SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 41
2. október 2011 41
LÁRÉTT
1. Sviðum krá með blekkingu. (7)
4. Gunnar afbrotamaður tilheyrir stjórn-
málastefnu. (8)
8. Ó svíf norður með upphaf á astma til að finna
dónalegast. (9)
10. Testa Hörð einhvern veginn á götu. (9)
11. Eplið og úlpa einkenna einhvern veginn þekkt-
an eiginmann. (9)
12. Og snúa við með sull út af einangrunarefni. (6)
14. Hestur og fuglar hjá þeim sem er látinn fara.
(6)
15. Alltaf horfi á ákafari. (6)
17. Byrjaði frjáls að verða gegndarlaus. (7)
19. Lukka sem læknir ætti að fá með lottói (10)
21. Úr bræðisköstum má sjá verri flog. (8)
23. Helle er nískur þrátt fyrir að vera grískur. (11)
24. Jakar gerðir úr Kalíum eru notaðir í báta. (7)
26. Vin múmínsnáðans viti með kompás. (8)
27. Snikkir hljóðfæri til. (5)
29. Hálfþokkalega grænn og sönghæfur. (7)
31. Er í sal með agni ennþá greinarmunur á svell-
myndun? (10)
32. Sé raft alltaf með kið og tólið. (8)
33. Nói staflar dýrinu. (10)
LÓÐRÉTT
2. Tækið óttist eftir disk með skrautíláti. (11)
3. Hvísli ennþá að sögn við ána. (7)
4. Kæti guða er dapurleg. (9)
5. Ýr í fjölskyldunni er fyrir afkomendur. (7)
6. Gjör ól í kennitölu. Það er alls ekki eins. (9)
7. Sælgæti getur gert þig að flottum manni. (7)
9. Sóla til baka með par og blóm (7)
13. Svart í minni vegna bilsins. (10)
16. Vei! Hefur hugboð um orð sem eru skrautyrði.
(12)
18. Skammast drukknar yfir syndugum. (11)
20. Tékkneskur bjór, úlfur og skass. (10)
22. Skæla vegna urtna sem flækjast um í skraut-
mun. (10)
23. Hinn fær andlag frá flinkum. (10)
25. Helst fallegt hjá ættgöfugri fjölskyldu. (8)
28. Þúsund slæmir hestar eru hlutar af andliti. (7)
30. Ét ekki nautfé á bjargbrún. (4)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn í umslagi merktu: Kross-
gáta Morgunblaðsins, Hádegismóum
2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila
úrlausn krossgátu 2. október rennur
út á hádegi 7. október. Nafn vinnings-
hafans birtist í blaðinu 9. október.
Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinn-
ing. Vinningshafi krossgátunnar 25.
september er Margrét Snæfríður Jónsdóttir, Funafold
107 Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Mundu mig,
ég man þig eftir Dorothy Koomson. JPV gefur út.
Krossgátuverðlaun
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta
Taflfélag Bolungarvíkur og Hell-
ir, sem taka þátt í Evrópumóti
taflfélaga í Rogaska Slatina í
Slóveníu, hafa verið furðu sam-
stiga; í fyrstu umferð unnu bæði
liðin, 4½:1½, í þeirri næstu
steinlágu þau bæði ½:5½, í 3.
umferð drógust þær saman
skildu jafnar, 3:3. Í 4. umferð
unnu bæði lið 4:2 og hafa hlotið
5 stig og sitja í 17.-23. sæti.
Margir frægir kappar taka þátt
í þessu móti 62 liða. Bolvíkingar
eru reiknaðir í 26. sæti en
Hellismenn í 29. sæti.
Frammistaða íslensku liðanna
er hvorki betri né verri en búast
mátti við, töpin í 2. umferð þó
óviðunandi og einnig sú stað-
reynd að þeir fjórir skákmenn
sem tefldu í ólympíuliði Íslands í
fyrra hafa eftir fjórar umferðir
tapað fleiri skákum samanlagt
en á öllu síðasta ólympíumóti.
