanlegt að nýleg rannsókn sem gerð var í Ástralíu geti loksins bundið enda á deilurnar og svarað foreldrum og uppfræðurum á hvaða aldri sé viðeigandi að hefja fræðslu barna um kynferðislegt ofbeldi. Könnun, sem framkvæmd var meðal 500 skjólstæðinga Brave- heart-barnaverndunarsam- takanna, leiddi í ljós að það að fræða börn um kynferðislega misnotkun er ein áhrifaríkasta leiðin til að bera kennsl á til- felli kynferðislegrar misnotk- unar. Samtökin hafa fundið bein tengsl milli skólafræðslu á þeirra vegum og fjölgunar til- kynninga sem þeim berast um kynferðislega misnotkun. Niðurstaða þeirra er þessi: Að fara í skólana og fræða ungmenni um kynferðislegt ofbeldi getur gert gríðarlega mikið til að lágmarka skaðann. Fræðslu- kerfi Braveheart byggist á lifandi tónlistarsýningu og hverjir eru aldurshóparnir sem samtökin reyna að ná til? Jú, þriggja til átta ára börn. Fræðslan felur meðal annars í sér að endurtaka einföld skilaboð um þá líkamsparta sem eru manns eigið einkamál: enginn annar má snerta, enginn annar má sjá, ég á þá sjálf/ur. Þúsundir grunnskólabarna í Ástralíu hafa þegar verið upp- fræddar á þennan hátt og mörg þeirra barna sem hafa orðið fyrir misnotkun hafa reynst viljug til að segja frá því, jafnvel þótt sá sem beitti þau ofbeldinu hafi reynst vera einhver sem þau þekktu, treystu og elskuðu. Fræðsla af þessu tagi, ásamt forvarnarstarfi sem beint er að fullorðnum, er talin afar nauðsynleg til þess að fækka til- fellum kynferðislegrar misnotkunar gegn börnum. Hún hefur einnig víðtækari áhrif á velferð ungmenna og minnkar t.d. tíðni vandamála eins og alkóhólisma, sjálfsmorða, þunglyndis og eiturlyfjafíknar. Að tala við börn, á máli sem þau skilja, um læknisfræðilega réttar upplýsingar sem eru viðeigandi fyrir þroskastig þeirra, gerir meira gagn en ógagn þegar baráttan gegn kynferðislegu ofbeldi er annars vegar. Og þetta á við um næstum öll mál sem snerta kynlíf og kynlífshegðun – sama um hvaða ald- urshóp er að ræða. Fræðslan felur meðal annars í sér að endurtaka einföld skilaboð um þá líkamsparta sem eru manns eigið einkamál: enginn annar má snerta, enginn annar má sjá, ég á þá sjálf/ur. Morgunblaðið/Ernir Byrjum að fræða börn snemma um kynferðislega misnotkun ’ Að fara í skólana og fræða ung- menni um kyn- ferðislegt ofbeldi getur gert gríð- arlega mikið til að lágmarka skaðann. Kynfræð- ingurinn Dr. Yvonne Kristín Fulbright Menn höfðu raunar skýringar á reiðum höndum þegar til átti að taka. Einna mesta athygli vakti þó þegar Davíð Scheving Thor- steinsson, sem þá var í forsvari iðnrekenda, sagði í einhverju orðanna samhengi að klæði söngflokksins hefðu verið eins og grímubúningar. Það var nánast hlálegt að nokkur fyrstu árin skyldum við ævinlega lenda í 16. sæti Eurovision-keppninnar og verma svo botnsætið. Því er ekki ofsagt að Íslendingar öðluðust sjálfstraust til þátttöku í þess- ari fjölþjóðlegu söngvakeppni þegar Eitt lag enn eftir Hörð G. Ólafs- son við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar náði fjórða sæti í keppninni. Lagið fluttu þau Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteins- dóttir með hljómsveitinni Stjórninni sem næstu árin var feiknalega vinsæl á dansiböllum hringinn í kringum landið. „Eurovision hafði mikil áhrif. Skapaði mikil tækifæri, lítt þekktir lagahöfundar fengu vettvang til að koma lögum sínum á framfæri og eins hinir kunnari. Þarna stóðu menn algjörlega jafnfætis,“ segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður. Hann var meðal