Morgunblaðið - 01.04.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 01.04.2010, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1. A P R Í L 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 76. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGT LÍF»10-11 BARNABARN GUÐSTEINS STENDUR Í BRÚNNI FÓLK»32 FJÖRUG HELGI FRAM- UNDAN Á ÍSAFIRÐI 6 SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ mæl- ir með því við Arion banka að bankinn skoði þann kost að selja Haga í hlut- um. Stofnunin telur hins vegar að hún hafi ekki lagaheimild til að setja það sem skilyrði fyrir yfirtöku bankans á Högum. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að eftirlitinu verði heimilt að skipta upp fyr- irtækjum ef skipulag eða uppbygging fyrirtækis hamlar samkeppni. Fram kemur í úrskurði Samkeppn- iseftirlitsins um samruna Haga og Arion banka að Hagar hafi markaðs- ráðandi stöðu á matvörumarkaði og á markaði með sölu á bókum. Samruninn raski sam- keppni. Eftirlitið samþykkir engu að síður samrunann en setur ítarleg skil- yrði fyrir honum. Sambærileg skil- yrði voru sett fyrir samruna Lands- bankans og Teymis. | Viðskipti Mælir með upp- skiptingu á Högum  Heimildir Morgun- blaðsins herma að erlendir kröfuhafar Sparisjóðs Keflavíkur (SpKef) muni þurfa að afskrifa u.þ.b. 80% krafna sinna á hendur sjóðnum. Kröfuhafarnir munu fá greitt annars vegar með skulda- bréfi á sparisjóðinn og hins vegar með reiðufé. Stofnfjáreigendur munu halda eftir á bilinu 3-5% af sínum hlut. Því er ljóst að kröfuhafar SpKef munu þurfa að taka á sig mun þyngra högg en kröfuhafar Byrs. Nýjustu fregnir benda til þess að kröfuhafar þess banka muni þurfa að afskrifa tæplega 60% sinna krafna á sjóðinn. »Viðskipti Kröfuhafar SpKef þurfa að afskrifa um 80% krafna  Útlit er fyr- ir að rukkuð verði veggjöld af vegfar- endum á öll- um stofn- æðunum þremur frá höfuðborg- arsvæðinu til að fjármagna stórtæk verk- efni í vegagerð. Lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir að fjármagna fyrirhugaðar fram- kvæmdir, þ.e. breikkun Suður- landsvegar og Vesturlandsvegar og einnig að ljúka framkvæmdum við stækkun Reykjanesbrautar, auk Vaðlaheiðarganga. Til að svo megi verða er gert ráð fyrir að taka upp veggjöldin. Ríkisstjórnin fjallaði um málið sl. þriðjudag en enn er andstaða á meðal Vinstri grænna við einka- framkvæmd með vegtollum. Hins vegar er samkomulag sagt í sjón- máli og taldar góðar líkur á að búið verði að greiða götuna fljótlega eft- ir páska. »2 Veggjöld á allar stofnæðar frá höfuðborgarsvæðinu –– Meira fyrir lesendur fylgir m eð Morgun blaðinu í dag Baugur seldi Landsbankanum og Glitni hlutabréf í Iceland á árinu 2008. Baugur fékk á móti kauprétt á hlutunum sem seldir voru til bankanna tveggja. VIÐSKIPTI Seldi Iceland inn í bankana 2008 Vöruskiptajöfnuður heldur áfram að batna, ekki vegna aukins út- flutnings, heldur mikils samdráttar í innflutningi. Hann dróst saman um 14% í janúar og febrúar. Hrun í eftirspurn og innflutningi Eftir Guðna Einarsson, Kristján Jónsson og Baldur Arnarson UM 50 manns voru í grennd við Fimmvörðuháls þegar ný gossprunga opnaðist þar um sjöleytið í gærkvöldi. Sumir voru aðeins nokkur hundruð metra frá nýju sprungunni. Var ákveðið að flytja fólkið strax með þyrlum yfir á Morinsheiði en það- an gekk það niður í Þórsmörk. Björgunarsveit- armenn áttu að vera við Hvanná í nótt á sérbúnum bílum og lýsa upp gilið fyrir þá sem voru á leið úr Þórsmörk og fylgjast með vatnavöxtum en talið var mögulegt að áin hlypi skyndilega tímabundið. Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi, var á sveimi með ferðafólk yfir svæð- inu og varð vitni að því þegar nýja sprungan birt- ist. „Þetta gerðist allt í einu og fimm mínútum seinna var komin sprunga sem var upp undir 100 metrar. Sprungan rifnaði í suðurátt að hinum gígnum,“ sagði Jón. Nýja sprungan, sem er um 300 metra löng, er um 200 metrum norðar en hin. Vel gekk að rýma Fimmvörðuháls og nágrenni. Um miðnætti var fólk enn á leið niður af jöklinum. Ferðamönnum sem komið höfðu að sunnan til að skoða gosstöðvarnar var snúið aftur að Skóg- um, einnig var farartækjum á Mýrdalsjökli snúið til baka. Þessum leiðum var lokað í gærkvöldi. Um 30-40 sentímetra breið jökulsprunga hefur opnast í Mýrdalsjökli rétt við akstursleiðina að Fimmvörðuhálsi og er hún opin á um 15 metra kafla. Sprungan er vestan í Goðabungu og liggur hún samhliða akstursleiðinni. Nýr gígur á hálsinum  Ný gossprunga opnaðist á Fimmvörðuhálsi skammt norðan við þá gömlu  Leiðum að jarðeldunum var lokað og vel er fylgst með vatnavöxtum í Hvanná » Með þyrlum af hættusvæði » Vel gekk að rýma svæðið » Sprungan rifnaði í suðurátt Ljósmynd/Þorleifur Einar Pétursson Nýr hraunstraumur Þessa mynd af sprungunum tók Þorleifur Einar Pétursson, flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands um klukkan níu í gærkvöldi, þegar hann flaug fram hjá eldstöðvunum. Flugvélin, af gerðinni Dash-8, var á leið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Hún var í 10.000 feta hæð þegar myndin var tekin.  Þetta er tilviljanakennt | 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.