Stefán Kristjánsson sem teflir á
1. borði fyrir Bolvíkinga hefur
verið að raða inn jafnteflum
gegn stigaháum andstæðingum
og bjartsýnismenn sjá fram á að
hann nái 2.500 elo-stiga mark-
inu sem hann þarf til að fá stað-
festan stórmeistaratitil.
Skemmtilegasta skák okkar
manna hingað til er án efa við-
ureign Björns Þorfinnssonar
gegn Motylev í 2. umferð. Rúss-
arnir í Tomsk 400 hafa senni-
lega klórað sér í kollinum yfir
taflmennsku Björns í fyrstu um-
ferð en þar var andstæðingur
Björns svo vinsamlegur að sætt-
ast á jafntefli með unnið tafl. En
í skákinni sem hér fer á eftir
sannast hið forna rússneska
máltæki, að það er hægt að
kenna birni að dansa. Sporið
sem Björn sté í 14. leik setti allt í
bál og brand og Motylev fann
enga lausn á vanda sínum.
EM taflfélaga 2011:
Björn Þorfinnsson – Alexand-
er Motylev
Enskur leikur
1. c4 e5 2. g3 Rf6 3. Bg2 d5 4.
cxd5 Rxd5 5. Rc3 Rb6 6. Rf3 Rc6
7. 0-0 Be7 8. a3 0-0 9. b4 Be6
10. Hb1 f6 11. d3 Rd4 12. Rxd4
exd4 13. Re4 Ba2
Traustara er 13. … Bd5 en
Motylev hefur sennilega átt von
á 14. Hb2 Bd5 og hrókurinn
stendur ekki vel á b2.
14. Rc5! Bxb1
Engu betra var 14. … Bxc5 15.
bxc5 Bxb1 16. Db3+ ásamt 17.
cxb6 og biskupinn á b1 fellur
síðan.
15. Db3+ Kh8 16. Re6 Dd7 17.
Rxf8 Hxf8 18. Bxb7 Da4?
Eftir þennan leik á svartur í
miklum erfiðleikum en ekki
gekk 18. … c6 vegna 19. Ba6
o.s.frv. Betra var hinsvegar
18. … Bxd3 19. exd4 c5 o.s.frv.
19. Dxb1 c6 20. Da2! Bxb4
20. … Hb8 er svarað með 21.
Df7! t.d. 21. … Hxb7 22. De8+ og
mátar.
21. De6 Bxa3 22. Bxc6 Db4 23.
Be4! f5
Reynir að hrista upp stöð-
unni. Hann er engu bættari með
23. … Bxc1 24. Hxc1 o.s.frv.
24. Bxf5 Ra4 25. Bf4 Rc3 26.
Be5
Hótar 27. Dh6.
26. … De7 27. Dxe7 Bxe7 28.
Bg4 Bc5 29. Ha1
Eftir 29. e3! er svarta staðan
vonlaus.
29. … h5!
Góður varnarleikur í tíma-
hraki.
30. Bf3 He8 31. Bc7 He7 32.
Bb8 Rxe2 33. Bxe2??
Hrikaleg fljótfærni í unninni
stöðu. Eftir 33. Kg2 Bb6 (33. …
g6 er svarað með 34. Ha5 Bb6
35. He5! og vinnur.) 34. Bxh5 er
hvíta staðan léttunnin.
33. … Hxe2 34. Bxa7 Bxa7 35.
Hxa7 Hd2 36. Ha3 Hd1+! 37. Kg2
Kh7 38. h3?
Enn var von og hér gat Björn
leikið 38. h4, gefið f2-peðið og
leikið hróknum til g5.
38. … g5! 39. Kf3 Hd2!
Svartur hefur teflt vörnina
vel. Nú er engan vinning að
finna lengur.
40. h4 g4+ 41. Kf4 Hxf2+ 42.
Kg5 Hf3 43. Kxh5 Hxg3 44.
Ha7+ Kg8 45. Kg6 Hf3 46. h5 g3
47. h6 Hf8 48. Hg7+
– og hér sættist Björn á skipt-
an hlut.
Tvö íslensk lið tefla á EM skákfélaga
Helgi Ólafsson helol@simnet.is