SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Qupperneq 45
2. október 2011 45
Lesbók
Þ
að var árið 1990 sem ég
fékk bókina Tár, bros
og takkaskór í jólagjöf.
Ég var fjórtán ára og
skammaðist mín örlítið fyrir að
eiga þessa bók en langaði samt til
að lesa hana. Ég féll fyrir sögunni.
Mig langaði að eiga kærasta eins
og Kidda og mig langaði líka til að
kærastinn sem mig dreymdi um
tíndi handa mér holtasóleyjar. Í
dag geri ég mér grein fyrir að það
síðasta sem stráknum sem ég
hreifst af hefði dottið í hug væri
að fara niður í Fossvogsdal og
tína handa mér blóm. Enda var
hann með sítt hár, í leðurjakka og
reykti. Fyrir utan þá sorglegu
staðreynd að hann var bara ekk-
ert skotinn í mér. Það má því
vera ljóst að Þorgrímur Þráinsson
auðgaði
dag-
drauma
mína á
unglings-
árunum
og nei,
síðhærði
leðurjakkatöffarinn færði mér
aldrei blóm og varð aldrei kær-
astinn minn.
En þó að Tár, bros og takkaskór
hafi heillað mig á unglingsárum
hef ég lengi verið uppfull af nei-
kvæðni í garð verka Þorgríms þó
að ég hafi sama sem ekkert lesið
eftir hann. Hvernig er svo sem
hægt að taka listamann alvarlega
sem er myndarlegur, heilsu-
hraustur, reykir ekki og er fullur
af bjartsýni og jákvæðni? Hinn
sanni listamaður er algjör and-
stæða Þorgríms.Uppfull af hroka
hef ég því sniðgengið bækur Þor-
gríms.
Ég varð ekkert yfir mig hrifin
þegar dóttir mín valdi bókina
Ertu guð afi? til kvöldlestrar.
Gyllti miðinn á kápunni gaf mér
samt von um að innihaldið væri
ekki arfaslæmt. Eins og sést getur
snobb mitt verið yfirgengilegt.
Það er skemmst frá því að segja
að ég kolféll fyrir sögunni. Eitt
kvöldið kom það fyrir að ég gat
ekki lesið fyrir dóttur mína. Áður
en ég fór að sofa það kvöld greip
ég bókina úr hillunni og las upp
þann kafla sem ég hafði misst úr.
Sambandið milli afans og
barnabarnsins í sögunni er með
því fallegra sem ég hef lesið og
þegar kom að lokakaflanum
heyrðist ítrekað í dóttur minni:
„Mamma lestu. Af hverju ertu að
gráta? Lestu bara.“ Umræður um
bókina voru svo teknar upp
næsta dag mér til lítillar ánægju.
„Mamma fór að hágráta þegar
hún var að lesa fyrir mig í gær.“
Já, það skal viðurkennt hér. Mér
fannst bók Þorgríms Þráinssonar
ein sú yndislegasta lesning sem
ég hef lesið lengi.
Tár, bros
og afi
Orðanna
hljóðan
Signý
Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
’
Mamma
lestu. Af
hverju
ertu að gráta?
Lestu bara.
Amazon kom rafbókum á kortið
svo um munar þegar fyrirtækið
kynnti fyrstu Kindle-lestölvuna
fyrir fjórum árum. Fyrsta tölvan
kostaði um 46.000 krónur en
seldist þó upp á fjórum tímum
og fyrirtækið átti í erfiðleikum
með að anna eftirspurn, og
seinni útgáfur, sem hafa verið
mun ódýrari, hafa líka selt mjög
vel. Í vikunni kynnti Amazon
svo fjórar nýjar útgáfur af
Kindle og þar á meðal eina sem
kostar innan við 10.000 krónur.
Meðal þeirra lestölva sem fyr-
irtækið kynnti eru tvær gerðir
með snertiskjá og ein með lita-
skjá sem er frekar spjaldtölva en
lestölva, enda hægt að nota
hana sem spjaldtölvu sem notar
nýja útgáfu af Android-
stýrikerfinu. Henni fylgir
áskrift að kvikmyndasafni
Amazon og aðgangur að tónlist-
arsafni fyrirtækisins. Tölvan,
sem markaðssett er undir nafn-
inu Amazon Fire, kostar um
23.000 kr. ytra, en til sam-
anburðar kostar iPad-
spjaldtölva um 60.000 kr., en
hún er með stærri skjá.
Amazon kynnir
fjórar nýjar lestölvur
Hin nýja Amazon Fire – hvort er
þetta les- eða spjaldtölva?
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
ÞÁ OG NÚ
22.9.-31.12. 2011
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14
í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar safnstjóra.
HÖFUNDAKYNNING, miðvikudaginn 5. okt. kl. 12.10
- Kynning á 2. bindi Íslenskrar listasögu, Gunnar J. Árnason
listheimspekingur og Hrafnhildur Schram listfræðingur
SAFNBÚÐ
Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara.
SÚPUBARINN, 2. hæð
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600,
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands
frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar
um þróun íslenskrar myndlistar.
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“
Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar,
undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýn-
ingin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri.
Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Sýningin Dúkka
Listakonan Valgerður
Guðlaugsdóttir verður með
leiðsögn sunnudaginn
2. október kl. 15.00
Sýningin stendur til 16. október.
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Fjölbreyttar sýningar:
Ný sýning: Þetta er allt sama tóbakið!
Sýningu framlengt: Pétur Thomsen: Ásfjall
Kurt Dejmo: Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955
Ljósmyndir Emils Edgrens
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Guðvelkomnir góðir vinir! Útskorin íslensk horn
Útskornir kistlar
Glæsileg safnbúð og Kaffitár
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum
ALMYNSTUR
Arnar Herbertsson
JBK Ransu
Davíð Örn Halldórsson
---
Sunnud. 2. okt. kl. 15
Soffía Sæmundsdóttir
Kynning í máli og myndum
---
Opið fi.-su. Kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
26. ágúst – 23. október
Í bili
Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson,
Daníel Björnsson, Gretar Reynisson,
Haraldur Jónsson,
Hildigunnur Birgisdóttir,
Hugsteypan, Ingirafn Steinarsson,
Jeannette Castioni, Magnús Árnason,
Olga Bergmann,
Ólöf Nordal og Skyr Lee Bob.
Sýningarstjóri, Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.
Sunnudag 2. október kl. 15
- Listamannaspjall
Olga Bergmann og Ólöf Nordal
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
Opið samkvæmt
samkomulagi í vetur
Farandsýningin
Ekki snerta jörðina!
Smíðað á lokadegi
2. október kl. 14-17
Sjóminjasafnið
www.husid.com
17. september
til 9. október 2011
HILDUR
HÁKONARDÓTTIR
„þar sem ég bjó og
það sem ég lifði fyrir“
Opið 13-17, nema mánudaga.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
Aðgangur ókeypis.
LISTASAFN ASÍ
HLUTIRNAR OKKAR
– úr safneign safnsins
Opið alla daga nema mánudaga
kl. 12-17.
Verslunin KRAUM í anddyri.
Aðgangur ókeypis alla
miðvikudaga.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Carl Sandburg, William
Carlos Williams, Pablo
Neruda, Anne Sexton,
Alan Dugan, Billy
Collins.
-------------------
Fyrr á árinu dó Hallberg
Hallmundsson
frá þýðingum
sínum á ljóðum
bandarískra,
enskra og
spænskra
ljóðskálda.
Hinsta ósk hans var að
vinna hans við þýðingarnar kæmist á prent. Ættingjar hans
hafa nú hafið útgáfu á þýðingum Hallbergs með prentun á
Víxlsöng Collins, Óminni Neruda, Kvöldfossi Sandburgs,
Tölunni miklu eftir Williams, Mánudegi Sexton og
Vaktaskiftablús Dugans.
Bækurnar fást í næstu bókabúð.
Ljóðaþýðingar
Hallbergs Hallmundssonar
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is