Morgunblaðið - 01.04.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.04.2010, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út laugardaginn 3. apríl og fylgir Sunnudagsmogginn því blaði. Fréttaþjónusta verður á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir alla páskana. Ábend- ingum um fréttir má koma á netfangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver Morgunblaðsins verður opið í dag, skírdag, frá kl. 7-13 og á laugardag frá kl. 7- 13. Blaðberaþjónusta Morgun- blaðsins verður opin í dag, skír- dag, frá kl. 5-11 og á laugardag frá kl. 5-11. Lokað föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Andlátstilkynningar er hægt að bóka alla páskana í gegnum forsíðu mbl.is. Skiptiborð Morgunblaðsins verður lokað um páskana. Síma- númer Morgunblaðsins er 569- 1100 og netfang blaðsins er rit- stjorn@mbl.is. Fréttaþjón- usta um páska Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SKÖMMU fyrir miðnætti var enn verið að reyna að finna lausn á deil- unni um nýtt vaktakerfi aðstoðar- og deildarlækna á Landspítalanum en þeir höfðu hótað að ganga út í dag. Spítalinn hyggst gefa út tilkynningu um stöðuna fyrir hádegi í dag. Ólafur Baldursson, framkvæmda- stjóri lækninga á Landspítalanum, sagði að búið væri að grípa til ráð- stafana til að tryggja að öryggi sjúk- linga yrði ekki ógnað og spítalinn réði vel við það verkefni. „Við höfum gert ráðstafanir til að fylla í skörðin,“ segir Ólafur. „Ör- yggið hefur verið algerlega tryggt með ítarlegum ráðstöfunum og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Yfir 400 læknar vinna á öllum spítalanum og við höfum úrræði til að tryggja ör- yggi sjúklinga við þessar aðstæður.“ Um er að ræða samtals 40 aðstoð- ar- og deildarlækna, bæði á Hring- braut og í Fossvogi, 20 þeirra hugð- ust ganga út í dag og aðrir 20 á morgun, föstudag. Þeir eru afar ósáttir við nýja vaktakerfið sem tek- ur gildi á morgun, segja að með því sé þeim gert að vinna mun fleiri stundir í mánuði en hingað til. Vinnuálagið verði allt of mikið, þreyttir læknar séu ógn við öryggi sjúklinga. Álagið sé einnig óviðun- andi fyrir barnafólk í stéttinni og sé brot á evrópskri vinnutímalöggjöf. Læknaráð Landspítalans sendi í gær frá sér ályktun þar sem lýst var þungum áhyggjum af ástandinu. „Læknaráð mælist til þess að fyr- irhuguðum breytingum á vaktafyr- irkomulagi verði frestað. Læknaráð lýsir sig reiðubúið til að miðla mál- um í þessari deilu,“ segir í álykt- uninni. Deilan um nýtt vakta- kerfi lækna enn í hnút  Talsmenn Landspítalans segja öryggi sjúklinga tryggt Morgunblaðið/Ómar SKÍÐAVIKAN á Ísafirði var sett í gær með skrúðgöngu og sprettgöngu í miðbænum. Fjöl- breytt dagskrá er á Ísafirði fram á mánudag. Sprettgangan fór þannig fram að snjór var sett- ur í Hafnarstræti og síðan fór fram útsláttar- keppni á gönguskíðum. Sigurvegarar keppn- innar voru Kristbjörn Sigurjónsson og Stella Hjaltadóttir en hér má sjá Stellu og Jorunn Halt- bakk frá Noregi koma í mark. SKÍÐAVIKAN Á ÍSAFIRÐI HEFUR VERIÐ HALDIN Í 75 ÁR Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is SKRIÐUR er kominn á undirbún- ing stórtækra verkefna í vegagerð og hefur verið blásið nýju lífi í áform um einkaframkvæmd verk- efnanna með innheimtu veggjalda. Lífeyrissjóðirnir eru viljugir að fjár- magna framkvæmdirnar sem fyrir- hugaðar eru, þ.e. breikkun Suður- landsvegar og Vesturlandsvegar, og einnig að ljúka framkvæmdum við stækkun Reykjanesbrautar, auk Vaðlaheiðarganga. Til að svo megi verða er gert ráð fyrir að tekin verði upp veggjöld af vegfarendum á öllum stofnæðunum þremur til og frá höfuðborgarsvæðinu. Hugmynd- ir eru m.a. um, skv. heimildum blaðsins, að stofnuð verði félög um hvert verkefni fyrir sig. Ríkisstjórnin fjallaði um málið sl. þriðjudag og voru forystumenn líf- eyrissjóðanna boðaðir til fundar með samgönguráðherra síðar um daginn. Þar var þeim kynnt nýtt minnisblað um þessi vegagerðar- verkefni. Fram kom að enn sé and- staða á meðal Vinstri grænna við einkaframkvæmd með vegtollum en samkomulag er þó sagt í sjónmáli og góðar líkur taldar á að búið verði að greiða götuna fljótlega eftir páska. Þegar endanlegt samkomu- lag lægi fyrir yrði strax hægt að ganga til samninga við lífeyrissjóð- ina. Lána ríki og sveitarfélögum 9 milljarða til viðhaldsverkefna Einnig hefur náðst samkomulag lífeyrissjóðanna við fjármálaráðu- neyti og Lánasjóð sveitarfélaga um að lífeyrissjóðirnir láni ríki og sveit- arfélögum um níu milljarða kr. vegna viðhaldsverkefna á næstu þremur til fjórum árum. Vegtollar yrðu á öllum stofnbrautum við borgina » Suðurlandsvegur, Reykjav.-Selfoss, 13 milljarðar » Vesturlandsvegur um Kjalarnes 2,8 milljarðar » Gerð Vaðlaheiðarganga talin kosta 8,6 milljarða Í́SLANDSMÓTIÐ í skák byrjaði með látum í Lágafellinu í Mos- fellsbæ í gær. Fjörlega var teflt í landsliðsflokki. Dagur Arngríms- son vann Björn Þorfinnsson í skák fyrstu umferðarinnar. Hannes Hlíf- ar Stefánsson vann Daða Ómarsson og Guðmundur Gíslason lagði Þor- varð F. Ólafsson. Bragi Þorfinnsson sigraði Róbert Lagerman og Stefán Kristjánsson hafði betur í seiglusigri gegn Ingv- ari Þór Jóhannessyni í lengstu skák umferðarinnar. Hinn ungi og efni- legi skákmaður Sverrir Þorgeirs- son gerði sér svo lítið fyrir og gerði jafntefli við stórmeistarann Þröst Þórhallsson. Önnur umferð í landsliðsflokki fer fram kl. 14 á morgun. Þá mæt- ast m.a. Hannes og Dagur. Íslandsmót byrj- aði með látum Morgunblaðið/Ómar Pressa Hannes Hlífar Stefánsson hefur unnið mótið tíu sinnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.