þeirra sem á fyrstu árum keppninnar skipuðu hljómsveit sem flutti lögin í sjón- varpssal þar sem þau voru leikin af fingrum fram. „Íslendingar hófu þátttöku í Eurovision á sama tíma og frjálsar útvarpsstöðvar hófu starfsemi. Því voru lögin sem tóku þátt í undankeppninni hér heima mikið spiluð og segja má að þarna hafi nokkrir höfundar og flytj- endur fyrst fengið athygli alþjóðar, til dæmis Skagfirðingurinn Geir- mundur Valtýsson, Eyjólfur Kristjánsson, Stefán Hilmarsson, Ingó veðurguð og svona gæti ég fleiri nefnt,“ segir Magnús sem átti lagið Sólarsömbu sem var í forkeppninni árið 1988 og margir muna sjálf- sagt enn eftir. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Eurovision hafði mikil áhrif. Magnús Kjartansson upp á bíómynd, hina gömlu góðu Titanic. Hann er sagður hafa fengið hugmyndina frá myndinni Mr. Deeds þar sem Adam Sandler kemur Wi- nonu Ryder á óvart með stefnumóti í Madison Square Garden. Bieber kom Selenu á óvart eftir tónleika með Demi Lovato í Nokia-tónleikahúsinu, sem er þarna nærri og fóru þau eftir neðanjarð- argöngum á leikvanginn. Hann þénar sann- arlega næga peninga til að borga fyrir svona glæsilegt stefnumót en hann fékk samt sem áð- ur Staples-völlinn ókeypis því hann hafði fyrir skemmstu haldið þrenna troðfulla tónleika á staðnum. Fór í dýragarðinn með fjölskyldunni Þrátt fyrir alla frægðina er Gomez líka bara venjuleg 19 ára stelpa og í vikunni komst það í blöðin að hún hefði heimsótt dýragarðinn í Los Angeles með foreldrum sínum. Það þótti vera gott fordæmi fyrir þá unglinga sem finnst ekki töff að sjást með foreldrunum og sýnir að það geti sannarlega verið gaman að eyða tíma með fjölskyldunni. Selena Gomez kemur vel fyrir og leyfir hér kanadískum aðdáendum að taka mynd með sér. Reuters ’ Rómantíkin blómstrar hjá parinu en Bieber skipu- lagði alveg einstakt stefnu- mót við Gomez, sem var óvænt í þokkabót. Hann hvorki meira né minna en leigði Staples Center fyrir þau tvö og bauð upp á mat og kvikmynd. Maðurinn sem fann upp Doritos- flögurnar verður jarðaður næstu helgi með snakkinu sínu, að því er fjölskylda hans sagði við Reuters. Arch West lést 20. september, 97 ára að aldri, á sjúkrahúsi í Dallas í Texas í Bandaríkjunum. Bálförin hef- ur farið fram en fjölskyldan hefur fengið leyfi kirkjugarðsins til að dreifa snakkinu í kringum jarð- neskar leifar hans við jarðarförina, honum til heiðurs. „Honum þætti þetta mjög sniðugt,“ sagði dóttir hans, Jane Hacker. „Þeim hjá kirkjugarð- inum finnst þetta í lagi því snakkið er lífræn vara.“ Doritos í jarðarförinni Ostabragðið er vinsælast. Kötturinn Frank og Louie er elsti kötturinn sem hefur tvö andlit. Hann varð 12 ára í sept- ember og sló þar með fyrra met, samkvæmt Söru Wilcox, talskonu Heimsmetabókar Gu- inness. Kettir með tvö andlit hafa margoft komið í heiminn en lífslíkur þeirra eru hins vegar ekki miklar eða aðeins einn til fjórir dagar. Marty, eigandi katt- arins, sem býr nærri Worcester í Massachusetts í Bandaríkjunum, vann hjá dýralækni þegar komið var með þennan sérstaka kött til svæfingar. Hún tók hann hins vegar að sér og hefur ekki séð eftir því. Hann hagar sér víst meira eins og hundur, að sögn eigandands. „Hann fer í gönguferð í bandi og hefur mjög gaman af bílferðum.“ Köttur með tvö andlit Kötturinn Frank og Louie.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue: 02. október (02.10.2011)
https://timarit.is/issue/337702

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

02. október (02.10.2011)

Actions: